Kex fyrir alla! Elías Tjörvi Halldórsson skrifar 28. apríl 2022 13:00 Kex framboð býður fram í Sveitarfélaginu Hornafirði. Fyrir nokkrum vikum ákvað ég ásamt vinum mínum að stofna nýtt framboð til sveitarstjórnarkosninga. Ég hafði fyrir þann tíma engar áætlanir um það að taka virkan þátt í sveitarstjórnarmálum. Við Þorgrímur bróðir og Birna mágkona mín vorum tiltölulega nýbúin að opna veitingastað í miðjum heimsfaraldri og mér fannst ég hreinlega hafa nóg á minni könnu.Ég hafði reyndar hugsað um það að taka þátt seinna, þegar ég væri orðinn nógu gamall, þá orðinn nógu klár og reynslumikill. Mér fannst ég hreinlega ekki orðinn nógu fullorðinn til að eiga nokkuð erindi inn á þennan vettvang. Því kemur það sjálfum mér skemmtilega á óvart að ég skuli nú skipa þriðja sæti K-lista Kex framboðs í komandi kosningum. Það var eftir einhvern af þeim fjölmörgu kaffibollum heima hjá foreldrum mínum í vetur að ég fór að velta komandi kosningum fyrir mér í alvöru. Við erum svo heppin að búa í frábæru og fjölbreyttu samfélagi sem hefur gríðarlega mikið af tækifærum en mér fannst umræðan í sveitarfélaginu og um sveitarfélagið of neikvæð og mjög margt sem mér þótti ábótavant. Skortur á fjölbreyttu íbúðarhúsnæði, lítil framtíðarsýn, vöntun á nýju hjúkrunarheimili og skortur á leikskólaplássi, þrátt fyrir glænýjan leikskóla, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt grundvallar hlutir sem þarf að huga að til þess að sveitarfélagið geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess að sveitarfélagið sé ákjósanlegur staður þar sem fólk vill setjast að. Ég ólst hér upp og ákvað fyrir nokkrum árum að gera sveitarfélagið að framtíðarheimili mínu, en á í erfiðleikum með að finna mér íbúð. Þrátt fyrir það að eiga hér töluvert bakland og tel mig nokkuð kunnugan staðháttum. Ég stofnaði hér fyrirtæki en á í erfiðleikum með að fá starfsfólk í vinnu vegna þess að hér er ekkert húsnæði í boði fyrir fólk sem hingað vill flytjast. Þetta vonleysi var upplifun mín og mér fannst einhvernvegin enginn vera að gera neitt í þessu öllu saman. Aðgengi að upplýsingum um stjórnsýsluna er mjög ábótavant, og það er mikill skortur á gagnsæi og sýnileika. Ég fór því að velta því fyrir mér hvort að það væri eitthvað sem ég gæti gert í þessu öllu saman. Ég var svo heppinn að ég fann fullt af fólki sem var að hugsa á svipuðum nótum. Það vildi líka breytingar og óvart varð Kex bara til. Ég áttaði mig fljótlega á því að stundum, ef maður vill breytingar, þá þarf maður að vera tilbúinn að stíga upp og reyna að knýja þær sjálfur fram. Ég áttaði mig á því að núna væri tíminn, ég væri orðinn fullorðinn og ég þyrfti ekkert endilega að vita allt og hafa lausnir á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum til þess að geta tekið þátt. Það fæðist enginn tilbúinn til þess að verða bæjarfulltrúi og ég er ekkert ófeiminn við það að leita hjálpar ef ég veit ekki eitthvað. Það er einhver ótrúlega góð orka og mikill kraftur í Kexinu og ég er mjög heppinn að fá að taka þátt. Við erum alls ekki alltaf sammála um allt þegar við byrjum að ræða málin, enda komum við úr ýmsum áttum og höfum mismunandi bakgrunn, en við höfum öll valið Sveitarfélagið Hornafjörð sem framtíðarheimili og viljum öll samfélaginu hér fyrir bestu. Núna í liðinni viku birtum við kosningaáherslur fyrir komandi kosningar. Við unnum þær saman, frambjóðendur og grasrót, að mestu leyti upp úr þeim punktum sem komu fram á opnum málefnafundum sem við héldum í marsmánuði. Kexið er nefnilega samvinnuverkefni. Ég er mjög hreykinn af þessari vinnu og ennþá stoltari af öllu því frábæra fólki sem að henni kom. Það besta við þetta allt saman er það að við erum rétt að byrja og eigum nóg inni. Sunnudaginn 1. maí stendur Kex framboð fyrir vöfflukaffi frá 14:00 - 16:00 þar sem við ætlum að fagna nýútgefinni stefnuskrá. Þar getiði gætt ykkur á dýrindis vöfflum, skoðað stefnuskránna og rætt við frambjóðendur. Ég hlakka til að sjá ykkur þar! Höfundur skipar 3. sæti á K – lista Kex framboðs, www.xkex.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hornafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Kex framboð býður fram í Sveitarfélaginu Hornafirði. Fyrir nokkrum vikum ákvað ég ásamt vinum mínum að stofna nýtt framboð til sveitarstjórnarkosninga. Ég hafði fyrir þann tíma engar áætlanir um það að taka virkan þátt í sveitarstjórnarmálum. Við Þorgrímur bróðir og Birna mágkona mín vorum tiltölulega nýbúin að opna veitingastað í miðjum heimsfaraldri og mér fannst ég hreinlega hafa nóg á minni könnu.Ég hafði reyndar hugsað um það að taka þátt seinna, þegar ég væri orðinn nógu gamall, þá orðinn nógu klár og reynslumikill. Mér fannst ég hreinlega ekki orðinn nógu fullorðinn til að eiga nokkuð erindi inn á þennan vettvang. Því kemur það sjálfum mér skemmtilega á óvart að ég skuli nú skipa þriðja sæti K-lista Kex framboðs í komandi kosningum. Það var eftir einhvern af þeim fjölmörgu kaffibollum heima hjá foreldrum mínum í vetur að ég fór að velta komandi kosningum fyrir mér í alvöru. Við erum svo heppin að búa í frábæru og fjölbreyttu samfélagi sem hefur gríðarlega mikið af tækifærum en mér fannst umræðan í sveitarfélaginu og um sveitarfélagið of neikvæð og mjög margt sem mér þótti ábótavant. Skortur á fjölbreyttu íbúðarhúsnæði, lítil framtíðarsýn, vöntun á nýju hjúkrunarheimili og skortur á leikskólaplássi, þrátt fyrir glænýjan leikskóla, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt grundvallar hlutir sem þarf að huga að til þess að sveitarfélagið geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess að sveitarfélagið sé ákjósanlegur staður þar sem fólk vill setjast að. Ég ólst hér upp og ákvað fyrir nokkrum árum að gera sveitarfélagið að framtíðarheimili mínu, en á í erfiðleikum með að finna mér íbúð. Þrátt fyrir það að eiga hér töluvert bakland og tel mig nokkuð kunnugan staðháttum. Ég stofnaði hér fyrirtæki en á í erfiðleikum með að fá starfsfólk í vinnu vegna þess að hér er ekkert húsnæði í boði fyrir fólk sem hingað vill flytjast. Þetta vonleysi var upplifun mín og mér fannst einhvernvegin enginn vera að gera neitt í þessu öllu saman. Aðgengi að upplýsingum um stjórnsýsluna er mjög ábótavant, og það er mikill skortur á gagnsæi og sýnileika. Ég fór því að velta því fyrir mér hvort að það væri eitthvað sem ég gæti gert í þessu öllu saman. Ég var svo heppinn að ég fann fullt af fólki sem var að hugsa á svipuðum nótum. Það vildi líka breytingar og óvart varð Kex bara til. Ég áttaði mig fljótlega á því að stundum, ef maður vill breytingar, þá þarf maður að vera tilbúinn að stíga upp og reyna að knýja þær sjálfur fram. Ég áttaði mig á því að núna væri tíminn, ég væri orðinn fullorðinn og ég þyrfti ekkert endilega að vita allt og hafa lausnir á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum til þess að geta tekið þátt. Það fæðist enginn tilbúinn til þess að verða bæjarfulltrúi og ég er ekkert ófeiminn við það að leita hjálpar ef ég veit ekki eitthvað. Það er einhver ótrúlega góð orka og mikill kraftur í Kexinu og ég er mjög heppinn að fá að taka þátt. Við erum alls ekki alltaf sammála um allt þegar við byrjum að ræða málin, enda komum við úr ýmsum áttum og höfum mismunandi bakgrunn, en við höfum öll valið Sveitarfélagið Hornafjörð sem framtíðarheimili og viljum öll samfélaginu hér fyrir bestu. Núna í liðinni viku birtum við kosningaáherslur fyrir komandi kosningar. Við unnum þær saman, frambjóðendur og grasrót, að mestu leyti upp úr þeim punktum sem komu fram á opnum málefnafundum sem við héldum í marsmánuði. Kexið er nefnilega samvinnuverkefni. Ég er mjög hreykinn af þessari vinnu og ennþá stoltari af öllu því frábæra fólki sem að henni kom. Það besta við þetta allt saman er það að við erum rétt að byrja og eigum nóg inni. Sunnudaginn 1. maí stendur Kex framboð fyrir vöfflukaffi frá 14:00 - 16:00 þar sem við ætlum að fagna nýútgefinni stefnuskrá. Þar getiði gætt ykkur á dýrindis vöfflum, skoðað stefnuskránna og rætt við frambjóðendur. Ég hlakka til að sjá ykkur þar! Höfundur skipar 3. sæti á K – lista Kex framboðs, www.xkex.is.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun