Fullkomið og sögulegt kvöld hjá Chris Paul og þrjú lið fóru áfram í NBA í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2022 07:32 Chris Paul gengur sigurreifur af velli eftir fjórða sigur Phoenix Suns á New Orleans Pelicans í nótt. AP/Gerald Herbert Þrjú einvígi kláruðust í nótt í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta þar sem Philadelphia 76ers, Phoenix Suns og Dallas Mavericks tryggðu sér öll sæti í undanúrslitum deildanna. Toronto Raptors, New Orleans Pelicans og Utah Jazz eru aftur á móti komin í sumarfrí. Chris Paul skrifaði söguna þegar Phoenix Suns vann 115-109 sigur á New Orleans Pelicans en hann gerði það með því að eiga fullkomnasta kvöldið í sögu úrslitakeppninnar. Paul hitti nefnilega úr öllum fjórtán skotum sínum í leiknum. 14 for 14.No one has made as many shots without a miss in the postseason as @CP3 did tonight in the @Suns series-clinching win. pic.twitter.com/pOzjs1fkXe— NBA (@NBA) April 29, 2022 Enginn hefur hitt úr jafnmörgum skotum í einum leik í úrslitakeppni án þess að klikka en Paul var með 33 stig og 8 stoðsendingar í leiknum. Phoenix Suns liðið þurfti því á leiðtoga sínum að halda því liðið var tíu stigum undir í hálfleik. Það munaði lika mikið um það að Devin Booker gat spilað á ný eftir níu daga fjarveru vegna tognunar aftan í læri í leik tvö. Hann skoraði 13 stig á 32 mínútum. Miðherjinn Deandre Ayton var síðan með 22 stig en hann nýtti 10 af 12 skotum sínum. Brandon Ingram var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 21 stig og 11 stoðsendingar. James Harden comes up big on the road, sending the @sixers to Round 2!22 PTS | 15 AST pic.twitter.com/ffQb5lrX6X— NBA (@NBA) April 29, 2022 Joel Embiid og James Harden voru báðir öflugir þegar Philadelphia 76ers burstaði Toronto Raptors 132-97 á útivelli og tryggði sér einvígi á móti Miami Heat í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Embiid var með 33 stig og 10 fráköst en Harden bætti við 22 stig og 15 stoðsendingum. Philadelphia kom í 3-0 í einvíginu en hafði tapað tveimur leikjum í röð. Joel Embiid powers the @sixers to the East Semis!33 points10 boards3 blocks#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/6QkWkp6Qiy— NBA (@NBA) April 29, 2022 Það voru fleiri að spila vel hjá 76ers því Tyrese Maxey skoraði 25 stig og Tobias Harris var með 19 stig og 11 fráköst. Chris Boucher var stigahæstur hjá Toronto með 25 stig og 10 fráköst en Pascal Siakam skoraði 24 stig. Jalen Brunson puts the @dallasmavs on top!He now heads to the free-throw line with DAL up 1... 4.3 left on TNT pic.twitter.com/qhRnS3EnSA— NBA (@NBA) April 29, 2022 Luka Doncic og Jalen Brunson voru báðir með 24 stig þegar Dallas Mavericks tryggði sér sigur í einvíginu á móti Utah Jazz með 98-96 útisigri. Brunson skoraði fjögur síðustu stig Dallas í leiknum og Utah fékk eitt skot í lokin en klikkaði. Auk stiganna var Doncic líka með 9 fráköst, 8 stoðsendingar, 2 varin skot og 2 stolna bolta. Spencer Dinwiddie skoraði 19 stig og Dorian Finney-Smith var með 18 stig. Donovan Mitchell var atkvæðamestur hjá Utah með 23 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst en Bojan Bogdanovic skoraði 19 stig. Dallas Mavericks og Phoenix Suns munu mætast í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Hard-fought series! pic.twitter.com/VFdFiHJ0jP— NBA (@NBA) April 29, 2022 Úrslitin í úrslitakeppni NBA í nótt: New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 109-115 Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 97-132 Utah Jazz - Dallas Mavericks 96-98 - Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar núna: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat 4-1 Atlanta Hawks (8. sæti) BÚIÐ (2) Boston Celtics 4-0 Brooklyn Nets (7) BÚIÐ (3) Milwaukee Bucks 4-1 Chicago Bulls (6) BÚIÐ (4) Philadelphia 76ers 4-2 Toronto Raptors (5) BÚIÐ Vesturdeildin: (1. sæti) Phoenix Suns 4-2 New Orleans Pelicans (8. sæti) BÚIÐ (2) Memphis Grizzlies 3-2 Minnesota Timberwolves (7) (3) Golden State Warriors 4-1 Denver Nuggets (6) BÚIÐ (4) Dallas Mavericks 4-2 Utah Jazz (5) BÚIÐ - Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat - Philadelphia 76ers (4. sæti) (2) Boston Celtics - Milwaukee Bucks (3) Vesturdeildin: (1) Phoenix Suns - Dallas Mavericks (4) (2) Memphis Grizzlies/Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors (3) Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
Chris Paul skrifaði söguna þegar Phoenix Suns vann 115-109 sigur á New Orleans Pelicans en hann gerði það með því að eiga fullkomnasta kvöldið í sögu úrslitakeppninnar. Paul hitti nefnilega úr öllum fjórtán skotum sínum í leiknum. 14 for 14.No one has made as many shots without a miss in the postseason as @CP3 did tonight in the @Suns series-clinching win. pic.twitter.com/pOzjs1fkXe— NBA (@NBA) April 29, 2022 Enginn hefur hitt úr jafnmörgum skotum í einum leik í úrslitakeppni án þess að klikka en Paul var með 33 stig og 8 stoðsendingar í leiknum. Phoenix Suns liðið þurfti því á leiðtoga sínum að halda því liðið var tíu stigum undir í hálfleik. Það munaði lika mikið um það að Devin Booker gat spilað á ný eftir níu daga fjarveru vegna tognunar aftan í læri í leik tvö. Hann skoraði 13 stig á 32 mínútum. Miðherjinn Deandre Ayton var síðan með 22 stig en hann nýtti 10 af 12 skotum sínum. Brandon Ingram var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 21 stig og 11 stoðsendingar. James Harden comes up big on the road, sending the @sixers to Round 2!22 PTS | 15 AST pic.twitter.com/ffQb5lrX6X— NBA (@NBA) April 29, 2022 Joel Embiid og James Harden voru báðir öflugir þegar Philadelphia 76ers burstaði Toronto Raptors 132-97 á útivelli og tryggði sér einvígi á móti Miami Heat í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Embiid var með 33 stig og 10 fráköst en Harden bætti við 22 stig og 15 stoðsendingum. Philadelphia kom í 3-0 í einvíginu en hafði tapað tveimur leikjum í röð. Joel Embiid powers the @sixers to the East Semis!33 points10 boards3 blocks#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/6QkWkp6Qiy— NBA (@NBA) April 29, 2022 Það voru fleiri að spila vel hjá 76ers því Tyrese Maxey skoraði 25 stig og Tobias Harris var með 19 stig og 11 fráköst. Chris Boucher var stigahæstur hjá Toronto með 25 stig og 10 fráköst en Pascal Siakam skoraði 24 stig. Jalen Brunson puts the @dallasmavs on top!He now heads to the free-throw line with DAL up 1... 4.3 left on TNT pic.twitter.com/qhRnS3EnSA— NBA (@NBA) April 29, 2022 Luka Doncic og Jalen Brunson voru báðir með 24 stig þegar Dallas Mavericks tryggði sér sigur í einvíginu á móti Utah Jazz með 98-96 útisigri. Brunson skoraði fjögur síðustu stig Dallas í leiknum og Utah fékk eitt skot í lokin en klikkaði. Auk stiganna var Doncic líka með 9 fráköst, 8 stoðsendingar, 2 varin skot og 2 stolna bolta. Spencer Dinwiddie skoraði 19 stig og Dorian Finney-Smith var með 18 stig. Donovan Mitchell var atkvæðamestur hjá Utah með 23 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst en Bojan Bogdanovic skoraði 19 stig. Dallas Mavericks og Phoenix Suns munu mætast í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Hard-fought series! pic.twitter.com/VFdFiHJ0jP— NBA (@NBA) April 29, 2022 Úrslitin í úrslitakeppni NBA í nótt: New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 109-115 Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 97-132 Utah Jazz - Dallas Mavericks 96-98 - Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar núna: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat 4-1 Atlanta Hawks (8. sæti) BÚIÐ (2) Boston Celtics 4-0 Brooklyn Nets (7) BÚIÐ (3) Milwaukee Bucks 4-1 Chicago Bulls (6) BÚIÐ (4) Philadelphia 76ers 4-2 Toronto Raptors (5) BÚIÐ Vesturdeildin: (1. sæti) Phoenix Suns 4-2 New Orleans Pelicans (8. sæti) BÚIÐ (2) Memphis Grizzlies 3-2 Minnesota Timberwolves (7) (3) Golden State Warriors 4-1 Denver Nuggets (6) BÚIÐ (4) Dallas Mavericks 4-2 Utah Jazz (5) BÚIÐ - Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat - Philadelphia 76ers (4. sæti) (2) Boston Celtics - Milwaukee Bucks (3) Vesturdeildin: (1) Phoenix Suns - Dallas Mavericks (4) (2) Memphis Grizzlies/Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors (3) Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Úrslitin í úrslitakeppni NBA í nótt: New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 109-115 Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 97-132 Utah Jazz - Dallas Mavericks 96-98 - Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar núna: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat 4-1 Atlanta Hawks (8. sæti) BÚIÐ (2) Boston Celtics 4-0 Brooklyn Nets (7) BÚIÐ (3) Milwaukee Bucks 4-1 Chicago Bulls (6) BÚIÐ (4) Philadelphia 76ers 4-2 Toronto Raptors (5) BÚIÐ Vesturdeildin: (1. sæti) Phoenix Suns 4-2 New Orleans Pelicans (8. sæti) BÚIÐ (2) Memphis Grizzlies 3-2 Minnesota Timberwolves (7) (3) Golden State Warriors 4-1 Denver Nuggets (6) BÚIÐ (4) Dallas Mavericks 4-2 Utah Jazz (5) BÚIÐ - Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat - Philadelphia 76ers (4. sæti) (2) Boston Celtics - Milwaukee Bucks (3) Vesturdeildin: (1) Phoenix Suns - Dallas Mavericks (4) (2) Memphis Grizzlies/Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors (3)
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira