Til félaga í Eflingu Hallgerður Hauksdóttir skrifar 22. apríl 2022 17:31 Dúsur róa og gleðja. Launakerfi mora í dúsum – nema hjá láglaunafólki. Hjá öðrum hópum finnast mýmargar. Þetta getur verið laxveiðiferð, kaupréttarauki, digur viðbót við viðbótarlífeyri, ókeypis matur, kostað nám, föst yfirvinna, sérstök líkamsræktaraðstaða fyrir starfsfólk, fastur ökutækjastyrkur eða bíll til afnota, mjög veglegar jólagjafir, frí afnot sumarhúsa. Mætti lengi telja. Dúsur eru í senn dulbúin hækkun heildarlauna og hindrun við að bera saman raunveruleg laun. Því þegar laun eru almennt borin saman, þá er aðeins miðað út frá launataxta. Dúsurnar eru óljósar, ógagnsæjar, nema kannski lagst sé yfir skattaframtöl. Dúsur eru nefnilega „einkamál“ innan vinnustaða. Það er eina sem er dagljóst, er að láglaunafólk nýtur dúsa lítt eða ekkert. Fulltrúi óánægðs starfsfólks skrifstofu Eflingar tilkynnti fjölmiðlum nýlega að starfsfólkið þar skuldar kjósendum nýja formannsins ekki neitt – já, almennum félögum, sem skrifstofan starfar fyrir. Það var nefnilega ekki kosið rétt. Þetta er samþykkt með þögn hinna. Allt er þetta undirkynt m.a. af þeim hluta stjórnar sem vildi ekki nýja formanninn. Nú er hamast við skemmdarverk, nýjasta atlagan felst í að stofna til undirskriftarlista sem er látinn líta út eins og hann komi frá almennum félögum úti í samfélaginu. Slagkraftur skrifstofunnar og umboð gagnvart félögum eru þar að mínu mati misnotuð gróflega. En skrifstofufólkið vill auðvitað halda sínu, halda þeim dúsum sem hafa byggst þarna upp í gegnum „rólegu“ árin. Svona horfir þetta við mér. Mér finnst þetta alveg skiljanlegt, enda eru dúsur bragðgóðar og ánetjandi. En þær viðhalda líka ójöfnuði. Frábærar áætlanir eru nefnilega uppi um skipulagsbreytingar í þágu réttlætis á skrifstofu Eflingar m.a. um gagnsæi og einnig um að hafa launabil aldrei stærra en ákveðið hlutfall. Kynnið ykkur þessar áætlanir. Til að endurskilgreina ráðningarsamband þarf alltaf uppsögn á ráðningarsamningi. Ef endurskipuleggja á heildarrekstur þarf uppsögn allra. Að sjálfsögðu á að leiðrétta „útfærslur“ á heildarlaunum, enda fáránlegt að hafa t.d. 587þús samkvæmt taxta, en raunveruleg föst heildarlaun 8-900þús. Af því dúsur. Það er enginn að segja að það eigi að lækka launin, takið eftir því. Svona virka dúsurnar og það skapar mikinn óróleika að hreyfa við þeim. Fullyrt hefur verið að hópuppsagnir hjá verkalýðsfélagi séu vondar af því atvinnurekendur geti þá líka. Tvennt við þetta. Atvinnurekendur geta nú þegar. Jafnframt er alger grundvallarmunur á því að framvæma skipulagsbreytingar til að auka heilbrigði og réttlæti í starfsemi og því að framkvæma skipulagsbreytingar fyrir meiri gróða. Þetta tvennt á ekki að leggja að jöfnu og er hreinlega villandi afvegaleiðing. Allir átta sig á að stéttarfélag er ekki rekið í hagnaðarskyni. Loks er ekkert neyðarástand á vinnumarkaði, nóga vinnu að fá líkt og atvinnuauglýsingar sýna mjög vel. Þau sem verða ekki endurráðin finna alveg nýja vinnu, bara eins og annað fólk sem leitar að vinnu. Góðir starfsmenn fá alltaf góð meðmæli með sér hvar sem þeir fara. Ég hvet almenna félaga í Eflingu eindregið til að sjá í gegnum moldviðrið og fylkja sér að baki Sólveigu, styðja hana áfram sem sinn formann, einnig við að framkvæma nauðsynlegar endurbætur á starfsemi félagsins, svo staðan á skrifstofunni standi ekki tilgangi félagsins fyrir þrifum, heldur endurspegli betur það réttláta samfélag sem hún á að þjóna baráttu fyrir. Höfundur er láglaunakona á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Dúsur róa og gleðja. Launakerfi mora í dúsum – nema hjá láglaunafólki. Hjá öðrum hópum finnast mýmargar. Þetta getur verið laxveiðiferð, kaupréttarauki, digur viðbót við viðbótarlífeyri, ókeypis matur, kostað nám, föst yfirvinna, sérstök líkamsræktaraðstaða fyrir starfsfólk, fastur ökutækjastyrkur eða bíll til afnota, mjög veglegar jólagjafir, frí afnot sumarhúsa. Mætti lengi telja. Dúsur eru í senn dulbúin hækkun heildarlauna og hindrun við að bera saman raunveruleg laun. Því þegar laun eru almennt borin saman, þá er aðeins miðað út frá launataxta. Dúsurnar eru óljósar, ógagnsæjar, nema kannski lagst sé yfir skattaframtöl. Dúsur eru nefnilega „einkamál“ innan vinnustaða. Það er eina sem er dagljóst, er að láglaunafólk nýtur dúsa lítt eða ekkert. Fulltrúi óánægðs starfsfólks skrifstofu Eflingar tilkynnti fjölmiðlum nýlega að starfsfólkið þar skuldar kjósendum nýja formannsins ekki neitt – já, almennum félögum, sem skrifstofan starfar fyrir. Það var nefnilega ekki kosið rétt. Þetta er samþykkt með þögn hinna. Allt er þetta undirkynt m.a. af þeim hluta stjórnar sem vildi ekki nýja formanninn. Nú er hamast við skemmdarverk, nýjasta atlagan felst í að stofna til undirskriftarlista sem er látinn líta út eins og hann komi frá almennum félögum úti í samfélaginu. Slagkraftur skrifstofunnar og umboð gagnvart félögum eru þar að mínu mati misnotuð gróflega. En skrifstofufólkið vill auðvitað halda sínu, halda þeim dúsum sem hafa byggst þarna upp í gegnum „rólegu“ árin. Svona horfir þetta við mér. Mér finnst þetta alveg skiljanlegt, enda eru dúsur bragðgóðar og ánetjandi. En þær viðhalda líka ójöfnuði. Frábærar áætlanir eru nefnilega uppi um skipulagsbreytingar í þágu réttlætis á skrifstofu Eflingar m.a. um gagnsæi og einnig um að hafa launabil aldrei stærra en ákveðið hlutfall. Kynnið ykkur þessar áætlanir. Til að endurskilgreina ráðningarsamband þarf alltaf uppsögn á ráðningarsamningi. Ef endurskipuleggja á heildarrekstur þarf uppsögn allra. Að sjálfsögðu á að leiðrétta „útfærslur“ á heildarlaunum, enda fáránlegt að hafa t.d. 587þús samkvæmt taxta, en raunveruleg föst heildarlaun 8-900þús. Af því dúsur. Það er enginn að segja að það eigi að lækka launin, takið eftir því. Svona virka dúsurnar og það skapar mikinn óróleika að hreyfa við þeim. Fullyrt hefur verið að hópuppsagnir hjá verkalýðsfélagi séu vondar af því atvinnurekendur geti þá líka. Tvennt við þetta. Atvinnurekendur geta nú þegar. Jafnframt er alger grundvallarmunur á því að framvæma skipulagsbreytingar til að auka heilbrigði og réttlæti í starfsemi og því að framkvæma skipulagsbreytingar fyrir meiri gróða. Þetta tvennt á ekki að leggja að jöfnu og er hreinlega villandi afvegaleiðing. Allir átta sig á að stéttarfélag er ekki rekið í hagnaðarskyni. Loks er ekkert neyðarástand á vinnumarkaði, nóga vinnu að fá líkt og atvinnuauglýsingar sýna mjög vel. Þau sem verða ekki endurráðin finna alveg nýja vinnu, bara eins og annað fólk sem leitar að vinnu. Góðir starfsmenn fá alltaf góð meðmæli með sér hvar sem þeir fara. Ég hvet almenna félaga í Eflingu eindregið til að sjá í gegnum moldviðrið og fylkja sér að baki Sólveigu, styðja hana áfram sem sinn formann, einnig við að framkvæma nauðsynlegar endurbætur á starfsemi félagsins, svo staðan á skrifstofunni standi ekki tilgangi félagsins fyrir þrifum, heldur endurspegli betur það réttláta samfélag sem hún á að þjóna baráttu fyrir. Höfundur er láglaunakona á höfuðborgarsvæðinu.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun