Hvenær erum við að tala um gerendameðvirkni og hvenær er þetta gerendastuðningur? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 19. apríl 2022 14:02 Hugtakið gerendameðvirkni hefur verið í mikilli notkun í umræðunni um ofbeldi á undanförnum misserum. Í MeToo-bylgjunni sem hófst fyrir um það bil ári síðan jókst orðanotkunin til muna - eða á sama tíma og við sáum þolendur nafngreina gerendur sína opinberlega. Margir hverjir eru þjóðþekktir einstaklingar og allir eiga þeir líka sitt net af aðstandendum. Við svona opinbera afhjúpun gerenda myndast hjá aðdáendum og aðstandendum þeirra einhverskonar togstreita sem þau svo tjá sig um á vettvangi fjölmiðla og samfélagsmiðla. Sú orðræða og umræða hefur verið kölluð gerendameðvirkni. Ég veit ekki hvort ég sé ein um það að hafa flækt það aðeins fyrir mér að nota orðið meðvirkni í þessu samhengi. Mig langar aðeins að fá að velta vöngum yfir þessu hugtaki hér í þessum pistli. Ég skilgreindi sjálfa mig sem meðvirka lengi vel og það var í samhengi þess að hafa alist upp við alkóhólisma og öryggisleysi. Ég sótti til að mynda fundi hjá 12 spora samtökunum AlAnon í mörg ár til að fá bata frá meðvirkni með ágætum árangri. Á sl. árum hef ég svo áttað mig á því hugtakið meðvirkni er skilgreint á mismunandi vegu og er mögulega ennþá að taka breytingum. Einnig er spurning um hversu vítt hugtakið skuli túlkað og hvort það sé hægt að greina meðvirkni sem sjúkdóm. Einkenni meðvirkni og hvernig verður hún til Fimm kjarnaeinkenni meðvirks einstaklings, samkvæmt Pia Mellody (1989)*, sem staðist hafa tímans tönn, eru eftirfarandi: 1. Erfiðleikar með að upplifa stöðugt og gott sjálfsmat 2. Erfiðleikar með að setja sér og öðrum mörk. 3. Erfiðleikar með að skilgreina og gangast við eigin upplifunum 4. Erfiðleikar með að skilgreina og mæta eigin þörfum. 5. Erfiðleikar með að hvíla í sjálfum sér og finna tilfinningum sínum heilbrigðan farveg. Þessi fimm höfuðeinkenni meðvirkni birtast í viðleitni manneskju til að reyna að stýra umhverfi sínu. Önnur einkenni, eins og að taka ábyrgð á tilfinningum annarra, eru algeng sem og erfiðleikar í nánum samböndum. Ofuráhersla á stjórnun og tilraunir til að breyta öðrum eru kannski þau einkenni sem best eru þekkt, en þau eiga oft við aðstandendur alkóhólista sem og fullorðin börn fíkla og alkóhólista. Meðvirkar manneskjur verða háðar því hvað öðrum finnst um þær. Vegna lágs sjálfsmats sækja þær óspart í samþykki útávið og finna þá aðeins fyrir mikilvægi sínu ef þeim er hrósað. Þær forðast það að rugga bátnum vegna ótta við að einhverjum mislíki þeirra gjörðir.Innra með sér er hin meðvirka manneskja að kljást við skömm og einmanaleika samhliða tilfinninguni fyrir því að vera ekki í lagi sem manneskja. Segja má að sá meðvirkir hafi í raun ekki neitt eigið sjálf, heldur stjórnist af umhverfi sínu eins og laufblað í vindi.Orsök meðvirkni má oftast nær rekja til uppeldis í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi hvers konar. Börn sem alast til að mynda upp við ofbeldi nota varnaraðferðir til að lifa af sársauka og ótta og þær aðferðir geta svo þróast í að verða meðvirkni. Meðvirkni eða stuðningur? Ástæðan fyrir því að ég hef verið að flækja það fyrir mér að kalla fólk, sem tekur upp hanskann fyrir ofbeldismenn og jafnvel gera þá að þolendum, gerendameðvirk er að ég horfi á orsaksamhengið meðvirkninnar. Horfi til hvaðan hún kemur og hvernig hún varð til líkt og ég fer yfir hér að ofan. Ég sá til dæmis engin framangreind einkenni meðvirkni í pistli þjóðþekktrar leikkonu, sem fór víða í sl. viku. Ég las pistilinn sem stuðningsyfirlýsingu við gerendur sem hafa upplifað útskúfun og gagnrýni á byltingar, baráttur og bylgjur á borð við MeToo. En auðvitað er svona lestur persónubundin túlkun hvers og eins. Þess má geta að þessi tilteknu skrif fengu svo mikinn stuðning í formi like-a, stuðning í athugasemdum og deilinga. Það er eðlilega sársaukafullt fyrir þolendur sem eru að kljást við afleiðingar ofbeldis sem þau hafa orðið fyrir að sjá gerendur ofbeldis fá svona ótvíræðan stuðning og í einhverjum tilfellum aumkun. Það sem þolendur eiga sameiginlegt er að þau vilja öll fá viðurkenningu á því að á þeim var brotið. Ég velti því fyrir mér hvort við getum alltaf kallað stuðning, af þessum toga, meðvirkni og þá án þess að vita hvaðan meðvirknin kemur og hvernig hún varð til?Hér er nefnilega oft um fólk sem tekur einfaldlega upplýsta ákvörðun um að vera gerendastyðjandi. Þurfum við ekki að fara að greina þar á milli? Höfundur er með diplómu í sálgæslufræðum á meistarastigi og baráttukona gegn ofbeldi *Heimild: Meðvirkni - orsakir, einkenni og úrræði eftir Pia Mellody 1989 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Kynferðisofbeldi Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið gerendameðvirkni hefur verið í mikilli notkun í umræðunni um ofbeldi á undanförnum misserum. Í MeToo-bylgjunni sem hófst fyrir um það bil ári síðan jókst orðanotkunin til muna - eða á sama tíma og við sáum þolendur nafngreina gerendur sína opinberlega. Margir hverjir eru þjóðþekktir einstaklingar og allir eiga þeir líka sitt net af aðstandendum. Við svona opinbera afhjúpun gerenda myndast hjá aðdáendum og aðstandendum þeirra einhverskonar togstreita sem þau svo tjá sig um á vettvangi fjölmiðla og samfélagsmiðla. Sú orðræða og umræða hefur verið kölluð gerendameðvirkni. Ég veit ekki hvort ég sé ein um það að hafa flækt það aðeins fyrir mér að nota orðið meðvirkni í þessu samhengi. Mig langar aðeins að fá að velta vöngum yfir þessu hugtaki hér í þessum pistli. Ég skilgreindi sjálfa mig sem meðvirka lengi vel og það var í samhengi þess að hafa alist upp við alkóhólisma og öryggisleysi. Ég sótti til að mynda fundi hjá 12 spora samtökunum AlAnon í mörg ár til að fá bata frá meðvirkni með ágætum árangri. Á sl. árum hef ég svo áttað mig á því hugtakið meðvirkni er skilgreint á mismunandi vegu og er mögulega ennþá að taka breytingum. Einnig er spurning um hversu vítt hugtakið skuli túlkað og hvort það sé hægt að greina meðvirkni sem sjúkdóm. Einkenni meðvirkni og hvernig verður hún til Fimm kjarnaeinkenni meðvirks einstaklings, samkvæmt Pia Mellody (1989)*, sem staðist hafa tímans tönn, eru eftirfarandi: 1. Erfiðleikar með að upplifa stöðugt og gott sjálfsmat 2. Erfiðleikar með að setja sér og öðrum mörk. 3. Erfiðleikar með að skilgreina og gangast við eigin upplifunum 4. Erfiðleikar með að skilgreina og mæta eigin þörfum. 5. Erfiðleikar með að hvíla í sjálfum sér og finna tilfinningum sínum heilbrigðan farveg. Þessi fimm höfuðeinkenni meðvirkni birtast í viðleitni manneskju til að reyna að stýra umhverfi sínu. Önnur einkenni, eins og að taka ábyrgð á tilfinningum annarra, eru algeng sem og erfiðleikar í nánum samböndum. Ofuráhersla á stjórnun og tilraunir til að breyta öðrum eru kannski þau einkenni sem best eru þekkt, en þau eiga oft við aðstandendur alkóhólista sem og fullorðin börn fíkla og alkóhólista. Meðvirkar manneskjur verða háðar því hvað öðrum finnst um þær. Vegna lágs sjálfsmats sækja þær óspart í samþykki útávið og finna þá aðeins fyrir mikilvægi sínu ef þeim er hrósað. Þær forðast það að rugga bátnum vegna ótta við að einhverjum mislíki þeirra gjörðir.Innra með sér er hin meðvirka manneskja að kljást við skömm og einmanaleika samhliða tilfinninguni fyrir því að vera ekki í lagi sem manneskja. Segja má að sá meðvirkir hafi í raun ekki neitt eigið sjálf, heldur stjórnist af umhverfi sínu eins og laufblað í vindi.Orsök meðvirkni má oftast nær rekja til uppeldis í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi hvers konar. Börn sem alast til að mynda upp við ofbeldi nota varnaraðferðir til að lifa af sársauka og ótta og þær aðferðir geta svo þróast í að verða meðvirkni. Meðvirkni eða stuðningur? Ástæðan fyrir því að ég hef verið að flækja það fyrir mér að kalla fólk, sem tekur upp hanskann fyrir ofbeldismenn og jafnvel gera þá að þolendum, gerendameðvirk er að ég horfi á orsaksamhengið meðvirkninnar. Horfi til hvaðan hún kemur og hvernig hún varð til líkt og ég fer yfir hér að ofan. Ég sá til dæmis engin framangreind einkenni meðvirkni í pistli þjóðþekktrar leikkonu, sem fór víða í sl. viku. Ég las pistilinn sem stuðningsyfirlýsingu við gerendur sem hafa upplifað útskúfun og gagnrýni á byltingar, baráttur og bylgjur á borð við MeToo. En auðvitað er svona lestur persónubundin túlkun hvers og eins. Þess má geta að þessi tilteknu skrif fengu svo mikinn stuðning í formi like-a, stuðning í athugasemdum og deilinga. Það er eðlilega sársaukafullt fyrir þolendur sem eru að kljást við afleiðingar ofbeldis sem þau hafa orðið fyrir að sjá gerendur ofbeldis fá svona ótvíræðan stuðning og í einhverjum tilfellum aumkun. Það sem þolendur eiga sameiginlegt er að þau vilja öll fá viðurkenningu á því að á þeim var brotið. Ég velti því fyrir mér hvort við getum alltaf kallað stuðning, af þessum toga, meðvirkni og þá án þess að vita hvaðan meðvirknin kemur og hvernig hún varð til?Hér er nefnilega oft um fólk sem tekur einfaldlega upplýsta ákvörðun um að vera gerendastyðjandi. Þurfum við ekki að fara að greina þar á milli? Höfundur er með diplómu í sálgæslufræðum á meistarastigi og baráttukona gegn ofbeldi *Heimild: Meðvirkni - orsakir, einkenni og úrræði eftir Pia Mellody 1989
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar