Margot Robbie og Ryan Gosling verða Barbie og Ken Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. apríl 2022 14:00 Ástralska leikkonan Margot Robbie mun fara með hlutverk dúkkunnar heimsfrægu, Barbie. Warner Bros Hin ljóshærða, sólbrúna og lífsglaða Barbie er væntanleg á hvíta tjaldið næsta sumar. Það er hin stórglæsilega ástralska leikkona Margot Robbie sem fer með hlutverk dúkkunnar heimsfrægu. Þá mun enginn annar en hjartaknúsarinn Ryan Gosling fara með hlutverk karldúkkunnar Ken. Fyrsta mynd af Robbie í hlutverki Barbie leit dagsins ljós á CinemaCon hátíðinni í Las Vegas í gær. Þar kom jafnframt fram að myndin væri væntanleg í kvikmyndahús vestanhafs þann 21. júlí árið 2023. Til hefur staðið að gera Hollywood kvikmynd um Barbie í mörg ár og nú hefur kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros riðið á vaðið. Ótal teiknimyndir hafa verið gerðar um dúkkuna, en þetta er fyrsta leikna myndin. Árið 2000 kom út Disney kvikmyndin Life-Size þar sem fyrirsætan Tyra Banks fór með hlutverk dúkku sem líktist Barbie. En þar var þó um að ræða svonefnda Eve-dúkku, en ekki hina einu sönnu Barbie. Það hljóta flestir að geta tekið undir það að þau Margot Robbie og Ryan Gosling eru hin fullkomnu Barbie og Ken.Getty/Lia Toby-Frazer Harrison Amy Schumer átti upphaflega að vera Barbie Hugmyndin hefur verið í vinnslu í að minnsta kosti átta ár. Árið 2016 stóð til að grínleikkonan Amy Schumer færi með hlutverk Barbie. Hún sagði sig svo frá verkefninu ári síðar og var talið að það væri vegna listræns ágreinings. Eftir það var hlutverkið orðað við leikkonuna Anne Hathaway, en það var þó aldrei staðfest. Það var svo á síðasta ári sem það var tilkynnt að Robbie yrði Barbie, enda vægast sagt fullkomin í hlutverkið. #BARBIEJuly 21, 2023Only in theaters pic.twitter.com/mauCGpizD1— Warner Bros. Pictures (@wbpictures) April 26, 2022 Will Ferrel verður í myndinni Aðrir leikarar í myndinni eru Kate McKinnon, Simu Liu, Issa Rae, Emma Mackey úr Sex Education, Michael Cera, og stórleikarinn Will Ferrel. Leikstjóri er Greta Gerwig, en hún er einnig handritshöfundur ásamt eiginmanni sínum Noah Baumbach. Tökur eru þegar hafnar og fara þær fram í Bretlandi. „Þetta vekur upp miklar nostalgíu tilfinningar og það eru margar spennandi leiðir til þess að nálgast þetta. Þegar fólk heyrir „Barbie“ þá telur það sig vita hvernig þessi mynd verður, en svo heyrir fólk að Greta Gerwig sé að skrifa og leikstýra og þá hugsa þau: „Ó ókei, þá hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta verður“,“ sagði Robbie í viðtali við breska Vogue. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fyrsta mynd af Robbie í hlutverki Barbie leit dagsins ljós á CinemaCon hátíðinni í Las Vegas í gær. Þar kom jafnframt fram að myndin væri væntanleg í kvikmyndahús vestanhafs þann 21. júlí árið 2023. Til hefur staðið að gera Hollywood kvikmynd um Barbie í mörg ár og nú hefur kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros riðið á vaðið. Ótal teiknimyndir hafa verið gerðar um dúkkuna, en þetta er fyrsta leikna myndin. Árið 2000 kom út Disney kvikmyndin Life-Size þar sem fyrirsætan Tyra Banks fór með hlutverk dúkku sem líktist Barbie. En þar var þó um að ræða svonefnda Eve-dúkku, en ekki hina einu sönnu Barbie. Það hljóta flestir að geta tekið undir það að þau Margot Robbie og Ryan Gosling eru hin fullkomnu Barbie og Ken.Getty/Lia Toby-Frazer Harrison Amy Schumer átti upphaflega að vera Barbie Hugmyndin hefur verið í vinnslu í að minnsta kosti átta ár. Árið 2016 stóð til að grínleikkonan Amy Schumer færi með hlutverk Barbie. Hún sagði sig svo frá verkefninu ári síðar og var talið að það væri vegna listræns ágreinings. Eftir það var hlutverkið orðað við leikkonuna Anne Hathaway, en það var þó aldrei staðfest. Það var svo á síðasta ári sem það var tilkynnt að Robbie yrði Barbie, enda vægast sagt fullkomin í hlutverkið. #BARBIEJuly 21, 2023Only in theaters pic.twitter.com/mauCGpizD1— Warner Bros. Pictures (@wbpictures) April 26, 2022 Will Ferrel verður í myndinni Aðrir leikarar í myndinni eru Kate McKinnon, Simu Liu, Issa Rae, Emma Mackey úr Sex Education, Michael Cera, og stórleikarinn Will Ferrel. Leikstjóri er Greta Gerwig, en hún er einnig handritshöfundur ásamt eiginmanni sínum Noah Baumbach. Tökur eru þegar hafnar og fara þær fram í Bretlandi. „Þetta vekur upp miklar nostalgíu tilfinningar og það eru margar spennandi leiðir til þess að nálgast þetta. Þegar fólk heyrir „Barbie“ þá telur það sig vita hvernig þessi mynd verður, en svo heyrir fólk að Greta Gerwig sé að skrifa og leikstýra og þá hugsa þau: „Ó ókei, þá hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta verður“,“ sagði Robbie í viðtali við breska Vogue.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira