Vonarboðskapurinn mikilvægur á stríðstímum: „Ekki eðlilegt hvað illskan og grimmdin er mikil“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. apríl 2022 22:01 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir Von er ofarlega í huga biskups þessa páskana þrátt fyrir að skelfileg staða blasi við, meðal annars í Úkraínu. Hún segir mikilvægt að halda í hefðirnar og trúnna á erfiðum tímum. Hátíðarmessur fóru fram víða á landinu í dag en Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti sína predikun í Dómkirkjunni í Reykjavík fyrir hádegi. Meðal þess sem biskup talaði um í ávarpi sínu í dag var stríðið í Úkraínu og bar þá stöðu sem nú er uppi við stöðuna fyrir tvö þúsund árum, þegar Jesú Kristur reis upp frá dauðum. Biskup segir páskana boða upprisuna, lífið, vonina og blessunina og með því sé vonandi hægt að takast á við þau vandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir vegna stríðsins. „Það er náttúrulega ekki eðlilegt hvað illskan er mikil þarna og grimmdin en það gefur manni von um það að það sé hægt að vinna bug á þessu, hægt að setjast að samningsborðinu, og rísa þannig upp til nýs lífs,“ segir biskup. Þá sé það nauðsynlegt að halda í hefðirnar og trúna, á erfiðum tímum líkt og þeim góðu. „Það er mjög nauðsynlegt og ég held að til dæmis stríðshrjáðum löndum að þá sé þessi vonarboðskapur mjög mikilvægur fyrir þeim sem búa við þann hrylling sem þar er,“ segir biskup. Hún bindur vonir við að heimsbyggðin geti komist í gegnum erfiðleikana með trúnna að vopni. „Við lifum alltaf í þeirri von að staðan batni og það er það eina sem við getum haldið í nú um stundir til dæmis í sambandi við stríðið í Úkraínu, lifað í þeirri von að ástandið batni,“ segir biskup. Trúmál Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17. apríl 2022 14:01 Mest lesið Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Innlent Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Innlent Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Erlent Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Ásthildur Lóa í beinni og Sósíalistar á rangri braut Krókur á móti bragði færði útlendingamálin framar í röðinni Óvissustig vegna ferjuflugvélar frá Grænlandi Mikill fjöldi mótmælir brottvísun Oscars Allt farið í hund og kött á þinginu Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Sálfræðingar felldu aftur kjarasamning Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins Alma afnemur tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu Kaldvík fær stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð Sjá meira
Hátíðarmessur fóru fram víða á landinu í dag en Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti sína predikun í Dómkirkjunni í Reykjavík fyrir hádegi. Meðal þess sem biskup talaði um í ávarpi sínu í dag var stríðið í Úkraínu og bar þá stöðu sem nú er uppi við stöðuna fyrir tvö þúsund árum, þegar Jesú Kristur reis upp frá dauðum. Biskup segir páskana boða upprisuna, lífið, vonina og blessunina og með því sé vonandi hægt að takast á við þau vandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir vegna stríðsins. „Það er náttúrulega ekki eðlilegt hvað illskan er mikil þarna og grimmdin en það gefur manni von um það að það sé hægt að vinna bug á þessu, hægt að setjast að samningsborðinu, og rísa þannig upp til nýs lífs,“ segir biskup. Þá sé það nauðsynlegt að halda í hefðirnar og trúna, á erfiðum tímum líkt og þeim góðu. „Það er mjög nauðsynlegt og ég held að til dæmis stríðshrjáðum löndum að þá sé þessi vonarboðskapur mjög mikilvægur fyrir þeim sem búa við þann hrylling sem þar er,“ segir biskup. Hún bindur vonir við að heimsbyggðin geti komist í gegnum erfiðleikana með trúnna að vopni. „Við lifum alltaf í þeirri von að staðan batni og það er það eina sem við getum haldið í nú um stundir til dæmis í sambandi við stríðið í Úkraínu, lifað í þeirri von að ástandið batni,“ segir biskup.
Trúmál Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17. apríl 2022 14:01 Mest lesið Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Innlent Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Innlent Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Erlent Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Ásthildur Lóa í beinni og Sósíalistar á rangri braut Krókur á móti bragði færði útlendingamálin framar í röðinni Óvissustig vegna ferjuflugvélar frá Grænlandi Mikill fjöldi mótmælir brottvísun Oscars Allt farið í hund og kött á þinginu Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Sálfræðingar felldu aftur kjarasamning Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins Alma afnemur tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu Kaldvík fær stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð Sjá meira
Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17. apríl 2022 14:01