Munu þín börn læra tæknilæsi? Sara Dögg Svanhildardóttir og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa 29. apríl 2022 07:00 Menntadagur atvinnulífsins fór fram nýverið með yfirskriftinni Stafræn hæfni í íslensku menntakerfi og atvinnulífi. Afar spennandi erindi voru á dagskrá þar sem spjótum var beint að menntakerfinu okkar og spurt hvernig menntakerfið okkar ætlar að mæta þeirri færni sem nú þegar eru gerðar kröfur um í atvinnulífinu, hvar sem við stígum niður fæti. Leik- og grunnskólastig var þar engin undantekning því í raun er það mikilvægast að öllu að hefja þessa færniþjálfun sem allra fyrst til þess að tæknilæsi þjóðar verði að veruleika. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. En hvernig ætlum við sem samfélag að efla stafræna tækni ef ekki innan skólakerfisins? Hvernig ætlum við í Garðabæ að haga þessum umbreytingu inn í okkar skólum? Eða er það utan dagskrár? Eigum við ekki að setja tæknilæsi rækilega á dagskrá fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar? Við höfum einfaldlega ekki efni á því að ætla að láta menntun barna og ungmenna mæta afgangi þegar kemur að tækniþróun. Við vitum að skortur á þekkingu og hæfni til að takast á við nýtt, starfrænt umhverfi háir skólasamfélaginu. Kennarar hafa almennt ekki menntað sig sérstaklega í tæknilæsi enda hefur það ekki staðið til boða. Endurmenntun er afar takmörkuð. Ekki síst vegna skorts á fjármagni. Hins vegar er mikil gróska meðal kennara og menntabúðir í tæknilausnum hafa slegið í gegn, þar sem áhugasamir kennarar hafa stokkið á vagninn. En ekki allir. Aðgengi barna og ungmenna að tækni í skólastarfi og áhersla á tæknilæsi í námi þeirra er því alfarið háð áhuga einstakra kennara og stjórnenda. Og okkar sveitarstjórnarfólks, því allt snýst þetta á endanum um pólitískar ákvarðanir hvernig skattfé íbúanna er varið. En tækniþróun og uppfærsla hennar inn í skólakerfið okkar kostar. Því miður er ekki hægt að þráast við og ætla þessari tæknibreytingu að eiga sér stað innan skólakerfisins okkar án sérstakst fjárhagslegs stuðning. Svo risastór breyting, sem hefur áhrif á daglegar athafnir okkar, getur ekki mótast af áhuga einstakra kennara. Hana þarf að innleiða í skólakerfið með markvissum og faglegum hætti. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Garðabær og tæknimenntun Garðabær hóf sína vegferð fyrir margt löngu síðan og þótti framarlega á sviði tæknimenntunar þegar forritunarkennsla var tekin inn í skólana. En hvernig hefur þróunin verið? Hvernig hefur sveitarfélagið stutt við þessa framsýnu vegferð? Ef kennarar fá ekki tækifæri til að afla sér aukinnar þekkingar á sviði stafrænnar tækni er ekki hægt að gera ràð fyrir umbreytingum sem fela í sér nýtingu stafrænna lausna í skólastarfi. Ef enginn er þekkingin elur hún ekki af sér nýja þekkingu. Við þurfum að gera betur. Við höfum kraftinn og viljann í kennarahópnum okkar og megum ekki vera þeim frekari hindrnu. Tökum stór skref, tökum upp þráðinn og gefum í. Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Rakel Steinberg Sölvadóttir Viðreisn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Menntadagur atvinnulífsins fór fram nýverið með yfirskriftinni Stafræn hæfni í íslensku menntakerfi og atvinnulífi. Afar spennandi erindi voru á dagskrá þar sem spjótum var beint að menntakerfinu okkar og spurt hvernig menntakerfið okkar ætlar að mæta þeirri færni sem nú þegar eru gerðar kröfur um í atvinnulífinu, hvar sem við stígum niður fæti. Leik- og grunnskólastig var þar engin undantekning því í raun er það mikilvægast að öllu að hefja þessa færniþjálfun sem allra fyrst til þess að tæknilæsi þjóðar verði að veruleika. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. En hvernig ætlum við sem samfélag að efla stafræna tækni ef ekki innan skólakerfisins? Hvernig ætlum við í Garðabæ að haga þessum umbreytingu inn í okkar skólum? Eða er það utan dagskrár? Eigum við ekki að setja tæknilæsi rækilega á dagskrá fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar? Við höfum einfaldlega ekki efni á því að ætla að láta menntun barna og ungmenna mæta afgangi þegar kemur að tækniþróun. Við vitum að skortur á þekkingu og hæfni til að takast á við nýtt, starfrænt umhverfi háir skólasamfélaginu. Kennarar hafa almennt ekki menntað sig sérstaklega í tæknilæsi enda hefur það ekki staðið til boða. Endurmenntun er afar takmörkuð. Ekki síst vegna skorts á fjármagni. Hins vegar er mikil gróska meðal kennara og menntabúðir í tæknilausnum hafa slegið í gegn, þar sem áhugasamir kennarar hafa stokkið á vagninn. En ekki allir. Aðgengi barna og ungmenna að tækni í skólastarfi og áhersla á tæknilæsi í námi þeirra er því alfarið háð áhuga einstakra kennara og stjórnenda. Og okkar sveitarstjórnarfólks, því allt snýst þetta á endanum um pólitískar ákvarðanir hvernig skattfé íbúanna er varið. En tækniþróun og uppfærsla hennar inn í skólakerfið okkar kostar. Því miður er ekki hægt að þráast við og ætla þessari tæknibreytingu að eiga sér stað innan skólakerfisins okkar án sérstakst fjárhagslegs stuðning. Svo risastór breyting, sem hefur áhrif á daglegar athafnir okkar, getur ekki mótast af áhuga einstakra kennara. Hana þarf að innleiða í skólakerfið með markvissum og faglegum hætti. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Garðabær og tæknimenntun Garðabær hóf sína vegferð fyrir margt löngu síðan og þótti framarlega á sviði tæknimenntunar þegar forritunarkennsla var tekin inn í skólana. En hvernig hefur þróunin verið? Hvernig hefur sveitarfélagið stutt við þessa framsýnu vegferð? Ef kennarar fá ekki tækifæri til að afla sér aukinnar þekkingar á sviði stafrænnar tækni er ekki hægt að gera ràð fyrir umbreytingum sem fela í sér nýtingu stafrænna lausna í skólastarfi. Ef enginn er þekkingin elur hún ekki af sér nýja þekkingu. Við þurfum að gera betur. Við höfum kraftinn og viljann í kennarahópnum okkar og megum ekki vera þeim frekari hindrnu. Tökum stór skref, tökum upp þráðinn og gefum í. Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun