Félagsmenn Eflingar hafa leitað til VR vegna hópuppsagnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2022 12:03 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að strax of fréttir af hópuppsögn Eflingar hafi tekið að spyrjast út hafi ákvörðun verið tekin um að bjóða öllu starfsfólki sem fékk uppsagnarbréf upp á aðstoð, líka þeim sem eru skráðir félagsmenn Eflingar. Vísir/Egill Fjölmargir sem misstu starfið í hópuppsögn hjá Eflingu hafa leitað til VR eftir aðstoð, líka félagsmenn Eflingar. Formaður VR er bjartsýnn á að verkalýðshreyfingin muni ná að þétta raðirnar fyrir næstu kjarasamningalotu þrátt fyrir allt sem hefur gengið á innan hreyfingarinnar. Tími sé kominn til að bera klæði á vopnin. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stéttarfélagið hafi strax ákveðið að taka á móti öllum þeim sem fengu uppsagnarbréf frá Eflingu, líka þeim sem eru félagsmenn Eflingar. Það sé þeirra grundvallarskylda að sinna réttargæslu fyrir fólk sem lendi í slíku. „Það er nú kannski fyrst og fremst vegna þess að þetta var, og er, sérstök staða þegar starfsfólki er sagt upp hjá sínu eigin stéttarfélagi og verkalýðshreyfingin hefur svo sem ekki sett neinar viðbragðsáætlanir þegar slíkt gerist þannig að við ákváðum að bjóða öllum að koma og sjá til þess að það væru sérfræðingar hérna frá okkur, lögmenn og aðrir sem þurfa koma að svona málum sem væru til taks.“ Fjölmargir hafi leitað til VR vegna hópuppsagnarinnar. „Eftir því sem ég best veit hefur okkar fólki gengið mjög vel að taka á móti starfsfólki Eflingar“ Síðustu mánuði hefur mikið gengið á innan verkalýðshreyfingarinnar og hafa ásakanir og gífuryrði gengið á víxl - opinberlega. Ragnar segist, aðspurður, telja að átökin muni ekki hafa neikvæð áhrif á næstu kjarasamningalotu sem er í haust Það hafi þurft að hreinsa andrúmsloftið. „Það verður stundum að stinga á ákveðin kýli þegar illa gengur í samskiptum og það er best að gera það áður en að það reynir virkilega á samstöðuna. Ég er mjög bjartsýnn á, og það hefur alltaf verið mín helsta von, að hreyfingin geti staðið þétt saman sem ein heild til að ná fram bæði þeim kjarabótum sem við viljum og sömuleiðis líka þeim nauðsynlegu kerfisbreytingum sem þurfa að eiga sér stað í íslensku samfélagi.“ Ragnar segir að hreyfingin hafi hingað til náð að þétta raðirnar á þeim tímum sem þess hefur verið krafist. „Ég er nokkuð bjartsýnn á að við komumst standandi út úr þessu og sameinuð fyrir næstu kjarasamninga“. Þú telur ekki að of mikið hafi verið sagt og of stór orð verið látin falla til að hægt verði að ná saman? „Verkefnið fram undan er mun stærra en persónur og leikendur. Við höfum ákveðnar grundvallarskyldur gagnvart okkar félagsmönnum og samfélaginu og ég held að þó að fólk hafi tekist mjög harkalega á - margt verið sagt og margt verið gert - þá þekki ég engan í verkalýðshreyfingunni sem vill ekki félagsfólkinu sínu vel og brennir ekki fyrir því að ná fram góðum kjarasamningi og kerfisbreytingum sem gagnast samfélaginu, ekki bara núna heldur til framtíðar.“ Ragnar var spurður hvort verkefnið fram undan væri að ná sáttum og þétta raðirnar. „Já, að sjálfsögðu. Fyrst og fremst þurfa stéttarfélögin að klára sínar kröfugerðir og síðan þurfum við bara smá rými til að draga andann og svo þurfum við að setjast niður og horfa á þetta út frá verkefninu og þeim áskorunum sem standa frammi fyrir okkur. Okkur hefur tekist þetta hingað til að þétta raðirnar þegar á þarf að halda og ég er sannfærður um það að okkur takist það með einum eða öðrum hætti að komast sameinuð í gegnum þetta fyrir haustið. Ég leyfi mér bara að vera bjartsýnn og ég held að málefnalega eigum við margt sameiginlegt.“ Ragnar nefnir húsnæðismálin sérstaklega í þessu samhengi. „Ég veit það í hjarta mínu að verkalýðshreyfingunni muni takast að þétta raðirnar og koma sameinuð að samningaborðinu í haust. Við bara verðum að gera það. Verkefnin eru af þeirri stærðargráðu að það er einfaldlega ekkert annað í boði.“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill að uppsagnir verði dregnar til baka: „Þetta kemur öllu verkafólki Íslands við” Trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís segir hópuppsagnir félagsins skaða alla verkalýðshreyfingu landsins og setja vont fordæmi fyrir komandi kjaraviðræður. Félagsmenn Eflingar krefjast félagsfundar til að ræða uppsagnirnar og ætlar stjórnin að verða við því. 20. apríl 2022 21:29 Hópuppsagnirnar hjá Eflingu mistök að mati Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins segir að stjórn Eflingar hafi gert mistök með því að ráðast í hópuppsagnir á skrifstofu félagsins. 20. apríl 2022 12:38 Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stéttarfélagið hafi strax ákveðið að taka á móti öllum þeim sem fengu uppsagnarbréf frá Eflingu, líka þeim sem eru félagsmenn Eflingar. Það sé þeirra grundvallarskylda að sinna réttargæslu fyrir fólk sem lendi í slíku. „Það er nú kannski fyrst og fremst vegna þess að þetta var, og er, sérstök staða þegar starfsfólki er sagt upp hjá sínu eigin stéttarfélagi og verkalýðshreyfingin hefur svo sem ekki sett neinar viðbragðsáætlanir þegar slíkt gerist þannig að við ákváðum að bjóða öllum að koma og sjá til þess að það væru sérfræðingar hérna frá okkur, lögmenn og aðrir sem þurfa koma að svona málum sem væru til taks.“ Fjölmargir hafi leitað til VR vegna hópuppsagnarinnar. „Eftir því sem ég best veit hefur okkar fólki gengið mjög vel að taka á móti starfsfólki Eflingar“ Síðustu mánuði hefur mikið gengið á innan verkalýðshreyfingarinnar og hafa ásakanir og gífuryrði gengið á víxl - opinberlega. Ragnar segist, aðspurður, telja að átökin muni ekki hafa neikvæð áhrif á næstu kjarasamningalotu sem er í haust Það hafi þurft að hreinsa andrúmsloftið. „Það verður stundum að stinga á ákveðin kýli þegar illa gengur í samskiptum og það er best að gera það áður en að það reynir virkilega á samstöðuna. Ég er mjög bjartsýnn á, og það hefur alltaf verið mín helsta von, að hreyfingin geti staðið þétt saman sem ein heild til að ná fram bæði þeim kjarabótum sem við viljum og sömuleiðis líka þeim nauðsynlegu kerfisbreytingum sem þurfa að eiga sér stað í íslensku samfélagi.“ Ragnar segir að hreyfingin hafi hingað til náð að þétta raðirnar á þeim tímum sem þess hefur verið krafist. „Ég er nokkuð bjartsýnn á að við komumst standandi út úr þessu og sameinuð fyrir næstu kjarasamninga“. Þú telur ekki að of mikið hafi verið sagt og of stór orð verið látin falla til að hægt verði að ná saman? „Verkefnið fram undan er mun stærra en persónur og leikendur. Við höfum ákveðnar grundvallarskyldur gagnvart okkar félagsmönnum og samfélaginu og ég held að þó að fólk hafi tekist mjög harkalega á - margt verið sagt og margt verið gert - þá þekki ég engan í verkalýðshreyfingunni sem vill ekki félagsfólkinu sínu vel og brennir ekki fyrir því að ná fram góðum kjarasamningi og kerfisbreytingum sem gagnast samfélaginu, ekki bara núna heldur til framtíðar.“ Ragnar var spurður hvort verkefnið fram undan væri að ná sáttum og þétta raðirnar. „Já, að sjálfsögðu. Fyrst og fremst þurfa stéttarfélögin að klára sínar kröfugerðir og síðan þurfum við bara smá rými til að draga andann og svo þurfum við að setjast niður og horfa á þetta út frá verkefninu og þeim áskorunum sem standa frammi fyrir okkur. Okkur hefur tekist þetta hingað til að þétta raðirnar þegar á þarf að halda og ég er sannfærður um það að okkur takist það með einum eða öðrum hætti að komast sameinuð í gegnum þetta fyrir haustið. Ég leyfi mér bara að vera bjartsýnn og ég held að málefnalega eigum við margt sameiginlegt.“ Ragnar nefnir húsnæðismálin sérstaklega í þessu samhengi. „Ég veit það í hjarta mínu að verkalýðshreyfingunni muni takast að þétta raðirnar og koma sameinuð að samningaborðinu í haust. Við bara verðum að gera það. Verkefnin eru af þeirri stærðargráðu að það er einfaldlega ekkert annað í boði.“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill að uppsagnir verði dregnar til baka: „Þetta kemur öllu verkafólki Íslands við” Trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís segir hópuppsagnir félagsins skaða alla verkalýðshreyfingu landsins og setja vont fordæmi fyrir komandi kjaraviðræður. Félagsmenn Eflingar krefjast félagsfundar til að ræða uppsagnirnar og ætlar stjórnin að verða við því. 20. apríl 2022 21:29 Hópuppsagnirnar hjá Eflingu mistök að mati Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins segir að stjórn Eflingar hafi gert mistök með því að ráðast í hópuppsagnir á skrifstofu félagsins. 20. apríl 2022 12:38 Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Vill að uppsagnir verði dregnar til baka: „Þetta kemur öllu verkafólki Íslands við” Trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís segir hópuppsagnir félagsins skaða alla verkalýðshreyfingu landsins og setja vont fordæmi fyrir komandi kjaraviðræður. Félagsmenn Eflingar krefjast félagsfundar til að ræða uppsagnirnar og ætlar stjórnin að verða við því. 20. apríl 2022 21:29
Hópuppsagnirnar hjá Eflingu mistök að mati Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins segir að stjórn Eflingar hafi gert mistök með því að ráðast í hópuppsagnir á skrifstofu félagsins. 20. apríl 2022 12:38
Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58