Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. apríl 2022 22:59 Foreldrar Madeleine, Kate og Gerry McCann, lágu fyrst undir grun. EPA/Facundo Arrizabalaga Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007. AFP greindi upprunalega frá því í kvöld að maðurinn hafi verið ákærður en það reyndist síðar ekki rétt. Að því er kemur fram í frétt Reuters var maðurinn ekki nafngreindur en það voru þýsk yfirvöld sem bentu þeim portúgölsku á að karlmaðurinn væri grunaður. Lögreglan í Þýskalandi greindi frá því sumarið 2020 að maður að nafni Christian Brueckner, væri grunaður í tengslum við málið og að hann hafi líklega orðið Madeleine að bana. Portúgölsk yfirvöld voru þó ekki tilbúin til að fullyrða að Madeleine væri látin og rannsökuðu málið enn sem mannshvarf. Út frá þeim upplýsingum sem saksóknarar í Portúgal gáfu frá sér í dag má álykta að maðurinn sem hefur nú verið ákærður sé hinn 45 ára gamli Brueckner en Madeleine hvarf sporlaust úr íbúð foreldra sinna í Portúgal þann þriðja maí 2007. Á þeim tíma bjó Brueckner á svæðinu en hann var þekktur innbrotsþjófur og barnaníðingur. Lögreglan í Þýskalandi telur að hann hafi brotist inn í íbúðina þar sem Madeleine var og myrt hana skömmu síðar en hann er einnig grunaður um aðild í öðrum málum þar sem ung börn hafa horfið. Brueckner situr nú í fangelsi í Þýskalandi fyrir nauðgun en hann neitar að hann tengist máli McCann. Guardian hefur það eftir lögmanni hans að hann hafi þó ekki verið ákærður. Madeleine McCann Portúgal Þýskaland Tengdar fréttir Leit í skógi í Þýskalandi tengist hvarfi McCann Hópur lögregluþjóna hóf í gær leit á lóð í Hanover í Þýskalandi og er leitin sögð tengjast hvarfi Madeleine McCan 28. júlí 2020 13:34 Sá grunaði í máli Madeleine talinn tengjast nauðgun frá 2004 Lögreglan í Portúgal rannsakar nú hvort maður sem hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann geti einnig tengst nauðgun á Algarve í Portúgal, þremur árum fyrir hvarf Madeleine. 22. júlí 2020 23:43 Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59 Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5. júní 2020 14:11 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
AFP greindi upprunalega frá því í kvöld að maðurinn hafi verið ákærður en það reyndist síðar ekki rétt. Að því er kemur fram í frétt Reuters var maðurinn ekki nafngreindur en það voru þýsk yfirvöld sem bentu þeim portúgölsku á að karlmaðurinn væri grunaður. Lögreglan í Þýskalandi greindi frá því sumarið 2020 að maður að nafni Christian Brueckner, væri grunaður í tengslum við málið og að hann hafi líklega orðið Madeleine að bana. Portúgölsk yfirvöld voru þó ekki tilbúin til að fullyrða að Madeleine væri látin og rannsökuðu málið enn sem mannshvarf. Út frá þeim upplýsingum sem saksóknarar í Portúgal gáfu frá sér í dag má álykta að maðurinn sem hefur nú verið ákærður sé hinn 45 ára gamli Brueckner en Madeleine hvarf sporlaust úr íbúð foreldra sinna í Portúgal þann þriðja maí 2007. Á þeim tíma bjó Brueckner á svæðinu en hann var þekktur innbrotsþjófur og barnaníðingur. Lögreglan í Þýskalandi telur að hann hafi brotist inn í íbúðina þar sem Madeleine var og myrt hana skömmu síðar en hann er einnig grunaður um aðild í öðrum málum þar sem ung börn hafa horfið. Brueckner situr nú í fangelsi í Þýskalandi fyrir nauðgun en hann neitar að hann tengist máli McCann. Guardian hefur það eftir lögmanni hans að hann hafi þó ekki verið ákærður.
Madeleine McCann Portúgal Þýskaland Tengdar fréttir Leit í skógi í Þýskalandi tengist hvarfi McCann Hópur lögregluþjóna hóf í gær leit á lóð í Hanover í Þýskalandi og er leitin sögð tengjast hvarfi Madeleine McCan 28. júlí 2020 13:34 Sá grunaði í máli Madeleine talinn tengjast nauðgun frá 2004 Lögreglan í Portúgal rannsakar nú hvort maður sem hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann geti einnig tengst nauðgun á Algarve í Portúgal, þremur árum fyrir hvarf Madeleine. 22. júlí 2020 23:43 Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59 Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5. júní 2020 14:11 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Leit í skógi í Þýskalandi tengist hvarfi McCann Hópur lögregluþjóna hóf í gær leit á lóð í Hanover í Þýskalandi og er leitin sögð tengjast hvarfi Madeleine McCan 28. júlí 2020 13:34
Sá grunaði í máli Madeleine talinn tengjast nauðgun frá 2004 Lögreglan í Portúgal rannsakar nú hvort maður sem hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann geti einnig tengst nauðgun á Algarve í Portúgal, þremur árum fyrir hvarf Madeleine. 22. júlí 2020 23:43
Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59
Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5. júní 2020 14:11
Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13