Bein útsending: Fulltrúar Bankasýslunnar svara fyrir söluna á Íslandsbanka Eiður Þór Árnason skrifar 27. apríl 2022 08:31 Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar og Jón Gunnar Jónsson forstjóri á fundinum. vísir/arnar Fjárlaganefnd Alþingis heldur opinn fund í dag um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Fundurinn hefst klukkan 9 og stendur til 11. Til fundarins koma fulltrúar Bankasýslunnar, þeir Jón Gunnar Jónsson forstjóri og Lárus Blöndal stjórnarformaður. Fundurinn verður opinn almenningi meðan húsrúm leyfir og hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum hér fyrir neðan. Upphaflega átti að halda fundinn á mánudag en á seint á sunnudag var tilkynnt að honum yrði frestað, fulltrúum stjórnarandstöðunnar til mikillar óánægju. Fram hefur komið að Bankasýslan hafi óskað eftir aukafresti svo hún gæti klárað minnisblað sem fjárlaganefnd hafði óskað eftir. Bankasýslan birti minnisblaðið í gær en þar kemur meðal annars fram að fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka hafi komið stofnuninni á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi. Órökrétt að tala um „litla fjárfesta“ Hluti af gagnrýninni á framkvæmd útboðsins á hlutum ríkisins í Íslandsbanka snýr að þátttöku fjárfesta sem keyptu fyrir tiltölulega lágar fjárhæðir. Þannig tóku 22 aðilar þátt í útboðinu fyrir minna en tíu milljónir, allt niður í rúmlega eina milljón króna. Í minnisblaði Bankasýslunnar segir að órökrétt sé að tala um „litla fjárfesta“ því að útboðinu hafi verið beint að hæfum fjárfestum og öðrum ekki. Þá kemur fram að Bankasýslan og mögulegir söluráðgjafar hafi framkvæmt frummat á markaðssaðstæðum í aðdraganda útboðsins og fengið nokka góða mynd af áhuga stærri aðila. Að auki var þess vænst að einkafjárfestar myndu hafa huga á að taka þátt. Ekki hafi verið sett nein lágmarksfjárhæð á tilboð í útboðinu. Ekkert hafi komið fram um að slíkt væri æskilegt í stjórnsýslulegri umfjöllun málsins hjá ríkisstjórn eða í kynningum Bankasýslunnar fyrir þingnefndum. Í minnisblaðinu segir stofnunin að hún telji að útboðið hafi almennt tekist vel út frá fjárhagslegum markmiðum. Framkvæmd þess hafi verið í fullu samræmi við lýsingu stofnunarinnar um sölu með tilboðsfyrirkomulagi. Einnig hafi það verið í samræmi við þær upplýsingar sem stofnunin kynnti fyrir fjárlaganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd. Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi. 26. apríl 2022 21:53 „Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00 Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Erlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Til fundarins koma fulltrúar Bankasýslunnar, þeir Jón Gunnar Jónsson forstjóri og Lárus Blöndal stjórnarformaður. Fundurinn verður opinn almenningi meðan húsrúm leyfir og hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum hér fyrir neðan. Upphaflega átti að halda fundinn á mánudag en á seint á sunnudag var tilkynnt að honum yrði frestað, fulltrúum stjórnarandstöðunnar til mikillar óánægju. Fram hefur komið að Bankasýslan hafi óskað eftir aukafresti svo hún gæti klárað minnisblað sem fjárlaganefnd hafði óskað eftir. Bankasýslan birti minnisblaðið í gær en þar kemur meðal annars fram að fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka hafi komið stofnuninni á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi. Órökrétt að tala um „litla fjárfesta“ Hluti af gagnrýninni á framkvæmd útboðsins á hlutum ríkisins í Íslandsbanka snýr að þátttöku fjárfesta sem keyptu fyrir tiltölulega lágar fjárhæðir. Þannig tóku 22 aðilar þátt í útboðinu fyrir minna en tíu milljónir, allt niður í rúmlega eina milljón króna. Í minnisblaði Bankasýslunnar segir að órökrétt sé að tala um „litla fjárfesta“ því að útboðinu hafi verið beint að hæfum fjárfestum og öðrum ekki. Þá kemur fram að Bankasýslan og mögulegir söluráðgjafar hafi framkvæmt frummat á markaðssaðstæðum í aðdraganda útboðsins og fengið nokka góða mynd af áhuga stærri aðila. Að auki var þess vænst að einkafjárfestar myndu hafa huga á að taka þátt. Ekki hafi verið sett nein lágmarksfjárhæð á tilboð í útboðinu. Ekkert hafi komið fram um að slíkt væri æskilegt í stjórnsýslulegri umfjöllun málsins hjá ríkisstjórn eða í kynningum Bankasýslunnar fyrir þingnefndum. Í minnisblaðinu segir stofnunin að hún telji að útboðið hafi almennt tekist vel út frá fjárhagslegum markmiðum. Framkvæmd þess hafi verið í fullu samræmi við lýsingu stofnunarinnar um sölu með tilboðsfyrirkomulagi. Einnig hafi það verið í samræmi við þær upplýsingar sem stofnunin kynnti fyrir fjárlaganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi. 26. apríl 2022 21:53 „Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00 Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Erlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi. 26. apríl 2022 21:53
„Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00
Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37