Draumlaus maður uppsker aðeins hversdagsleikann: Um menningarmöguleika í sveitarfélaginu Árborg Jón Özur Snorrason og Pétur Már Guðmundsson skrifa 21. apríl 2022 14:01 Menning er jafn mikilvæg og matur stendur í óskrifaðri bók. En til þess að svo verði þarf að metta grunnþarfirnar fyrst. Sjá til þess að allir hafi í sig og á og jafna möguleika. Gæta jafnréttis og réttlætis á öllum sviðum samfélagsins. Þess vegna er öflugt velferðakerfi forsenda öflugs menningarlífs enda hefur menning verið skilgreind sem lífsmynstur heilla samfélaga. Fárfesting í menningarstarfsemi er einhver sú gjöfulasta og arðvænlegasta fjárfesting sem sveitarfélög geta lagt í. Það hafa til að mynda rannsóknir Ágústar Einarssonar prófessors sýnt. Fjölbreytt menningarstarfsemi eykur lífsgæði fólks og vekur ánægju og gleði, fyllir upp í eyður hversdagsins, dýpkar hugsanir og slær á fordóma. Menningarstarf er þó að miklu leyti sjálfsprottið og unnið að frumkvæði einstaklinga en slík starfsemi þarfnast velvilja og fjárhagslegs stuðnings opinbera aðila svo hún haldi velli og eflist. Í sveitarfélaginu Árborg er margt vel gert í menningarmálum. Má í því sambandi nefna bæjarhátíðirnar Vor í Árborg og Kótilettuna og ekki síður starfsemi bókasafnsins sem er menningarstofnun. Enda er gróska á á svæðinu og sprotar víða. Einstaklingar og félög um allar koppagrundir að skapa spennandi verkefni, starfrækja gallerí, halda sýningar, standa fyrir uppákomum, reka markaði, og stuðla að öflugu leikhúslífi og tónlistarstarfi svo nokkuð sé nefnt. Bakkastofa og Bókabæir, Brimrót og Haustgildi, Konubókastofa og kórastarf í margvíslegri mynd og meira að segja skilar starfsemi Gullkistunnar á Laugarvatni sér inn í sveitarfélagið. Samvinna í þessum efnum er lykilorðið og fyrir henni stöndum við í Vinstri grænum. Það má aldrei líta á menningarmál sem vandamál frekar sem tækifæri til að auðga mannlífið. Sveitarfélög þurfa þess vegna að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum. Í því sambandi er hægt að líta til annarra sem hafa náð að merkja sig öflugri menningarstarfsemi eins og Ísafjörð, Seyðisfjörð, Stöðvarfjörð og Akureyri með öflugu starfi Gilfélagsins. Menningarstarfsemi má heldur aldrei verða of staðbundin. Hún þarf að vera alþjóðleg í hugsun því þá eflist sérstaða hins staðbundna. Skáldsagan af Bjarti í Sumarhúsum er mjög staðbundin saga, bundin íhaldsömu og grimmu bændasamfélagi - en af því að hún er sögð á alþjóðlegan hátt - skilja hana allir hvort sem þeir búa í New York eða á Grenivík. Annað alþjóðlegt ljós á menningarstarfsemi eru styrkveitingar sem mögulegar eru úr erlendum sjóðum. Í gegnum norrænt samstarf er menning studd og styrkt vitandi að fjárfesting í þeirri starfsemi skilar sér margfalt til baka, fjárhagslega en líka í ímynd, orðspori og lífsgæðum. Þetta er eitt af því sem við í Vinstri grænum viljum efla í sveitarfélaginu Árborg komumst við til áhrifa. Við myndum byrja á því að skilgreina menningarstarfsemina sem fyrir er, styrkleika hennar og veikleika, sjá í hverju fjölbreytileiki hennar og möguleikar eru fólgnir - og síðan laða að okkur menningartengd verkefni. Árborg þarf því að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum, í senn raunhæf og líka óraunhæf (því ekkert fær staðist stóra drauma). Þeir rætast ekki nema menn eigi sér drauma. Draumlaus maður uppsker aðeins hversdagsleikann. Hér mætti nefna sýningarsal fyrir myndlist, tónleikasal, stærra leiksvið fyrir eitt fremsta áhugleikfélag landsins, myndlistarskóla, listasmiðjur (og ritsmiðjur) fyrir aldraða, fullorðna, grunn- og leikskólanemendur, lista- og bókmenntahátíð, menningarfélag sem hægt væri að stofna og síðast en ekki síst Barnabókastofu - en sveitarfélaginu hefur boðist að reka að hluta slíka starfsemi - í gegnum Bókabæina austanfjalls - með gjöf á stærsta barnabókasafni landsins - en því erindi hefur aldrei verið svarað. Blásum í lúðra, sláum og strjúkum strengina og klöppum í takt eins og gert er í einum besta tónlistarskóla landsins sem staðsettur er í sveitarfélaginu Árborg. GÖNGUM LENGRA. Höfundar skipa 3. og 6. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Menning Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Menning er jafn mikilvæg og matur stendur í óskrifaðri bók. En til þess að svo verði þarf að metta grunnþarfirnar fyrst. Sjá til þess að allir hafi í sig og á og jafna möguleika. Gæta jafnréttis og réttlætis á öllum sviðum samfélagsins. Þess vegna er öflugt velferðakerfi forsenda öflugs menningarlífs enda hefur menning verið skilgreind sem lífsmynstur heilla samfélaga. Fárfesting í menningarstarfsemi er einhver sú gjöfulasta og arðvænlegasta fjárfesting sem sveitarfélög geta lagt í. Það hafa til að mynda rannsóknir Ágústar Einarssonar prófessors sýnt. Fjölbreytt menningarstarfsemi eykur lífsgæði fólks og vekur ánægju og gleði, fyllir upp í eyður hversdagsins, dýpkar hugsanir og slær á fordóma. Menningarstarf er þó að miklu leyti sjálfsprottið og unnið að frumkvæði einstaklinga en slík starfsemi þarfnast velvilja og fjárhagslegs stuðnings opinbera aðila svo hún haldi velli og eflist. Í sveitarfélaginu Árborg er margt vel gert í menningarmálum. Má í því sambandi nefna bæjarhátíðirnar Vor í Árborg og Kótilettuna og ekki síður starfsemi bókasafnsins sem er menningarstofnun. Enda er gróska á á svæðinu og sprotar víða. Einstaklingar og félög um allar koppagrundir að skapa spennandi verkefni, starfrækja gallerí, halda sýningar, standa fyrir uppákomum, reka markaði, og stuðla að öflugu leikhúslífi og tónlistarstarfi svo nokkuð sé nefnt. Bakkastofa og Bókabæir, Brimrót og Haustgildi, Konubókastofa og kórastarf í margvíslegri mynd og meira að segja skilar starfsemi Gullkistunnar á Laugarvatni sér inn í sveitarfélagið. Samvinna í þessum efnum er lykilorðið og fyrir henni stöndum við í Vinstri grænum. Það má aldrei líta á menningarmál sem vandamál frekar sem tækifæri til að auðga mannlífið. Sveitarfélög þurfa þess vegna að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum. Í því sambandi er hægt að líta til annarra sem hafa náð að merkja sig öflugri menningarstarfsemi eins og Ísafjörð, Seyðisfjörð, Stöðvarfjörð og Akureyri með öflugu starfi Gilfélagsins. Menningarstarfsemi má heldur aldrei verða of staðbundin. Hún þarf að vera alþjóðleg í hugsun því þá eflist sérstaða hins staðbundna. Skáldsagan af Bjarti í Sumarhúsum er mjög staðbundin saga, bundin íhaldsömu og grimmu bændasamfélagi - en af því að hún er sögð á alþjóðlegan hátt - skilja hana allir hvort sem þeir búa í New York eða á Grenivík. Annað alþjóðlegt ljós á menningarstarfsemi eru styrkveitingar sem mögulegar eru úr erlendum sjóðum. Í gegnum norrænt samstarf er menning studd og styrkt vitandi að fjárfesting í þeirri starfsemi skilar sér margfalt til baka, fjárhagslega en líka í ímynd, orðspori og lífsgæðum. Þetta er eitt af því sem við í Vinstri grænum viljum efla í sveitarfélaginu Árborg komumst við til áhrifa. Við myndum byrja á því að skilgreina menningarstarfsemina sem fyrir er, styrkleika hennar og veikleika, sjá í hverju fjölbreytileiki hennar og möguleikar eru fólgnir - og síðan laða að okkur menningartengd verkefni. Árborg þarf því að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum, í senn raunhæf og líka óraunhæf (því ekkert fær staðist stóra drauma). Þeir rætast ekki nema menn eigi sér drauma. Draumlaus maður uppsker aðeins hversdagsleikann. Hér mætti nefna sýningarsal fyrir myndlist, tónleikasal, stærra leiksvið fyrir eitt fremsta áhugleikfélag landsins, myndlistarskóla, listasmiðjur (og ritsmiðjur) fyrir aldraða, fullorðna, grunn- og leikskólanemendur, lista- og bókmenntahátíð, menningarfélag sem hægt væri að stofna og síðast en ekki síst Barnabókastofu - en sveitarfélaginu hefur boðist að reka að hluta slíka starfsemi - í gegnum Bókabæina austanfjalls - með gjöf á stærsta barnabókasafni landsins - en því erindi hefur aldrei verið svarað. Blásum í lúðra, sláum og strjúkum strengina og klöppum í takt eins og gert er í einum besta tónlistarskóla landsins sem staðsettur er í sveitarfélaginu Árborg. GÖNGUM LENGRA. Höfundar skipa 3. og 6. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun