Arnar Gunnlaugsson: Það var smá reiði í mönnum Sverrir Mar Smárason skrifar 28. apríl 2022 22:38 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var sáttur með sigur sinna manna. Vísir/Hulda Margrét Víkingur R. vann Keflavík 4-1 í Bestu deild karla í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld og segir leikinn gott svar eftir tapleikinn gegn ÍA í 2. umferð. „Klárlega svarið sem ég vildi. Fyrri hálfleikurinn var mjög sterkur hjá okkur. Við vorum ‚aggressívir‘ eins og við töluðum um og fengum fullt af færum. Keflvíkingar voru smá vængbrotnir. Þeir misstu fyrirliðann sinn rétt fyrir leik og svo markmanninn þegar lítið var búið af leiknum. Við svöruðum skagaleiknum gríðarlega vel þannig að ég var mjög sáttur við frammistöðuna. ,“ sagði Arnar strax við leikslok. „Allt liðið bara svaraði þessu. Það voru allir ‚on‘, maður fann það strax í upphitun að menn vildu svara fyrir mistökin uppi á Skaga og það var smá reiði í mönnum, ‚aggression‘ og ‚passion‘. Auðvitað í seinni hálfleik þá vill maður vera gráðugur og skora fleiri mörk en þetta var mjög fagmannleg frammistaða í seinni hálfleik svona þangað til alveg í blálokin.“ Keflvíkingar gerðu lítið til þess að ógna marki Víkinga þangað til á 92. mínútu leiksins þegar þeir skoruðu sárabótamark. Arnar var ánægður með varnarleik síns liðs. „Við vorum bara ‚aggressívir‘. Mér fannst við vera virkilega ‚on it‘ í pressunni, bæði fyrsta og önnur pressa. Ef Keflavík komst í gegn þá náðum við að falla niður í góðar blokkir og stíga vel upp eftir það. Mér fannst gott flæði í okkar varnarleik og man svo sem ekkert eftir einhverju færi sem Keflavík fékk en þeir gáfu ekki árar í bát. Þeir voru særðir og örugglega særðir í hálfleik en seinni hálfleikur var betri hjá þeim. Maður hefði viljað eitt til tvö mörk í viðbót en ég hefði tekið 4-1 fyrir leik,“ sagði Arnar. Kristall Máni bar af í Víkingsliðinu í dag eftir að hafa verið gagnrýndur eftir leikinn gegn ÍA. Þá kom Birnir Snær inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn í dag og átti sömuleiðis góðan leik. „Klárlega sýnir Kristall karakter að svara svona. Við vitum allir hvaða knattspyrnuhæfileikar búa í honum. Honum til varnar þá þurfti hann að spila svolítið uppi á topp í fjarveru Nikolaj. Hann er búinn að gera það í síðustu þremur leikjum. Að fá Nikolaj til baka gerir okkur kleift að færa Kristall neðar í svona tíu/frjálst hlutverk sem hentar honum gríðarlega vel. Ég var líka mjög ánægður með Birni. Birnir hefur ótrúlega fótboltahæfileika en hann lagði líka gríðarlega hart að sér í pressu og varnarleik í fyrri hálfleiknum og það er það sem við viljum sjá hjá honum. Þú getur ekkert verið lúxus leikmaður í nútíma fótbolta. Þú þarft að leggja hart að þér í varnarleik og vinna þér inn rétt til að spila þinn leik. Mér fannst hann gera það,“ sagði Arnar um leikmennina tvo. Víkingar leika næst gegn Stjörnunni næst komandi Mánudagskvöld. Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, sagði í viðtali við Fótbolti.net í dag að leikurinn gæti orðið besti leikur deildarinnar. Arnar tók undir hans orð að mestu. „Það er þokkaleg pressa. Ég veit alveg hvað hann er að fara. Ég er búinn að hrífast mjög mikið af Stjörnumönnum í vetur og Gústi er að byggja upp frábært lið með ungum leikmönnum í bland við þá eldri. Það verður gríðarlega gaman að kljást við þá. Þeir spila ‚aggressívt‘ og pressa mikið. Þeir spila ekkert ósvipað og við og ég veit hvað hann er að fara. Vonandi stöndum við við stóru orðin,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna Eftir 3-0 tap á Akranesi svöruðu Íslandsmeistarar Víkings heldur betur fyrir sig með öruggum 4-1 heimasigri gegn Keflvíkingum í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 28. apríl 2022 21:18 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
„Klárlega svarið sem ég vildi. Fyrri hálfleikurinn var mjög sterkur hjá okkur. Við vorum ‚aggressívir‘ eins og við töluðum um og fengum fullt af færum. Keflvíkingar voru smá vængbrotnir. Þeir misstu fyrirliðann sinn rétt fyrir leik og svo markmanninn þegar lítið var búið af leiknum. Við svöruðum skagaleiknum gríðarlega vel þannig að ég var mjög sáttur við frammistöðuna. ,“ sagði Arnar strax við leikslok. „Allt liðið bara svaraði þessu. Það voru allir ‚on‘, maður fann það strax í upphitun að menn vildu svara fyrir mistökin uppi á Skaga og það var smá reiði í mönnum, ‚aggression‘ og ‚passion‘. Auðvitað í seinni hálfleik þá vill maður vera gráðugur og skora fleiri mörk en þetta var mjög fagmannleg frammistaða í seinni hálfleik svona þangað til alveg í blálokin.“ Keflvíkingar gerðu lítið til þess að ógna marki Víkinga þangað til á 92. mínútu leiksins þegar þeir skoruðu sárabótamark. Arnar var ánægður með varnarleik síns liðs. „Við vorum bara ‚aggressívir‘. Mér fannst við vera virkilega ‚on it‘ í pressunni, bæði fyrsta og önnur pressa. Ef Keflavík komst í gegn þá náðum við að falla niður í góðar blokkir og stíga vel upp eftir það. Mér fannst gott flæði í okkar varnarleik og man svo sem ekkert eftir einhverju færi sem Keflavík fékk en þeir gáfu ekki árar í bát. Þeir voru særðir og örugglega særðir í hálfleik en seinni hálfleikur var betri hjá þeim. Maður hefði viljað eitt til tvö mörk í viðbót en ég hefði tekið 4-1 fyrir leik,“ sagði Arnar. Kristall Máni bar af í Víkingsliðinu í dag eftir að hafa verið gagnrýndur eftir leikinn gegn ÍA. Þá kom Birnir Snær inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn í dag og átti sömuleiðis góðan leik. „Klárlega sýnir Kristall karakter að svara svona. Við vitum allir hvaða knattspyrnuhæfileikar búa í honum. Honum til varnar þá þurfti hann að spila svolítið uppi á topp í fjarveru Nikolaj. Hann er búinn að gera það í síðustu þremur leikjum. Að fá Nikolaj til baka gerir okkur kleift að færa Kristall neðar í svona tíu/frjálst hlutverk sem hentar honum gríðarlega vel. Ég var líka mjög ánægður með Birni. Birnir hefur ótrúlega fótboltahæfileika en hann lagði líka gríðarlega hart að sér í pressu og varnarleik í fyrri hálfleiknum og það er það sem við viljum sjá hjá honum. Þú getur ekkert verið lúxus leikmaður í nútíma fótbolta. Þú þarft að leggja hart að þér í varnarleik og vinna þér inn rétt til að spila þinn leik. Mér fannst hann gera það,“ sagði Arnar um leikmennina tvo. Víkingar leika næst gegn Stjörnunni næst komandi Mánudagskvöld. Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, sagði í viðtali við Fótbolti.net í dag að leikurinn gæti orðið besti leikur deildarinnar. Arnar tók undir hans orð að mestu. „Það er þokkaleg pressa. Ég veit alveg hvað hann er að fara. Ég er búinn að hrífast mjög mikið af Stjörnumönnum í vetur og Gústi er að byggja upp frábært lið með ungum leikmönnum í bland við þá eldri. Það verður gríðarlega gaman að kljást við þá. Þeir spila ‚aggressívt‘ og pressa mikið. Þeir spila ekkert ósvipað og við og ég veit hvað hann er að fara. Vonandi stöndum við við stóru orðin,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna Eftir 3-0 tap á Akranesi svöruðu Íslandsmeistarar Víkings heldur betur fyrir sig með öruggum 4-1 heimasigri gegn Keflvíkingum í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 28. apríl 2022 21:18 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna Eftir 3-0 tap á Akranesi svöruðu Íslandsmeistarar Víkings heldur betur fyrir sig með öruggum 4-1 heimasigri gegn Keflvíkingum í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 28. apríl 2022 21:18