Lilja segir Bjarna og Katrínu einnig hafa verið með áhyggjur af bankasölu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. apríl 2022 11:48 Skýringar Lilju Alfreðsdóttur hafa vakið afar hörð á Alþingi í morgun. vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir segir að bæði fjármála- og forsætisráðherra hafi deilt þeim áhyggjum og efsemdum sem hún hafði um aðferðina við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og og viðraði á ráðherrafundi. Þingmaður Viðreisnar segir það pungspark í íslensku þjóðina. Öll spjót beindust að Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði um viðbrögð fjármála- og forsætisráðherra við þeirri gagnrýni sem hún hefur sagst hafa látið uppi á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál í aðdraganda lokaðs útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Hvers vegna var ekki tekið mark á réttmætum og forspáum athugasemdum viðskiptaráðherra?“ spurði Halldóra. „Ég get upplýst þingið um það að þau höfðu líka þessar áhyggjur og það var auðvitað þannig að það kemur tillaga frá Bankasýslu ríkisins um að þessi aðferð sé til þess fallin að hámarka verð á þessari eign og að þessi aðferð sé sú sem sé alls staðar beitt um allan heim og ég verð bara að viðurkenna það að ég hafði ákveðnar efasemdir um þetta,“ svaraði Lilja. Lilja sagðist telja fjármálaráðherra þegar farinn að axla ábyrgð á málinu með því að óska eftir að Ríkisendurskoðun skoði málið. Bíða þurfi niðurstöðu þess. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Pungspark í íslensku þjóðina Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði alvarlegt að þjóðin hafi ekki verið upplýst um þessar efasemdir. „Við vitum að 83 prósent þjóðarinnar er í sárum vegna þessarar leiðar. Það er pungspark í þjóðina að standa hér og tala um það eftir söluna að þau hafi kannski bara öll vitað að þau voru að fara ranga leið. Þriðja stærsta einkavæðing sögunnar, 53 milljarðar. Rosa gott að taka samtalið eftir á. Ég er á því að viðskiptaráðherra sé hér að gerast brotleg við siðareglur ráðherra.“ Ummælin hafa vakið mjög sterk viðbrögð í þingsal og þingmenn hafa streymt í pontu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksisn segir Alþingi þurfa að bregðast við þessu. „Þeir [ráðherrar] vöruðu hvorn annan við greinilega og sjálfan sig. Gerðu þetta samt. En ég vek athygli forseta á því að þeir sáu ekki ástæðu til að upplýsa þingið.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm „Að leyna upplýsingum varðar við lög“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, spurði Lilju hvers vegna hún hefði upplýst þingið um málið og sagði það varða við lög að leyna upplýsingum. Lilja sagðist ekki telja það að hafa efasemdir falla undir að leyna upplýsingum. „Ég var alveg hreinskilin með það að ég taldi brýnt að við mundum ræða þessi mál eins og við erum að gera núna og hef ekki hika við það.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Öll spjót beindust að Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði um viðbrögð fjármála- og forsætisráðherra við þeirri gagnrýni sem hún hefur sagst hafa látið uppi á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál í aðdraganda lokaðs útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Hvers vegna var ekki tekið mark á réttmætum og forspáum athugasemdum viðskiptaráðherra?“ spurði Halldóra. „Ég get upplýst þingið um það að þau höfðu líka þessar áhyggjur og það var auðvitað þannig að það kemur tillaga frá Bankasýslu ríkisins um að þessi aðferð sé til þess fallin að hámarka verð á þessari eign og að þessi aðferð sé sú sem sé alls staðar beitt um allan heim og ég verð bara að viðurkenna það að ég hafði ákveðnar efasemdir um þetta,“ svaraði Lilja. Lilja sagðist telja fjármálaráðherra þegar farinn að axla ábyrgð á málinu með því að óska eftir að Ríkisendurskoðun skoði málið. Bíða þurfi niðurstöðu þess. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Pungspark í íslensku þjóðina Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði alvarlegt að þjóðin hafi ekki verið upplýst um þessar efasemdir. „Við vitum að 83 prósent þjóðarinnar er í sárum vegna þessarar leiðar. Það er pungspark í þjóðina að standa hér og tala um það eftir söluna að þau hafi kannski bara öll vitað að þau voru að fara ranga leið. Þriðja stærsta einkavæðing sögunnar, 53 milljarðar. Rosa gott að taka samtalið eftir á. Ég er á því að viðskiptaráðherra sé hér að gerast brotleg við siðareglur ráðherra.“ Ummælin hafa vakið mjög sterk viðbrögð í þingsal og þingmenn hafa streymt í pontu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksisn segir Alþingi þurfa að bregðast við þessu. „Þeir [ráðherrar] vöruðu hvorn annan við greinilega og sjálfan sig. Gerðu þetta samt. En ég vek athygli forseta á því að þeir sáu ekki ástæðu til að upplýsa þingið.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm „Að leyna upplýsingum varðar við lög“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, spurði Lilju hvers vegna hún hefði upplýst þingið um málið og sagði það varða við lög að leyna upplýsingum. Lilja sagðist ekki telja það að hafa efasemdir falla undir að leyna upplýsingum. „Ég var alveg hreinskilin með það að ég taldi brýnt að við mundum ræða þessi mál eins og við erum að gera núna og hef ekki hika við það.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira