Hlakkar til að spila á troðfullum Nývangi: „Þetta er klikkað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2022 11:31 Sveindís Jane Jónsdóttir settist niður með blaðamanni Vísis í Prag þar sem íslenska kvennalandsliðið dvaldi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM. stöð 2 sport Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að spila á hinum sögufræga Nývangi. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Þetta er annar leikur Börsunga á Nývangi í Meistaradeildinni. Uppselt var á leikinn gegn erkifjendunum í Real Madrid í átta liða úrslitunum og allir miðar á leikinn gegn Wolfsburg seldust líka upp. „Þetta er klikkað. Ég hef reyndar ekki pælt mikið í þessu akkúrat núna en þetta er vá, geðveikt,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi á dögunum. „Ég er auðvitað ótrúlega ánægð með þetta og liðið er spennt. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Það er geðveikt að þetta sé komið svona langt í kvennaboltanum, að það séu svona margir áhorfendur spenntir fyrir þessum leik.“ Klippa: Sveindís um leikinn á Nývangi Sveindís samdi við Wolfsburg í desember 2020 en lék með Kristianstad í Svíþjóð á láni á síðasta tímabili. Hún sneri aftur til Wolfsburg í vetur og hefur farið vel af stað með liðinu. „Þetta hefur gengið frábærlega hjá liðinu sem heild, við erum að spila vel og vinnum flesta leiki. Ég er mjög ánægð,“ sagði Sveindís. Hún bjóst ekki við að fá jafn stórt hlutverk með Wolfsburg og hún hefur fengið í vetur. Hugsaði þetta sem aðlögunartímabil „Já, ég get sagt. Ég spila meira en ég bjóst við sem er geggjað. Ég hugsaði þetta tímabil til að koma mér inn í hlutina og læra á stílinn, hvernig þær spila. Ég hef fengið þónokkuð margar mínútur sem ég er ánægð með,“ sagði Sveindís. Klippa: Sveindís um byrjunina hjá Wolfsburg Hún átti stóran þátt í að Wolfsburg sló Arsenal út í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Í seinni leiknum í Þýskalandi kom Sveindís með beinum hætti að báðum mörkum Wolfsburg. Þýska liðið vann einvígið, 3-1 samanlagt. „Það var geggjað. Ég var mjög sátt við þann leik og að fá að byrja inn á. Það var frábært og stoðsendingarnar geggjaðar þannig ég er mjög sátt.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5hC-a3iUNmU">watch on YouTube</a> Leikur Barcelona og Wolfsburg hefst klukkan 16:45. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Þetta er annar leikur Börsunga á Nývangi í Meistaradeildinni. Uppselt var á leikinn gegn erkifjendunum í Real Madrid í átta liða úrslitunum og allir miðar á leikinn gegn Wolfsburg seldust líka upp. „Þetta er klikkað. Ég hef reyndar ekki pælt mikið í þessu akkúrat núna en þetta er vá, geðveikt,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi á dögunum. „Ég er auðvitað ótrúlega ánægð með þetta og liðið er spennt. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Það er geðveikt að þetta sé komið svona langt í kvennaboltanum, að það séu svona margir áhorfendur spenntir fyrir þessum leik.“ Klippa: Sveindís um leikinn á Nývangi Sveindís samdi við Wolfsburg í desember 2020 en lék með Kristianstad í Svíþjóð á láni á síðasta tímabili. Hún sneri aftur til Wolfsburg í vetur og hefur farið vel af stað með liðinu. „Þetta hefur gengið frábærlega hjá liðinu sem heild, við erum að spila vel og vinnum flesta leiki. Ég er mjög ánægð,“ sagði Sveindís. Hún bjóst ekki við að fá jafn stórt hlutverk með Wolfsburg og hún hefur fengið í vetur. Hugsaði þetta sem aðlögunartímabil „Já, ég get sagt. Ég spila meira en ég bjóst við sem er geggjað. Ég hugsaði þetta tímabil til að koma mér inn í hlutina og læra á stílinn, hvernig þær spila. Ég hef fengið þónokkuð margar mínútur sem ég er ánægð með,“ sagði Sveindís. Klippa: Sveindís um byrjunina hjá Wolfsburg Hún átti stóran þátt í að Wolfsburg sló Arsenal út í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Í seinni leiknum í Þýskalandi kom Sveindís með beinum hætti að báðum mörkum Wolfsburg. Þýska liðið vann einvígið, 3-1 samanlagt. „Það var geggjað. Ég var mjög sátt við þann leik og að fá að byrja inn á. Það var frábært og stoðsendingarnar geggjaðar þannig ég er mjög sátt.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5hC-a3iUNmU">watch on YouTube</a> Leikur Barcelona og Wolfsburg hefst klukkan 16:45. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira