Óvenju margir létust á fyrstu þremur mánuðum ársins Eiður Þór Árnason skrifar 25. apríl 2022 11:08 Fjöldi látinna hefur ekki verið meiri frá árinu 2010. Vísir/Vilhelm Óvenju margir létust á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 þegar 760 einstaklingar létust á Íslandi samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ekki hafa verið fleiri dauðsföll á einum ársfjórðungi frá því að byrjað var að birta slíkar tölur á fjórða ársfjórðungi 2009. 180 færri andlát voru skráð á sama tímabili í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis er of snemmt að segja til um dánarorsakir þar sem þær upplýsingar liggi ekki fyrir. 21 einstaklingur lést á Landspítalanum með Covid-19 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Fram kemur í samantekt Hagstofunnar að alls 1.110 börn hafi fæðst á fyrsta ársfjórðungi 2022. Þá fluttust 920 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 430 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.350 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu. Í lok mars bjuggu 377.280 manns á Íslandi, þar af 193.730 karlar og 183.550 konur og fjölgaði því landsmönnum um 1.280 á ársfjórðungnum. Kynhlutlausir voru 90 en vegna smæðar hópsins var honum dreift af handahófi á milli karla og kvenna, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 241.560 manns en 135.720 á landsbyggðinni. Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 490 manns á fyrsta ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 600 íslenskir ríkisborgarar af alls 800. Af þeim 1.500 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, eða 450 manns. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku, eða 110 talsins, 50 frá Noregi og 60 frá Svíþjóð, samtals 230 manns af 360. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 700 til landsins af alls 2.850 erlendum innflytjendum. Rúmenía kom næst, en þaðan fluttust 250 erlendir ríkisborgarar til landsins. Erlendir ríkisborgarar voru 56.100 eða 14,9% af heildarmannfjöldanum. Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Innflytjendamál Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira
180 færri andlát voru skráð á sama tímabili í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis er of snemmt að segja til um dánarorsakir þar sem þær upplýsingar liggi ekki fyrir. 21 einstaklingur lést á Landspítalanum með Covid-19 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Fram kemur í samantekt Hagstofunnar að alls 1.110 börn hafi fæðst á fyrsta ársfjórðungi 2022. Þá fluttust 920 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 430 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.350 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu. Í lok mars bjuggu 377.280 manns á Íslandi, þar af 193.730 karlar og 183.550 konur og fjölgaði því landsmönnum um 1.280 á ársfjórðungnum. Kynhlutlausir voru 90 en vegna smæðar hópsins var honum dreift af handahófi á milli karla og kvenna, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 241.560 manns en 135.720 á landsbyggðinni. Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 490 manns á fyrsta ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 600 íslenskir ríkisborgarar af alls 800. Af þeim 1.500 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, eða 450 manns. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku, eða 110 talsins, 50 frá Noregi og 60 frá Svíþjóð, samtals 230 manns af 360. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 700 til landsins af alls 2.850 erlendum innflytjendum. Rúmenía kom næst, en þaðan fluttust 250 erlendir ríkisborgarar til landsins. Erlendir ríkisborgarar voru 56.100 eða 14,9% af heildarmannfjöldanum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Innflytjendamál Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira