Varðveitum söguna Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 27. apríl 2022 08:30 Eitt af einkennum okkar góða bæjarfélags, Hafnarfjarðarbæjar, er fjölbreytt byggð gamalla og nýrra húsa. Húsa sem hafa byggst upp í gegnum langa sögu sem við þurfum og okkur ber hreinlega skylda til að halda í og varðveita. Hverfin okkar hér í Hafnarfirði eru jafn misjöfn og þau eru mörg; hvert með sinn sjarma, staðaranda og einkenni. Nú rísa ný hverfi í Skarðshlíð og Hamranesi, auk þess sem stutt er í að lóðum verði úthlutað í Áslandi 4 og framkvæmdir þar hefjist af sama krafti og er annars staðar í bæjarfélaginu. Þetta eru okkar nýbyggingarsvæði, en samhliða uppbyggingu nýrra hverfa hefur þétting byggðar gegnið vel. Þétting byggðar þarf að haldast í hendur við uppbyggingu nýrra hverfa svo nýta megi þá innviði sem þegar eru til staðar enn betur. Hér getum við nefnt sérstaklega Dvergsreitinn, Hrauntungu, Hjallabraut og Stekkjarberg. Þar sjáum við nú hús rísa þar sem mikill metnaður er lagður í að halda í einkenni þeirra byggða sem umvefja ný hús sem munu styrkja og bæta hverfin í heild. Við höfum lagt mikla áherslu á að vernda bæjarbraginn, styrkja og styðja við eldri byggðir ásamt því að efla miðbæinn. Það sjáum við sérstaklega tveimur samþykktum deiliskipulagstillögum; annars vegar stækkun verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar og hins vegar reit sem afmarkast af Strandgötu, Reykjarvíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Hér má auk þess nefna rammaskipulag inn að Flensborgarhöfn og út á Óseyrarsvæðið. Sú byggð mun ýta undir blómlegt bæjarlíf og fjölbreytta þjónustu. Tilkoma Tækniskólans á Suðurhöfnina mun styðja við samfélagið allt hér í Hafnarfirði og öll önnur verkefni í nágrenni miðbæjarins. Sérstakt áhugamál mitt var að endurreisa húsverndunarsjóð sem var hér við líði á árum áður. Það var gert í ár og er úthlutað úr sjóðnum samkvæmt tillögu Byggðasafns Hafnarfjarðar. Nýlegar var úthlutað úr sjóðnum í fyrsta skipti í langan tíma og fengu fimm aðilar úthlutað 2 milljónum króna til viðhalds og endurbóta á húsnæði. Þetta er liður í því að viðhalda og varðveita söguna og þau hús sem byggst hafa yfir langan tíma. Húsverndarsjóður er nú kominn til að vera og ég vona að okkur beri gæfa til, þvert á flokka, að styrkja hann enn frekar í framtíðinni. Nýlega var Lífsgæðasetur St. Jó. opnað með formlegum hætti. Húsnæði gamla St. Jósefsspítala hefur nú loks fengið nýtt hlutverk og þær endurbætur sem húsnæðið á skilið. Húsnæði sem nú er komið aftur til vegs og virðingar. Ég veit að flest allir Hafnfirðingar hafa teningar við húsið með einhverjum hætti og hefur fundið dapurlegt að sjá húsið grotna niður á umliðnum árum. Þrátt fyrir miklar endurbætur og flókið verkefni hefur það gengið vel. Bæjarráð setti á fót sérstakan framkvæmdahóp um verkefnið og endurbæturnar sem undirritaður hefur leitt og átt sæti í ásamt Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra, Guðlaugu Kristjánsdóttur bæjarfulltrúa og starfsmönnum bæjarfélagsins. Það er gaman að segja frá því að góð samstaða hefur verið í hópnum og mikill einhugur um þetta mikilvæga verkefni. Það hefur birst í því að allar kostnaðaráætlanir hafa staðist og að nú hafa þrjár hæðir verið teknar í notkun sem hýsir fjölbreytta starfsemi sem er komin til að vera. Ég er virkilega stoltur af þátttöku í þessu stóra verkefni og sjá að þetta fallega hús okkar taka á sig mynd, vera umgjörð fjölbreyttrar starfsemi sem bætir samfélagið okkar allt. Ég veit að amma mín heitin væri stolt af verkinu. Til hamingju öllsömul. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður framkvæmdahóps St. Jósefsspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Húsavernd Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Eitt af einkennum okkar góða bæjarfélags, Hafnarfjarðarbæjar, er fjölbreytt byggð gamalla og nýrra húsa. Húsa sem hafa byggst upp í gegnum langa sögu sem við þurfum og okkur ber hreinlega skylda til að halda í og varðveita. Hverfin okkar hér í Hafnarfirði eru jafn misjöfn og þau eru mörg; hvert með sinn sjarma, staðaranda og einkenni. Nú rísa ný hverfi í Skarðshlíð og Hamranesi, auk þess sem stutt er í að lóðum verði úthlutað í Áslandi 4 og framkvæmdir þar hefjist af sama krafti og er annars staðar í bæjarfélaginu. Þetta eru okkar nýbyggingarsvæði, en samhliða uppbyggingu nýrra hverfa hefur þétting byggðar gegnið vel. Þétting byggðar þarf að haldast í hendur við uppbyggingu nýrra hverfa svo nýta megi þá innviði sem þegar eru til staðar enn betur. Hér getum við nefnt sérstaklega Dvergsreitinn, Hrauntungu, Hjallabraut og Stekkjarberg. Þar sjáum við nú hús rísa þar sem mikill metnaður er lagður í að halda í einkenni þeirra byggða sem umvefja ný hús sem munu styrkja og bæta hverfin í heild. Við höfum lagt mikla áherslu á að vernda bæjarbraginn, styrkja og styðja við eldri byggðir ásamt því að efla miðbæinn. Það sjáum við sérstaklega tveimur samþykktum deiliskipulagstillögum; annars vegar stækkun verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar og hins vegar reit sem afmarkast af Strandgötu, Reykjarvíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Hér má auk þess nefna rammaskipulag inn að Flensborgarhöfn og út á Óseyrarsvæðið. Sú byggð mun ýta undir blómlegt bæjarlíf og fjölbreytta þjónustu. Tilkoma Tækniskólans á Suðurhöfnina mun styðja við samfélagið allt hér í Hafnarfirði og öll önnur verkefni í nágrenni miðbæjarins. Sérstakt áhugamál mitt var að endurreisa húsverndunarsjóð sem var hér við líði á árum áður. Það var gert í ár og er úthlutað úr sjóðnum samkvæmt tillögu Byggðasafns Hafnarfjarðar. Nýlegar var úthlutað úr sjóðnum í fyrsta skipti í langan tíma og fengu fimm aðilar úthlutað 2 milljónum króna til viðhalds og endurbóta á húsnæði. Þetta er liður í því að viðhalda og varðveita söguna og þau hús sem byggst hafa yfir langan tíma. Húsverndarsjóður er nú kominn til að vera og ég vona að okkur beri gæfa til, þvert á flokka, að styrkja hann enn frekar í framtíðinni. Nýlega var Lífsgæðasetur St. Jó. opnað með formlegum hætti. Húsnæði gamla St. Jósefsspítala hefur nú loks fengið nýtt hlutverk og þær endurbætur sem húsnæðið á skilið. Húsnæði sem nú er komið aftur til vegs og virðingar. Ég veit að flest allir Hafnfirðingar hafa teningar við húsið með einhverjum hætti og hefur fundið dapurlegt að sjá húsið grotna niður á umliðnum árum. Þrátt fyrir miklar endurbætur og flókið verkefni hefur það gengið vel. Bæjarráð setti á fót sérstakan framkvæmdahóp um verkefnið og endurbæturnar sem undirritaður hefur leitt og átt sæti í ásamt Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra, Guðlaugu Kristjánsdóttur bæjarfulltrúa og starfsmönnum bæjarfélagsins. Það er gaman að segja frá því að góð samstaða hefur verið í hópnum og mikill einhugur um þetta mikilvæga verkefni. Það hefur birst í því að allar kostnaðaráætlanir hafa staðist og að nú hafa þrjár hæðir verið teknar í notkun sem hýsir fjölbreytta starfsemi sem er komin til að vera. Ég er virkilega stoltur af þátttöku í þessu stóra verkefni og sjá að þetta fallega hús okkar taka á sig mynd, vera umgjörð fjölbreyttrar starfsemi sem bætir samfélagið okkar allt. Ég veit að amma mín heitin væri stolt af verkinu. Til hamingju öllsömul. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður framkvæmdahóps St. Jósefsspítala.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun