Gleðilegt sumar! Lögum það sem er bilað í borginni Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 21. apríl 2022 09:00 Stefna sósíalista í borginni er sáraeinföld. Það er vegna þess að hún hefur ekkert að fela. Hún er hrein og bein og sönn. Sósíalismi er hugsjón sem byggir á skýrri réttlætiskennd um að allir séu jafnir. Að allir eigi að geta lifað góðu og innihaldsríku lífi. Sósíalistar skammast sín ekkert fyrir að dreyma um borg þar sem allir geti verið glaðir. Og góðir vinir. Hvernig látum við þann draum rætast? Bilað á að laga Þegar eitthvað er bilað þá finnum við hvað er að og lögum það. Í samfélaginu okkar finnum við það sem er bilað hjá því fólki sem er fátækt, kúgað og valdalítið. Þar er mesta sorgin og baslið, kvíðinn og depurðin. Það þarf að laga stöðu þessa fólks. Hún er meinsemd í samfélaginu. Þetta er forgangsverk sósíalista. Leiðin til að bæta borgina er að laga það sem er bilað. Byrjum þar. Hjá þeim sem búa við mesta óréttlætið. Ef við lögum ekki það sem er bilað verður borgin okkar aldrei góð. Við eigum ekki að fela eða reyna að þagga niður það sem er að, heldur ganga glöð til þess að laga meinsemdina. Þannig bætum við borgina. Með því að laga það sem er bilað. Fólkið á að ráða Fólk veit best hvað það vill bæta í eigin lífi. Þess vegna vilja sósíalistar að fólkið fái að ráða. Hver veit best hvernig á að bæta strætó? Það er fólkið sem ferðast með strætó og keyrir strætó. Hver veit best hvernig bæta á stöðu hinna fátæku og bjargarlausu? Það er fólkið sem er fátækt og bjargarlaust. Hver veit best hvað á að vera í matinn í skólanum? Jú, auðvitað börnin sem munu borða matinn. Sósíalistar trúa að allir séu jafnir. Líka þau sem búa við mestan ójöfnuð og engan rétt. Það er ekki hægt að laga ójöfnuðinn nema laga fyrst valdaleysið. Sósíalistar vita að leiðin að réttlátu samfélagi er að gefa hinum valdalausu vald, leyfa þeim að ráða sem mestu um eigið líf. Og það bætir ekki bara líf hinna fátæku og valdalausu, heldur bætir það allt samfélagið. Það skerðir líf okkar allra þegar stórum hópum fólks er haldið niðri. Lyftum þeim upp og þá mun líf okkar allra batna. Það verða fleiri sem hjálpast að við að gera borgina betri. Borgin á að byggja Það er húsnæðiskreppa í Reykjavík. Íbúðir eru allt of dýrar og húsaleiga allt of há. Fyrir margt fólk er húsnæðiskostnaður helsta ástæða þess að það á ekki fyrir nauðsynjum, neitar sér um læknishjálp og getur ekki veitt börnunum sínum það sem foreldrar vita að börnin eiga skilið. Húsnæðisvandinn er skuggi í lífi marga og hann er skömm borgarinnar. Sósíalistar vilja að borgin byggi sjálf íbúðir þar til húsnæðisvandinn er horfinn. Sósíalistar eru ekki vitlausir, þeir eru fyrir löngu búnir að fatta að hinn svokallaði markaður mun ekki leysa húsnæðisvandann. Húsaleigan rýkur bara upp og fasteignaverð hækkar. Braskarar og verktakar græða en húsnæðisvandi fólks lagast ekkert. Um allan heim og um langan aldur hafa sveitarfélög byggt húsnæði til að tryggja að húsnæðiskreppan nái ekki að eyðileggja borgirnar. Það á Reykjavík að gera. Auðvitað, við eigum að laga það sem er bilað. Ríkir eiga að borga Fyrir nokkrum árum var lögum breytt svo að fólk sem vinnur ekki heldur lifir af eignum sínum, lætur peningana vinna fyrir sig, þyrfti ekki að borga útsvar til sveitarfélaga. Þetta er ljótt. Auðvitað á ríkasta fólkið að borga útsvar til borgarinnar eins og allir aðrir. Þetta er bara eitt dæmi um hvað stjórnvöld hafa gert á síðustu áratugum til að flytja fé frá almenningi til hinna ríku. Það er búið að snúa samfélaginu á hvolf. Nú eru hin fátæku alltaf að hjálpa hinum ríku og styrkja þau. Og hin ríku að koma sér undan því að styðja hin fátæku, veiku og þjáðu. Ástæðan er að hin ríku ráða of miklu en hin fátækari of litlu. Svoleiðis þjóðfélag kallast auðræði, þar sem auðurinn ræður mestu. Sósíalistar vilja ekki slíkt samfélag heldur lýðræði. Í lýðræði ræður lýðurinn, almenningur, ég og þú, hvernig samfélagið verður. Sumarið mun koma Ójöfnuður veldur því að hin ríku geta ráðið miklu. Það býr til valdaójafnvægi. Sem aftur tryggir hinum ríku meiri auð og þá aftur meiri völd. Eina leiðin sem almenningur hefur til að berjast gegn þessu er samtakamáttur fjöldans. Það kennir sagan okkur. Í vor verður kosið til borgarstjórnar og þar getur þú kosið lista sósíalista. Kosið að það verði lagað sem er bilað. Kosið að fólk fái að ráða, að borgin muni byggja og að hin ríku þurfi að borga. Vonandi kjósa sem flestir sósíalista. Vonandi vorar vel í Reykjavík og á eftir fylgi langt og indælt sumar. Megir þú og þitt fólk eiga gleðilegt sumar. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Sjá meira
Stefna sósíalista í borginni er sáraeinföld. Það er vegna þess að hún hefur ekkert að fela. Hún er hrein og bein og sönn. Sósíalismi er hugsjón sem byggir á skýrri réttlætiskennd um að allir séu jafnir. Að allir eigi að geta lifað góðu og innihaldsríku lífi. Sósíalistar skammast sín ekkert fyrir að dreyma um borg þar sem allir geti verið glaðir. Og góðir vinir. Hvernig látum við þann draum rætast? Bilað á að laga Þegar eitthvað er bilað þá finnum við hvað er að og lögum það. Í samfélaginu okkar finnum við það sem er bilað hjá því fólki sem er fátækt, kúgað og valdalítið. Þar er mesta sorgin og baslið, kvíðinn og depurðin. Það þarf að laga stöðu þessa fólks. Hún er meinsemd í samfélaginu. Þetta er forgangsverk sósíalista. Leiðin til að bæta borgina er að laga það sem er bilað. Byrjum þar. Hjá þeim sem búa við mesta óréttlætið. Ef við lögum ekki það sem er bilað verður borgin okkar aldrei góð. Við eigum ekki að fela eða reyna að þagga niður það sem er að, heldur ganga glöð til þess að laga meinsemdina. Þannig bætum við borgina. Með því að laga það sem er bilað. Fólkið á að ráða Fólk veit best hvað það vill bæta í eigin lífi. Þess vegna vilja sósíalistar að fólkið fái að ráða. Hver veit best hvernig á að bæta strætó? Það er fólkið sem ferðast með strætó og keyrir strætó. Hver veit best hvernig bæta á stöðu hinna fátæku og bjargarlausu? Það er fólkið sem er fátækt og bjargarlaust. Hver veit best hvað á að vera í matinn í skólanum? Jú, auðvitað börnin sem munu borða matinn. Sósíalistar trúa að allir séu jafnir. Líka þau sem búa við mestan ójöfnuð og engan rétt. Það er ekki hægt að laga ójöfnuðinn nema laga fyrst valdaleysið. Sósíalistar vita að leiðin að réttlátu samfélagi er að gefa hinum valdalausu vald, leyfa þeim að ráða sem mestu um eigið líf. Og það bætir ekki bara líf hinna fátæku og valdalausu, heldur bætir það allt samfélagið. Það skerðir líf okkar allra þegar stórum hópum fólks er haldið niðri. Lyftum þeim upp og þá mun líf okkar allra batna. Það verða fleiri sem hjálpast að við að gera borgina betri. Borgin á að byggja Það er húsnæðiskreppa í Reykjavík. Íbúðir eru allt of dýrar og húsaleiga allt of há. Fyrir margt fólk er húsnæðiskostnaður helsta ástæða þess að það á ekki fyrir nauðsynjum, neitar sér um læknishjálp og getur ekki veitt börnunum sínum það sem foreldrar vita að börnin eiga skilið. Húsnæðisvandinn er skuggi í lífi marga og hann er skömm borgarinnar. Sósíalistar vilja að borgin byggi sjálf íbúðir þar til húsnæðisvandinn er horfinn. Sósíalistar eru ekki vitlausir, þeir eru fyrir löngu búnir að fatta að hinn svokallaði markaður mun ekki leysa húsnæðisvandann. Húsaleigan rýkur bara upp og fasteignaverð hækkar. Braskarar og verktakar græða en húsnæðisvandi fólks lagast ekkert. Um allan heim og um langan aldur hafa sveitarfélög byggt húsnæði til að tryggja að húsnæðiskreppan nái ekki að eyðileggja borgirnar. Það á Reykjavík að gera. Auðvitað, við eigum að laga það sem er bilað. Ríkir eiga að borga Fyrir nokkrum árum var lögum breytt svo að fólk sem vinnur ekki heldur lifir af eignum sínum, lætur peningana vinna fyrir sig, þyrfti ekki að borga útsvar til sveitarfélaga. Þetta er ljótt. Auðvitað á ríkasta fólkið að borga útsvar til borgarinnar eins og allir aðrir. Þetta er bara eitt dæmi um hvað stjórnvöld hafa gert á síðustu áratugum til að flytja fé frá almenningi til hinna ríku. Það er búið að snúa samfélaginu á hvolf. Nú eru hin fátæku alltaf að hjálpa hinum ríku og styrkja þau. Og hin ríku að koma sér undan því að styðja hin fátæku, veiku og þjáðu. Ástæðan er að hin ríku ráða of miklu en hin fátækari of litlu. Svoleiðis þjóðfélag kallast auðræði, þar sem auðurinn ræður mestu. Sósíalistar vilja ekki slíkt samfélag heldur lýðræði. Í lýðræði ræður lýðurinn, almenningur, ég og þú, hvernig samfélagið verður. Sumarið mun koma Ójöfnuður veldur því að hin ríku geta ráðið miklu. Það býr til valdaójafnvægi. Sem aftur tryggir hinum ríku meiri auð og þá aftur meiri völd. Eina leiðin sem almenningur hefur til að berjast gegn þessu er samtakamáttur fjöldans. Það kennir sagan okkur. Í vor verður kosið til borgarstjórnar og þar getur þú kosið lista sósíalista. Kosið að það verði lagað sem er bilað. Kosið að fólk fái að ráða, að borgin muni byggja og að hin ríku þurfi að borga. Vonandi kjósa sem flestir sósíalista. Vonandi vorar vel í Reykjavík og á eftir fylgi langt og indælt sumar. Megir þú og þitt fólk eiga gleðilegt sumar. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórnarkosningum.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar