Eru í samkeppni við afmælisveislur og vinnustaðapartý Elísabet Inga Sigurðardóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 17. apríl 2022 23:31 Margir tengja keilu við afmælisveislur, fyrirtækjaskemmtanir og partý en formaður Keilusambandsins segiir að þeir sem stundi keilu á Íslandi þurfi sína eigin aðstöðu. Vísir/Skjáskot Æfingaaðstaða fyrir þá sem stunda keilu hér á landi er slæm að sögn formanns keilusambandsins. Iðkendur eru í samkeppni við afmælisveislur og vinnustaðapartý. Aðsókn hefur verið í keilu sem íþrótt hér á landi en hún hefur farið minkandi vegna aðstöðuleysis. Hér á landi eru aðeins 22 keilubrautir í Egilshöllinni og þrjár á Akranesi. Margir tengja þetta rými við afmælisveislur, fyrirtækjaskemmtanir og partý. Formaður Keilusambandsins segir að slíkt samkomurými fari illa saman við æfingaaðstöðu íþróttar. „Það er takmarkaður tími sem við höfum hér inni, einfaldlega því við erum í samkeppni við almenning sem leikur sér í keilu eins og við hin. Okkur vantar meiri tíma og við þurfum meira brautarpláss en almenningur,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson formaður Keilusambands Íslands í samtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðstaðan er því ekki upp á marga fiska fyrir þá sem stunda keilu sem íþrótt. Jóhann Ágúst er formaður Keilusambands Íslands.Vísir „Okkur vantar okkar eigin aðstöðu þar sem við ráðum tímanum alfarið sjálf og getum þar af leiðandi fjölgað inn í íþróttina því við teljum okkur eiga efni á því að fjölga iðkendum,“ bætir Jóhann við. Íþróttin kalli nefnilega á einbeitingu hjá öllum aldurshópum. „Þetta er svona svipað, þó þetta sé hálf leiðinlegur samanburður, þá má líkja þessu við það að á sama tíma og það er landsleikur í fótbolta í Laugardalnum þá væri einhver bumbubolti fyrir aftan eitt markið og boltinn endalaust að koma inn á og trufla leikinn. Það er eiginlega bara þannig.“ Aðstöðuleysið er það slæmt að okkar efnilegasta fólk í keilu getur ekki iðkað íþróttina hér á landi. „Þar má nefna Arnar Davíð sem vann Evróputúrinn árið 2019. Hann fór beint út eftir að hann kom heim í eitt ár því hann sá að hann hefði ekki tíma til að æfa hérna. Hann bara komst ekki að,“ segir Jóhann Ágúst. Keila Reykjavík Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Aðsókn hefur verið í keilu sem íþrótt hér á landi en hún hefur farið minkandi vegna aðstöðuleysis. Hér á landi eru aðeins 22 keilubrautir í Egilshöllinni og þrjár á Akranesi. Margir tengja þetta rými við afmælisveislur, fyrirtækjaskemmtanir og partý. Formaður Keilusambandsins segir að slíkt samkomurými fari illa saman við æfingaaðstöðu íþróttar. „Það er takmarkaður tími sem við höfum hér inni, einfaldlega því við erum í samkeppni við almenning sem leikur sér í keilu eins og við hin. Okkur vantar meiri tíma og við þurfum meira brautarpláss en almenningur,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson formaður Keilusambands Íslands í samtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðstaðan er því ekki upp á marga fiska fyrir þá sem stunda keilu sem íþrótt. Jóhann Ágúst er formaður Keilusambands Íslands.Vísir „Okkur vantar okkar eigin aðstöðu þar sem við ráðum tímanum alfarið sjálf og getum þar af leiðandi fjölgað inn í íþróttina því við teljum okkur eiga efni á því að fjölga iðkendum,“ bætir Jóhann við. Íþróttin kalli nefnilega á einbeitingu hjá öllum aldurshópum. „Þetta er svona svipað, þó þetta sé hálf leiðinlegur samanburður, þá má líkja þessu við það að á sama tíma og það er landsleikur í fótbolta í Laugardalnum þá væri einhver bumbubolti fyrir aftan eitt markið og boltinn endalaust að koma inn á og trufla leikinn. Það er eiginlega bara þannig.“ Aðstöðuleysið er það slæmt að okkar efnilegasta fólk í keilu getur ekki iðkað íþróttina hér á landi. „Þar má nefna Arnar Davíð sem vann Evróputúrinn árið 2019. Hann fór beint út eftir að hann kom heim í eitt ár því hann sá að hann hefði ekki tíma til að æfa hérna. Hann bara komst ekki að,“ segir Jóhann Ágúst.
Keila Reykjavík Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira