Ríkinu gert að greiða sex milljónir í skaðabætur vegna ferðagjafarinnar Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2022 14:29 Smáforrit Yay sem notað var til að nýta ferðagjöfina. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var á dögunum dæmt til að greiða Sigurjóni Erni Kárasyni og Steinari Atla Skarphéðinssyni hvorum um sig 3.087.600 krónur í skaðabætur, auk vaxta og dráttarvaxta fyrir að hafa ekki efnt til útboðs á tæknilegri útfærslu fyrir ferðagjöf stjórnvalda. Þá var ríkið dæmt til að greiða hvorum þeirra 400 þúsund krónur í málskostnað. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. apríl síðastliðinn og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki stutt það viðhlítandi rökum hvers vegna lög um opinber innkaup hafi ekki átt við þau innkaup sem málið snýst um. Stafrænt Ísland kallaði eftir tilboðum frá fjórum aðilum og gekk að lokum til samninga við fyrirtækið Yay ehf. Einnig var óskað eftir tilboðum frá Meniga, Landsbankanum og Renova, sem var vinnuheiti á nýju fyrirtæki Sigurjóns og Steinars. Í tilboði Yay fólst kostnaður sem nam fjögurra milljóna þróunarkostnaði auk virðisaukaskatts og rekstrarkostnaður upp á tólf til átján milljónir króna miðað við 1,5% þóknun af innleystri ferðagjöf. Fólst því í tilboðinu kostnaður að lágmarki sextán milljónir króna, sem er yfir þeim viðmiðunarmörkum sem mælt er fyrir um í lögum um opinber innkaup að falli undir útboðsskyldu en þar er miðað við 15,5 milljónir króna. Ríkið hélt því hins vegar fram að í tilboði Yay hafi bara falist heildarkostnaður að fjárhæð 15.250.000 króna og þar af væru 11.250.000 krónur rekstrarkostnaður. Samsvarar það því að aðeins 50% ferðagjafa yrðu nýttar. Fleiri nýttu ferðagjöfina en framkvæmdastjórinn gerði ráð fyrir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem hafði umsjón með verkefninu, sagði í framburði sínum fyrir dómi að hann hefði sjálfur talið að aðeins 50% til 60% ferðagjafa myndu ganga út og byggt á því þann útreikning að kaupin væru undir útboðsskyldri fjárhæð. Þegar uppi var staðið nýttu fleiri ferðagjöfina en það og Yay á samkvæmt samningi að hafa fengið greiddar 15.180.000 krónur í rekstrarkostnað frá ríkinu, en ekki 11.250.000 krónur. Við það bættist áðurnefndur fjögurra milljóna króna þróunarkostnaður auk virðisaukaskatts og var heildarupphæðin því að endingu yfir viðmiðunarmörkum fyrir útboðsskyldu. Að mati héraðsdóms færðu stjórnvöld engin efnisleg rök fyrir því að ætluð fjárhæð rekstrarkostnaðar skyldi miðast við mun minni nýtingu á ferðagjöfinni en tilboðsgjafinn Yay gerði ráð fyrri í tilboði sínu og raunin varð. Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands.Vísir/Egill Möguleikar þeirra hafi verið betri ef efnt hafði verði til útboðs Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands bar fyrir dómi að lausn stefnenda hefði uppfyllt öll tæknileg skilyrði. Að því leyti hafi lausnin átt raunhæfa möguleika á að vera valin af kaupanda. Af hálfu stefnenda hefur verið bent á atriði sem ranglega voru eignuð þeim í kynningu á samanburði á tilboðum með því að kynna lausn þeirra með tilboði Landsbankans og gátu haft neikvæð áhrif á afstöðu stjórnvalda til tilboðs þeirra. Að öllu virtu telur héraðsdómur að raunhæfir möguleikar Sigurjóns og Steinars til að verða valdir hafi skerst við þau brot á lögum um opinber innkaup að efna ekki til útboðs og gæta ekki að jafnræði í meðförum tilboða. Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. apríl síðastliðinn og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki stutt það viðhlítandi rökum hvers vegna lög um opinber innkaup hafi ekki átt við þau innkaup sem málið snýst um. Stafrænt Ísland kallaði eftir tilboðum frá fjórum aðilum og gekk að lokum til samninga við fyrirtækið Yay ehf. Einnig var óskað eftir tilboðum frá Meniga, Landsbankanum og Renova, sem var vinnuheiti á nýju fyrirtæki Sigurjóns og Steinars. Í tilboði Yay fólst kostnaður sem nam fjögurra milljóna þróunarkostnaði auk virðisaukaskatts og rekstrarkostnaður upp á tólf til átján milljónir króna miðað við 1,5% þóknun af innleystri ferðagjöf. Fólst því í tilboðinu kostnaður að lágmarki sextán milljónir króna, sem er yfir þeim viðmiðunarmörkum sem mælt er fyrir um í lögum um opinber innkaup að falli undir útboðsskyldu en þar er miðað við 15,5 milljónir króna. Ríkið hélt því hins vegar fram að í tilboði Yay hafi bara falist heildarkostnaður að fjárhæð 15.250.000 króna og þar af væru 11.250.000 krónur rekstrarkostnaður. Samsvarar það því að aðeins 50% ferðagjafa yrðu nýttar. Fleiri nýttu ferðagjöfina en framkvæmdastjórinn gerði ráð fyrir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem hafði umsjón með verkefninu, sagði í framburði sínum fyrir dómi að hann hefði sjálfur talið að aðeins 50% til 60% ferðagjafa myndu ganga út og byggt á því þann útreikning að kaupin væru undir útboðsskyldri fjárhæð. Þegar uppi var staðið nýttu fleiri ferðagjöfina en það og Yay á samkvæmt samningi að hafa fengið greiddar 15.180.000 krónur í rekstrarkostnað frá ríkinu, en ekki 11.250.000 krónur. Við það bættist áðurnefndur fjögurra milljóna króna þróunarkostnaður auk virðisaukaskatts og var heildarupphæðin því að endingu yfir viðmiðunarmörkum fyrir útboðsskyldu. Að mati héraðsdóms færðu stjórnvöld engin efnisleg rök fyrir því að ætluð fjárhæð rekstrarkostnaðar skyldi miðast við mun minni nýtingu á ferðagjöfinni en tilboðsgjafinn Yay gerði ráð fyrri í tilboði sínu og raunin varð. Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands.Vísir/Egill Möguleikar þeirra hafi verið betri ef efnt hafði verði til útboðs Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands bar fyrir dómi að lausn stefnenda hefði uppfyllt öll tæknileg skilyrði. Að því leyti hafi lausnin átt raunhæfa möguleika á að vera valin af kaupanda. Af hálfu stefnenda hefur verið bent á atriði sem ranglega voru eignuð þeim í kynningu á samanburði á tilboðum með því að kynna lausn þeirra með tilboði Landsbankans og gátu haft neikvæð áhrif á afstöðu stjórnvalda til tilboðs þeirra. Að öllu virtu telur héraðsdómur að raunhæfir möguleikar Sigurjóns og Steinars til að verða valdir hafi skerst við þau brot á lögum um opinber innkaup að efna ekki til útboðs og gæta ekki að jafnræði í meðförum tilboða.
Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira