Baráttan heldur áfram Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 1. maí 2022 08:01 Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðshreyfingarinnar er ekki bara vettvangur til að sýna samstöðu og minna á samtakamátt hreyfingarinnar, minnast þeirra sem ruddu brautina og sýna þeim stuðning sem hafa umboð til að ryðja hana áfram. Dagurinn er einnig áminning um stöðu okkar í samfélaginu. Sumir hafa það gott, aðrir hafa fengið gul spjöld en yfir mörgum hangir rauða spjaldið ef þeir standa illa félagslega og/eða fjárhagslega. Við erum ríkt samfélag, ekki bara af veraldlegum gæðum og auðlindum, heldur líka af samkennd og náungakærleik. En eitthvað höfum við villst af leið. Það er stöðugt verið að reka fleyg á milli stétta, fleyg á milli tekjuhópa, fleyg á milli menntaðra og ómenntaðra, fleyg á milli fullfrískra og veikra. Samkenndin er ekki eins og hún var og við tölum minna saman um það sem skiptir máli. Okkur varðar minna um þá sem eru í verri stöðu eða minna mega sín, nema á tyllidögum þegar við kaupum armband, nælu, gloss, álf eða neyðarkall. Samviska í dag kostar 2.500 kall á mánuði hjá UNICEF og staðfestingu af herlegheitunum á samfélagsmiðlum. Við lifum í yfirborðskenndri veröld samfélagsmiðla, og tökum þátt í yfirborðskenndum leik. Við erum mötuð frá morgni til kvölds og þegar koma upp alvarleg spillingarmál keppast sérhagsmunamiðlar við að halda athygli okkar við annað í bland við að fullvissa okkur um að svart sé hvítt og upp sé niður. Það sorglega er að það virkar. Það er búið að reikna þetta allt saman út og við eigum ekki möguleika á að berjast gegn því. Vitandi vel að við erum ekki nema einum launaseðli frá því að geta staðið skil á skuldbindingum okkar, eða alvarlegum veikindum frá algjöru tekjuhruni tökum við þátt í þessari sundrung meðvitað og ómeðvitað. Við skiptum okkur í fylkingar og lið eftir nákvæmri uppskrift þeirra sem vilja sundra samstöðu heildarinnar, rjúfa samstöðu sem sérhagsmunaöflin hræðast mest. Það voru sannarlega ekki menntastéttirnar eða hátekjuhóparnir sem börðu í gegn, með verkföllum og samtakamætti, veikindaréttinn, atvinnuleysisbæturnar eða orlofið. En þetta eru réttindi sem allir njóta góðs af í dag. Við njótum öll góðs af baráttu allra stétta. Ef einhver fær meira er farvegur og fordæmi fyrir hina að biðja um það sama. Þó við höfum það gott í dag er það engin trygging fyrir því að það verði alltaf þannig og að börnin okkar og afkomendur þeirra muni njóta sömu tækifæra og við. Við erum ekki einungis að berjast fyrir betri kjörum allra stétta heldur fyrir mikilvægum samfélagsbreytingum sem gagnast komandi kynslóðum. Við búum vel að þeim réttindum sem aðrir fórnuðu miklu við að ná og það erum við sem mótum það samfélag sem við viljum að aðrir taki við af okkur. En til þess þurfum við að vakna. Við þurfum að horfa innávið og taka afstöðu. Afstöðu gegn græðgi og sérhagsmunagæslu. Afstöðu gegn afvegaleiðingu umræðunnar og lygunum. Afstöðu gegn því niðurbroti á gildunum sem okkur voru kennd. Við þurfum að safnast saman og standa saman. Við þurfum að hugsa um okkar veikustu bræður og systur og setja það sem viðmið um hvernig við stöndum okkur sem heild en ekki hversu marga milljarðamæringa við eigum á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Við þurfum að svara þeirri spurningu hver verður sú arfleið, sem við viljum sjá samfélagið okkar þróast í átt að og börnin okkar og afkomendur vitna til, þegar okkar verður minnst? Fjármálaráðherra var verðlaunaður fyrir viðskipti síðasta árs með því að selja 35% hlut Ríkisins í Íslandsbanka á undirverði sem færði fjársterku fólki og fjárfestum tugi milljarða króna af verðmætum þjóðarinnar á silfurfati, á nokkrum vikum. Sérstök verðlaun voru svo veitt viðskiptamanni ársins fyrir að selja Mílu, eina mikilvægustu fjarskiptainnviði þjóðarinnar úr landi, og senda um leið óútfyllta kröfu á neytendur framtíðarinnar, á meðan arðgreiðslum viðskiptanna verður ráðstafað á blóðugar hendur nafntogaðra útrásarvíkinga og lærlinga þeirra. Bankastjóri Arion banka var á sama tíma verðlaunaður fyrir sögulegan hagnað á tímum kreppuástands hjá þjóðinni. Í umsögn er honum sérstaklega hrósað fyrir háar arðgreiðslur og uppkaup á eigin bréfum bankans. Allt síðasta ár hefur einkennst af endurkomu þekktra útrásardólga úr bankahruninu sem keppast við að hreinsa út verðmæti úr fyrirtækjum sem þeir hafa komist yfir, þó þeir séu jafnvel með lítinn eignarhlut því mörg þessara fyrirtækja eru að mestu í eigu almennings í gegnum lífeyrissjóðina sem sitja óvirkir á hliðarlínunni og athugasemdalaust bíða eftir að sitja uppi með tómar skeljar og áratuga skuldbindingar. Gróðinn endar svo í höndum fárra og finnur sér leiðir í sömu skattaskjólin og gróðinn úr útrásarsukkinu er geymdur. Kunnuglegar aðferðir hér á ferð. Atvinnuleysi náði hámarki á síðasta ári sem og hækkun hlutabréfa, hagnaður fjármálafyrirtækja og afkoma flestra skráðra félaga í Kauphöll Íslands. Arðgreiðslur og uppkaup eigin bréfa fyrirtækja stefna í að verða um og yfir 200 milljarðar á þessu ári. Á sama tíma mælist verðbólga yfir 7% og hefur ekki verið hærri í áratug. Ástæðurnar þekkja flestir. Ástæður sem rekja má til afleiðinga Covid faraldursins, stríðsátaka og einni alvarlegustu húsnæðiskreppu síðustu áratuga. Húsnæðiskreppu þar sem leiga á tveggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu kostar meira heldur en útborgaður ellilífeyrir. Heilbrigðiskerfið er fyrir löngu að þrotum komið og forsætisráðherra talar um grænar fjárfestingar á meðan fjármálaráðherra heldur áfram að deila út takmörkuðum gæðum til útvaldra fjárfesta á kostnað þjóðarinnar. Ríkisstjórnin, Seðlabankinn og talsmenn sérhagsmuna eru síðan sammála um að kjarasamningsbundnar launahækkanir og samningaviðræðurnar í haust séu helsta ógnin við stöðugleika. Talsfólk fjármálafyrirtækja krefur Seðlabankann um viðbrögð. Og talar nú hvert ofan í annað um nauðsyn þess að stíga fast niður og hækka vexti. Sem aftur gerir lítið annað en að gera stöðu einstaklinga og fyrirtækja enn verri en orðið er. Því það veit allt rökhugsandi fólk að vaxtahækkanir á Íslandi leysa hvorki húsnæðisvandann eða lækka heimsmarkaðsverð á hrávöru, en fitar þurfandi fjármálakerfið enn frekar en orðið er. Það blasir þó við hið augljósa. Að þrýstingur á erlendar hækkanir og hrávöruverð mun að einhverju leyti ganga til baka eða í það minnsta ná ákveðnu jafnvægi hvort sem Seðlabankinn hækkar vexti eða ekki. Það blasir líka við að Seðlabankinn og fjármálakerfið munu berja sér á brjóst fyrir árangurinn þegar verðbólguþrýstingur minnkar. En hver ber ábyrgðina á þessari stöðu? Við getum ekki varpað ábyrgðinni á stjórnmálin eða sérhagsmunaöflin vegna heimsfaraldurs eða stríðsátaka. En við getum svo sannarlega varpað ábyrgðinni á stjórnvöld vegna stöðunnar á húsnæðismarkaði sem hefur öllum verið ljóst að stefndi í síðustu árin og hefur verið langáhrifamesti liðurinn í vísitölunni til hækkunar. Og við getum líka varpað ábyrgðinni á Seðlabankann sem greip alltof seint inn í þegar áhlaup var gert á húsnæðismarkaðinn vegna aukinnar kaupgetu eftir samfellt vaxtalækkunarferli. Stjórnvöld og Seðlabankinn bera alla ábyrgð á því sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir hefði forgangsröðun þeirra verið um almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni. Framundan eru erfiðir tímar. Tímar sem munu einkennast af miklum verðlags- og kostnaðarhækkunum. Á meðan hrannast spillingarmálin upp í kringum kringum vítavert aðgerðarleysi og taumlausa meðvirkni. Kæru félagar. Nú reynir á samtakamátt heildarinnar. Við erum ekkert og komumst ekkert áfram án stuðnings okkar félaga. Ábyrgð okkar sem erum í forystu er mikil í þeim efnum. Samningsstaðan okkar í haust mun endurspegla það hvort okkur takist að komast sameinuð út úr þeim miklu átökum sem átt hafa sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar. Ég kalla eftir samheldni og samstöðu innan okkar raða. Samstöðu stétta á milli svo við getum bæði varið þann mikla árangur sem við höfum náð og gert enn betur. Forverum okkar tókst það og okkur tókst það fyrir síðustu kjarasamninga og ég er viss um að okkur takist það fyrir haustið. Okkur ber skylda til þess. Við getum ekki litið framhjá innbyrðis deilum hreyfingarinnar og verðum að horfast í augu við þá stöðu og finna lausnir. En þessi átök þurfa ekki að vera veikleikamerki. Þau endurspegla miklu frekar þá ástríðu og þann kraft sem í okkur býr. Ef okkur tekst að beisla hann í sömu átt og með stuðningi fólksins sem við erum í umboði fyrir erum við óstöðvandi afl til réttlátra breytinga, samfélaginu og framtíðinni til heilla. Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Stéttarfélög Kjaramál Verkalýðsdagurinn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðshreyfingarinnar er ekki bara vettvangur til að sýna samstöðu og minna á samtakamátt hreyfingarinnar, minnast þeirra sem ruddu brautina og sýna þeim stuðning sem hafa umboð til að ryðja hana áfram. Dagurinn er einnig áminning um stöðu okkar í samfélaginu. Sumir hafa það gott, aðrir hafa fengið gul spjöld en yfir mörgum hangir rauða spjaldið ef þeir standa illa félagslega og/eða fjárhagslega. Við erum ríkt samfélag, ekki bara af veraldlegum gæðum og auðlindum, heldur líka af samkennd og náungakærleik. En eitthvað höfum við villst af leið. Það er stöðugt verið að reka fleyg á milli stétta, fleyg á milli tekjuhópa, fleyg á milli menntaðra og ómenntaðra, fleyg á milli fullfrískra og veikra. Samkenndin er ekki eins og hún var og við tölum minna saman um það sem skiptir máli. Okkur varðar minna um þá sem eru í verri stöðu eða minna mega sín, nema á tyllidögum þegar við kaupum armband, nælu, gloss, álf eða neyðarkall. Samviska í dag kostar 2.500 kall á mánuði hjá UNICEF og staðfestingu af herlegheitunum á samfélagsmiðlum. Við lifum í yfirborðskenndri veröld samfélagsmiðla, og tökum þátt í yfirborðskenndum leik. Við erum mötuð frá morgni til kvölds og þegar koma upp alvarleg spillingarmál keppast sérhagsmunamiðlar við að halda athygli okkar við annað í bland við að fullvissa okkur um að svart sé hvítt og upp sé niður. Það sorglega er að það virkar. Það er búið að reikna þetta allt saman út og við eigum ekki möguleika á að berjast gegn því. Vitandi vel að við erum ekki nema einum launaseðli frá því að geta staðið skil á skuldbindingum okkar, eða alvarlegum veikindum frá algjöru tekjuhruni tökum við þátt í þessari sundrung meðvitað og ómeðvitað. Við skiptum okkur í fylkingar og lið eftir nákvæmri uppskrift þeirra sem vilja sundra samstöðu heildarinnar, rjúfa samstöðu sem sérhagsmunaöflin hræðast mest. Það voru sannarlega ekki menntastéttirnar eða hátekjuhóparnir sem börðu í gegn, með verkföllum og samtakamætti, veikindaréttinn, atvinnuleysisbæturnar eða orlofið. En þetta eru réttindi sem allir njóta góðs af í dag. Við njótum öll góðs af baráttu allra stétta. Ef einhver fær meira er farvegur og fordæmi fyrir hina að biðja um það sama. Þó við höfum það gott í dag er það engin trygging fyrir því að það verði alltaf þannig og að börnin okkar og afkomendur þeirra muni njóta sömu tækifæra og við. Við erum ekki einungis að berjast fyrir betri kjörum allra stétta heldur fyrir mikilvægum samfélagsbreytingum sem gagnast komandi kynslóðum. Við búum vel að þeim réttindum sem aðrir fórnuðu miklu við að ná og það erum við sem mótum það samfélag sem við viljum að aðrir taki við af okkur. En til þess þurfum við að vakna. Við þurfum að horfa innávið og taka afstöðu. Afstöðu gegn græðgi og sérhagsmunagæslu. Afstöðu gegn afvegaleiðingu umræðunnar og lygunum. Afstöðu gegn því niðurbroti á gildunum sem okkur voru kennd. Við þurfum að safnast saman og standa saman. Við þurfum að hugsa um okkar veikustu bræður og systur og setja það sem viðmið um hvernig við stöndum okkur sem heild en ekki hversu marga milljarðamæringa við eigum á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Við þurfum að svara þeirri spurningu hver verður sú arfleið, sem við viljum sjá samfélagið okkar þróast í átt að og börnin okkar og afkomendur vitna til, þegar okkar verður minnst? Fjármálaráðherra var verðlaunaður fyrir viðskipti síðasta árs með því að selja 35% hlut Ríkisins í Íslandsbanka á undirverði sem færði fjársterku fólki og fjárfestum tugi milljarða króna af verðmætum þjóðarinnar á silfurfati, á nokkrum vikum. Sérstök verðlaun voru svo veitt viðskiptamanni ársins fyrir að selja Mílu, eina mikilvægustu fjarskiptainnviði þjóðarinnar úr landi, og senda um leið óútfyllta kröfu á neytendur framtíðarinnar, á meðan arðgreiðslum viðskiptanna verður ráðstafað á blóðugar hendur nafntogaðra útrásarvíkinga og lærlinga þeirra. Bankastjóri Arion banka var á sama tíma verðlaunaður fyrir sögulegan hagnað á tímum kreppuástands hjá þjóðinni. Í umsögn er honum sérstaklega hrósað fyrir háar arðgreiðslur og uppkaup á eigin bréfum bankans. Allt síðasta ár hefur einkennst af endurkomu þekktra útrásardólga úr bankahruninu sem keppast við að hreinsa út verðmæti úr fyrirtækjum sem þeir hafa komist yfir, þó þeir séu jafnvel með lítinn eignarhlut því mörg þessara fyrirtækja eru að mestu í eigu almennings í gegnum lífeyrissjóðina sem sitja óvirkir á hliðarlínunni og athugasemdalaust bíða eftir að sitja uppi með tómar skeljar og áratuga skuldbindingar. Gróðinn endar svo í höndum fárra og finnur sér leiðir í sömu skattaskjólin og gróðinn úr útrásarsukkinu er geymdur. Kunnuglegar aðferðir hér á ferð. Atvinnuleysi náði hámarki á síðasta ári sem og hækkun hlutabréfa, hagnaður fjármálafyrirtækja og afkoma flestra skráðra félaga í Kauphöll Íslands. Arðgreiðslur og uppkaup eigin bréfa fyrirtækja stefna í að verða um og yfir 200 milljarðar á þessu ári. Á sama tíma mælist verðbólga yfir 7% og hefur ekki verið hærri í áratug. Ástæðurnar þekkja flestir. Ástæður sem rekja má til afleiðinga Covid faraldursins, stríðsátaka og einni alvarlegustu húsnæðiskreppu síðustu áratuga. Húsnæðiskreppu þar sem leiga á tveggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu kostar meira heldur en útborgaður ellilífeyrir. Heilbrigðiskerfið er fyrir löngu að þrotum komið og forsætisráðherra talar um grænar fjárfestingar á meðan fjármálaráðherra heldur áfram að deila út takmörkuðum gæðum til útvaldra fjárfesta á kostnað þjóðarinnar. Ríkisstjórnin, Seðlabankinn og talsmenn sérhagsmuna eru síðan sammála um að kjarasamningsbundnar launahækkanir og samningaviðræðurnar í haust séu helsta ógnin við stöðugleika. Talsfólk fjármálafyrirtækja krefur Seðlabankann um viðbrögð. Og talar nú hvert ofan í annað um nauðsyn þess að stíga fast niður og hækka vexti. Sem aftur gerir lítið annað en að gera stöðu einstaklinga og fyrirtækja enn verri en orðið er. Því það veit allt rökhugsandi fólk að vaxtahækkanir á Íslandi leysa hvorki húsnæðisvandann eða lækka heimsmarkaðsverð á hrávöru, en fitar þurfandi fjármálakerfið enn frekar en orðið er. Það blasir þó við hið augljósa. Að þrýstingur á erlendar hækkanir og hrávöruverð mun að einhverju leyti ganga til baka eða í það minnsta ná ákveðnu jafnvægi hvort sem Seðlabankinn hækkar vexti eða ekki. Það blasir líka við að Seðlabankinn og fjármálakerfið munu berja sér á brjóst fyrir árangurinn þegar verðbólguþrýstingur minnkar. En hver ber ábyrgðina á þessari stöðu? Við getum ekki varpað ábyrgðinni á stjórnmálin eða sérhagsmunaöflin vegna heimsfaraldurs eða stríðsátaka. En við getum svo sannarlega varpað ábyrgðinni á stjórnvöld vegna stöðunnar á húsnæðismarkaði sem hefur öllum verið ljóst að stefndi í síðustu árin og hefur verið langáhrifamesti liðurinn í vísitölunni til hækkunar. Og við getum líka varpað ábyrgðinni á Seðlabankann sem greip alltof seint inn í þegar áhlaup var gert á húsnæðismarkaðinn vegna aukinnar kaupgetu eftir samfellt vaxtalækkunarferli. Stjórnvöld og Seðlabankinn bera alla ábyrgð á því sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir hefði forgangsröðun þeirra verið um almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni. Framundan eru erfiðir tímar. Tímar sem munu einkennast af miklum verðlags- og kostnaðarhækkunum. Á meðan hrannast spillingarmálin upp í kringum kringum vítavert aðgerðarleysi og taumlausa meðvirkni. Kæru félagar. Nú reynir á samtakamátt heildarinnar. Við erum ekkert og komumst ekkert áfram án stuðnings okkar félaga. Ábyrgð okkar sem erum í forystu er mikil í þeim efnum. Samningsstaðan okkar í haust mun endurspegla það hvort okkur takist að komast sameinuð út úr þeim miklu átökum sem átt hafa sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar. Ég kalla eftir samheldni og samstöðu innan okkar raða. Samstöðu stétta á milli svo við getum bæði varið þann mikla árangur sem við höfum náð og gert enn betur. Forverum okkar tókst það og okkur tókst það fyrir síðustu kjarasamninga og ég er viss um að okkur takist það fyrir haustið. Okkur ber skylda til þess. Við getum ekki litið framhjá innbyrðis deilum hreyfingarinnar og verðum að horfast í augu við þá stöðu og finna lausnir. En þessi átök þurfa ekki að vera veikleikamerki. Þau endurspegla miklu frekar þá ástríðu og þann kraft sem í okkur býr. Ef okkur tekst að beisla hann í sömu átt og með stuðningi fólksins sem við erum í umboði fyrir erum við óstöðvandi afl til réttlátra breytinga, samfélaginu og framtíðinni til heilla. Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins! Höfundur er formaður VR.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun