Fjarðabyggð fyrir öll Kamilla Borg Hjálmarsdóttir skrifar 25. apríl 2022 13:46 Notendastýrð persónuleg aðstoð er byggð á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf en sú hugmyndafræði gengur út á sjálfsákvörðunarrétt, jöfn tækifæri alls fólks og sjálfsvirðingu. NPA byggir einnig á mannréttindum fatlaðs fólks og réttindum þeirra til þess að lifa sjálfstæðu lífi í samfélaginu. Þjónustuformið er byggt upp á þann veg að notandi þjónustunnar stjórnar henni sjálfur. Fatlað fólk ákveður því sjálft hvernig þjónustu það fær, hvar þjónustan er veitt, hvernig, hvenær og hver veitir hana. Hér á landi hefur notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verið lögfest í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var fullgildur á Íslandi árið 2016 en hann er ekki lögfestur. Við fullgildingu samningsins ber ríkinu þó skylda til þess að tryggja fötluðu fólki þau lágmarksréttindi sem samningurinn kveður á um. 19.grein samningsins segir til um skuldbindingu aðildarríkja að tryggja fötluðu fólki tækifæri til þess að velja sér búsetustað og veita fötluðu fólki aðgang að persónumiðaðri þjónustu. Í reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð nr. 1250/2018 er kveðið á um ábyrgð sveitarfélaga á gerð og framkvæmd NPA samninga ásamt fjárhagslegri framkvæmd þjónustunnar. Heildarkostnaður þjónustunnar skiptist á milli sveitarfélaga og ríkisins en sveitarfélög standa kostnað af 75% þjónustu en ríki 25%. Ég tel mikilvægt að Fjarðabyggð beiti sér enn frekar fyrir bættri persónumiðaðri þjónustu við fatlað fólk í samræmi við lög og reglugerðir með samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til hliðsjónar. Ég vil sjá sveitarfélagið okkar vekja athygli á mikilvægi lögfestingu samningsins og tel ég nauðsynlegt að þrýsta á ríkið í þeim efnum. Samningurinn grundvallast af nýju sjónarhorni á fötlun sem viðurkennir fatlað fólk sem beina þátttakendur í réttarkerfinu en ekki viðfangsefni annarra eins og áður hefur tíðkast. Öll eiga að fá tækifæri til að lifa sjálfstæðu lífi í samfélagi án aðgreiningar. Fjarðabyggð á að vera fyrir okkur öll. Höfundur er þroskaþjálfi og skipar 14. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Notendastýrð persónuleg aðstoð er byggð á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf en sú hugmyndafræði gengur út á sjálfsákvörðunarrétt, jöfn tækifæri alls fólks og sjálfsvirðingu. NPA byggir einnig á mannréttindum fatlaðs fólks og réttindum þeirra til þess að lifa sjálfstæðu lífi í samfélaginu. Þjónustuformið er byggt upp á þann veg að notandi þjónustunnar stjórnar henni sjálfur. Fatlað fólk ákveður því sjálft hvernig þjónustu það fær, hvar þjónustan er veitt, hvernig, hvenær og hver veitir hana. Hér á landi hefur notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verið lögfest í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var fullgildur á Íslandi árið 2016 en hann er ekki lögfestur. Við fullgildingu samningsins ber ríkinu þó skylda til þess að tryggja fötluðu fólki þau lágmarksréttindi sem samningurinn kveður á um. 19.grein samningsins segir til um skuldbindingu aðildarríkja að tryggja fötluðu fólki tækifæri til þess að velja sér búsetustað og veita fötluðu fólki aðgang að persónumiðaðri þjónustu. Í reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð nr. 1250/2018 er kveðið á um ábyrgð sveitarfélaga á gerð og framkvæmd NPA samninga ásamt fjárhagslegri framkvæmd þjónustunnar. Heildarkostnaður þjónustunnar skiptist á milli sveitarfélaga og ríkisins en sveitarfélög standa kostnað af 75% þjónustu en ríki 25%. Ég tel mikilvægt að Fjarðabyggð beiti sér enn frekar fyrir bættri persónumiðaðri þjónustu við fatlað fólk í samræmi við lög og reglugerðir með samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til hliðsjónar. Ég vil sjá sveitarfélagið okkar vekja athygli á mikilvægi lögfestingu samningsins og tel ég nauðsynlegt að þrýsta á ríkið í þeim efnum. Samningurinn grundvallast af nýju sjónarhorni á fötlun sem viðurkennir fatlað fólk sem beina þátttakendur í réttarkerfinu en ekki viðfangsefni annarra eins og áður hefur tíðkast. Öll eiga að fá tækifæri til að lifa sjálfstæðu lífi í samfélagi án aðgreiningar. Fjarðabyggð á að vera fyrir okkur öll. Höfundur er þroskaþjálfi og skipar 14. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun