Sérsveitin hafði afskipti af dreng sem reyndist óvopnaður Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2022 14:48 Á myndbandinu sést vopnuð sérsveit hafa afskipti af ungum manni í miðbænum. Vísir/Vilhelm Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á fimmta tímanum í nótt eftir að tilkynning um vopnaðan mann í miðborginni barst lögreglu. Sá reyndist ekki aðeins vopnlaus með öllu heldur einnig undir átján ára aldri. Að því er segir í tilkynningu frá lögreglu sagðist tilkynnandi hafa heyrt af tali tveggja manna, sem virtust hafa átt í einhverjum útistöðum, að annar þeirra væri vopnaður. Hann hafi skilið orðskipti þeirra sem að um skotvopn væri að ræða. Vegfarandinn hafi getað gefið greinargóða lýsingu á manninum sem átti að hafa vopnið undir höndum. Því hafi verið brugðist strax við samkvæmt verklagi, en í því felist meðal annars að kalla til vakthafandi lögreglumenn hjá sérsveit ríkislögreglustjóra. Lögregla hafi fljótt haft uppi á manninum sem leitað var og höfðu sérsveitarmenn afskipti af honum. Fljótlega kom í ljós að hann væri vopnlaus en í samtali við lögreglu viðurkenndi maðurinn að hafa látið þessi orð falla um vopnaburð í samskiptum við annan mann skömmu áður. Enginn var handtekinn vegna málsins en haft var samband við foreldra drengsins þar sem hann hefur ekki náð átján ára aldri. Ekki rétt að skotvopni hafi verið otað að drengnum Í tilkynningu lögreglu segir að í einum fjölmiðli hafi verið fjallað um málið og vikið að vopnburði annars sérsveitarmannsins. DV fjallaði um málið í hádeginu og sagði sérsveitarmann hafa miðað skotvopni að drengnum. „Til upplýsinga skal tekið fram að um svokallaða höggboltabyssu er að ræða, en hún er í sama valdbeitingarstigi og lögreglukylfa,“ segir í tilkynningu lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Að því er segir í tilkynningu frá lögreglu sagðist tilkynnandi hafa heyrt af tali tveggja manna, sem virtust hafa átt í einhverjum útistöðum, að annar þeirra væri vopnaður. Hann hafi skilið orðskipti þeirra sem að um skotvopn væri að ræða. Vegfarandinn hafi getað gefið greinargóða lýsingu á manninum sem átti að hafa vopnið undir höndum. Því hafi verið brugðist strax við samkvæmt verklagi, en í því felist meðal annars að kalla til vakthafandi lögreglumenn hjá sérsveit ríkislögreglustjóra. Lögregla hafi fljótt haft uppi á manninum sem leitað var og höfðu sérsveitarmenn afskipti af honum. Fljótlega kom í ljós að hann væri vopnlaus en í samtali við lögreglu viðurkenndi maðurinn að hafa látið þessi orð falla um vopnaburð í samskiptum við annan mann skömmu áður. Enginn var handtekinn vegna málsins en haft var samband við foreldra drengsins þar sem hann hefur ekki náð átján ára aldri. Ekki rétt að skotvopni hafi verið otað að drengnum Í tilkynningu lögreglu segir að í einum fjölmiðli hafi verið fjallað um málið og vikið að vopnburði annars sérsveitarmannsins. DV fjallaði um málið í hádeginu og sagði sérsveitarmann hafa miðað skotvopni að drengnum. „Til upplýsinga skal tekið fram að um svokallaða höggboltabyssu er að ræða, en hún er í sama valdbeitingarstigi og lögreglukylfa,“ segir í tilkynningu lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira