„Þetta er inflúensuveira sem getur stökkbreyst mjög auðveldlega” Sunna Valgerðardóttir skrifar 20. apríl 2022 22:31 Sigurborg segir að við eigum að klappa okkur á bakið þegar hlutirnir eru vel gerðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirdýralæknir segir alvarlegt ef smit af skæðu fuglaflensuafbrigði berst inn á alifuglabú. Veiran getur drepið fugla á tveimur dögum. Heimilishænsn eru fyrstu heimilisdýrin á Íslandi sem hafa greinst með veiruna. MAST hefur útbúið kort sem sýnir útbreiðslu smita og sýna sem hafa verið tekin. Dauðar heimilishænur reyndust smitaðar Fuglaflensa greindist í hænum á Skeiðum um miðjan apríl. Sjúkdómurinn hafði greinst þar í dauðum hrafni nokkrum dögum áður. Alls hafa fjórir villtir fuglar greinst með sjúkdóminn, þar á meðal haförn sem fannst í fyrrahaust. Hann er sá eini sem hefur verið fullgreindur og reyndist hann vera með mjög banvænt og smitandi afbrigði, H5N1, sem hefur aldrei greinst áður hér. Á nýju vefsvæði Matvælastofnunar má sjá útbreiðslu smita og þeirra sýna sem hafa verið tekin. Kortið er uppfært eftir því sem ný sýni berast. Hefur áhyggjur af alifuglabúunum Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir flest benda til að allir fuglarnir hafi sama afbrigðið. „Þegar þetta kemst inn í alifuglabú, sem eru viðkvæmir fyrir smiti, þar er fjöldinn mikill og þéttleikinn mikill þá magnast smitið upp, útbreiðslan verður mjög hröð og það verður mikill dauði á skömmum tíma.” „Það eru stóru áhyggjurnar. Ef það gerist þá þarf að aflífa allan hópinn, ekki bara í húsinu heldur á öllu búinu,” segir Sigurborg. Hefur enn ekki borist í menn Hún brýnir sóttvarnir fyrir alifuglabændum, en sjúkdómurinn getur drepið fuglana á tveimur dögum. Fuglaflensan smitast með snertingu og hefur til þessa ekki mikið smitast yfir í önnur dýr. „En alltaf skal maður hafa varann á. Þetta er inflúensuveira sem getur stökkbreyst mjög auðveldlega.” Ef fólk finnur dauðan fugl, á að láta hann algjörlega vera, taka niður hnitin með símanum og tilkynna MAST um fuglinn á heimasíðunni. Fuglar Heilbrigðismál Umhverfismál Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fuglaflensa staðfest í hænunum á Skeiðum Fuglaflensan hefur nú greinst í heimilishænum en sýni voru tekin úr hænum á bænum Reykjum á Skeiðum í síðustu viku. Tilkynnt var um það síðastliðinn föstudag að fuglaflensa hefði greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í hrafni sem fannst dauður á Skeiðum. Þá var sterkur grunur um að hænurnar á Skeiðum væru smitaðar sem hefur nú verið staðfest. 19. apríl 2022 18:27 Landsmenn hugi að sóttvörnum Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla. 18. apríl 2022 13:00 Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36 Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Dauðar heimilishænur reyndust smitaðar Fuglaflensa greindist í hænum á Skeiðum um miðjan apríl. Sjúkdómurinn hafði greinst þar í dauðum hrafni nokkrum dögum áður. Alls hafa fjórir villtir fuglar greinst með sjúkdóminn, þar á meðal haförn sem fannst í fyrrahaust. Hann er sá eini sem hefur verið fullgreindur og reyndist hann vera með mjög banvænt og smitandi afbrigði, H5N1, sem hefur aldrei greinst áður hér. Á nýju vefsvæði Matvælastofnunar má sjá útbreiðslu smita og þeirra sýna sem hafa verið tekin. Kortið er uppfært eftir því sem ný sýni berast. Hefur áhyggjur af alifuglabúunum Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir flest benda til að allir fuglarnir hafi sama afbrigðið. „Þegar þetta kemst inn í alifuglabú, sem eru viðkvæmir fyrir smiti, þar er fjöldinn mikill og þéttleikinn mikill þá magnast smitið upp, útbreiðslan verður mjög hröð og það verður mikill dauði á skömmum tíma.” „Það eru stóru áhyggjurnar. Ef það gerist þá þarf að aflífa allan hópinn, ekki bara í húsinu heldur á öllu búinu,” segir Sigurborg. Hefur enn ekki borist í menn Hún brýnir sóttvarnir fyrir alifuglabændum, en sjúkdómurinn getur drepið fuglana á tveimur dögum. Fuglaflensan smitast með snertingu og hefur til þessa ekki mikið smitast yfir í önnur dýr. „En alltaf skal maður hafa varann á. Þetta er inflúensuveira sem getur stökkbreyst mjög auðveldlega.” Ef fólk finnur dauðan fugl, á að láta hann algjörlega vera, taka niður hnitin með símanum og tilkynna MAST um fuglinn á heimasíðunni.
Fuglar Heilbrigðismál Umhverfismál Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fuglaflensa staðfest í hænunum á Skeiðum Fuglaflensan hefur nú greinst í heimilishænum en sýni voru tekin úr hænum á bænum Reykjum á Skeiðum í síðustu viku. Tilkynnt var um það síðastliðinn föstudag að fuglaflensa hefði greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í hrafni sem fannst dauður á Skeiðum. Þá var sterkur grunur um að hænurnar á Skeiðum væru smitaðar sem hefur nú verið staðfest. 19. apríl 2022 18:27 Landsmenn hugi að sóttvörnum Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla. 18. apríl 2022 13:00 Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36 Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Fuglaflensa staðfest í hænunum á Skeiðum Fuglaflensan hefur nú greinst í heimilishænum en sýni voru tekin úr hænum á bænum Reykjum á Skeiðum í síðustu viku. Tilkynnt var um það síðastliðinn föstudag að fuglaflensa hefði greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í hrafni sem fannst dauður á Skeiðum. Þá var sterkur grunur um að hænurnar á Skeiðum væru smitaðar sem hefur nú verið staðfest. 19. apríl 2022 18:27
Landsmenn hugi að sóttvörnum Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla. 18. apríl 2022 13:00
Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36
Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32