Enn eitt heimsmetið hjá Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2022 20:01 Ágætis fjöldi það. Pedro Salado/Getty Images Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona halda áfram að brjóta glerþök en liðið setti í kvöld nýtt heimsmet í áhorfendafjölda á fótboltaleik kvenna. Fyrra metið var sett fyrr á þessu ári og nú er spurningin hvort Barcelona þurfi stærri heimavöll til að koma öllum sem vilja fyrir. Barcelona tók á móti Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þegar leikur Barcelona og Real Madríd í 8-liða úrslitum var færður á Nývang varð uppselt á örskotsstundu. Sama átti sér stað þegar miðar fóru í sölu fyrir leik Börsunga og Wolfsburg. Að rjúka út eins og heitar lummur nær ekki yfir hversu hratt miðarnir ruku út. Það varð aftur uppselt á innan við mínútum nánast. Allir Börsungar sem mættu á leikinn hafa fengið margfalt til baka þar sem Barcelona vann 5-1 stórsigur og er komið með annan fótinn í úrslitaleikinn. Þegar leiknum var að ljúka var svo tilkynnt að félagið hefði slegið heimsmet í áhorfendafjölda. Aftur! Official world record attendance at Camp Nou 91,648 https://t.co/f55E1IgpkR https://t.co/iSzTkUvkNi https://t.co/mclc7M9i9J pic.twitter.com/vc0jchNi3t— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Alls mættu 91.648 manns á leik kvöldsins. Hvort það met verði slegið á næstunni á eftir að koma í ljós en þá þarf eflaust að gera endurbætur á Nývangi sem getur tekið 99.354 í sæti ef öll sæti vallarins eru fyllt. Vert er að taka fram að aðeins sáu rétt rúmlega 57 þúsund manns síðasta heimaleik karlaliðs Barcelona. Það var þétt setið á Nývangi í kvöld en uppselt var á leikinn.Twitter@DAZNFootball Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Spánn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira
Barcelona tók á móti Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þegar leikur Barcelona og Real Madríd í 8-liða úrslitum var færður á Nývang varð uppselt á örskotsstundu. Sama átti sér stað þegar miðar fóru í sölu fyrir leik Börsunga og Wolfsburg. Að rjúka út eins og heitar lummur nær ekki yfir hversu hratt miðarnir ruku út. Það varð aftur uppselt á innan við mínútum nánast. Allir Börsungar sem mættu á leikinn hafa fengið margfalt til baka þar sem Barcelona vann 5-1 stórsigur og er komið með annan fótinn í úrslitaleikinn. Þegar leiknum var að ljúka var svo tilkynnt að félagið hefði slegið heimsmet í áhorfendafjölda. Aftur! Official world record attendance at Camp Nou 91,648 https://t.co/f55E1IgpkR https://t.co/iSzTkUvkNi https://t.co/mclc7M9i9J pic.twitter.com/vc0jchNi3t— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Alls mættu 91.648 manns á leik kvöldsins. Hvort það met verði slegið á næstunni á eftir að koma í ljós en þá þarf eflaust að gera endurbætur á Nývangi sem getur tekið 99.354 í sæti ef öll sæti vallarins eru fyllt. Vert er að taka fram að aðeins sáu rétt rúmlega 57 þúsund manns síðasta heimaleik karlaliðs Barcelona. Það var þétt setið á Nývangi í kvöld en uppselt var á leikinn.Twitter@DAZNFootball
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Spánn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira