Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar! Tómas Ellert Tómasson skrifar 30. apríl 2022 16:31 Vegna ummæla formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra frá því í gær er rétt að benda lesendum á það strax, að efni þessarar greinar er tengt kosningum í fortíð, nútíð og framtíð. Í ljósi framangreindra ummæla má ekki að mati formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra minnast á það nú að barnamálaráðherra hafi slegið sig pólitískt til riddara með vanfjármögnuðum farsældarlögum á kostnað sveitarfélaganna í landinu. Lagasetningu sem mun valda sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá væntanlega ekki heldur minnast á að Þjóðarhöllin sem að ráðherrar Framsóknarflokksins lofuðu að myndi koma til framkvæmda „núna“ fyrir síðustu alþingiskosningar er hvergi að sjá í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Heiðarleiki og raunsæ fyrirheit í pólitík Undirritaður rakst á þessa fyrirsögn á grein eins framboðs í Svf. Árborg í vikunni sem birt var á héraðsfréttamiðli. Í greininni útlistaði framboðið heiðarleikaprógrammið sitt. Má trúa því að sá framboðslisti hafi og muni í framhaldinu iðka prógrammið sem það setti upp? - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Í tilviki þess framboðs má væntanlega ekki minnast á það þegar að þáverandi forseti bæjarstjórnar, sem nú skipar 3. sæti listans, lýsti sig andsnúinn nýrri Selfossbrú yfir Ölfusá í upphafi árs 2015. Brúin var á þeim tíma, árið 2015, á samgönguáætlun og átti samkvæmt henni að verða tekin í notkun árið 2019 þ.e. fyrir þremur árum síðan. Í stað þess er nú útlit fyrr að ekki verði ný brú vígð fyrr en árið 2026 - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má væntanlega ekki heldur í framangreindu samhengi minnast á það að D-listi Sjálfstæðisflokksins í Svf. Árborg lofaði því árið 2006 að reist yrði nýtt fjölnota íþróttahús á íþróttasvæðinu við Engjaveg. Það mál endaði síðan á kosningaloforðaborði M-lista Miðflokksins í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar árið 2018 að keyra það verkefni áfram. Vígsluathöfn Selfosshallarinnar verður 9. maí næstkomandi - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá heldur ekki að mati formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra minnast á það, að hann sjálfur og meðhjálpari hans ráku rýting á dögunum í bak oddvita Framsóknarflokksins og forseta bæjarstjórnar hér í bæ, á meðan þeir þuldu við ódæðisverkið, að sögn kunnugra, að þeir væru „vinir hans“ - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá svo væntanlega alls ekki minnast á það, að í kjölfar rýtingsstungunnar að þá hafi nær samstundis Ungmennafélag Selfoss óskað eftir starfskröftum hins farsæla forseta bæjarstjórnar. Sá sem fyrir rýtingsstungunni varð, hefur nú tekið við því virðingarhlutverki að starfa sem formaður Ungmennafélags Selfoss, elstu og virtustu félagasamtökum á Selfossi. Því fagna allir sem unna ungmennafélaginu og því mikilvæga samfélagslega hlutverki sem að það gegnir - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Höfundur er byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Tómas Ellert Tómasson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Spyr hvort hörð umræða tengist ummælum á Búnaðarþingi eða sveitarstjórnarkosningum Innviðaráðherra velti því upp á Alþingi í morgun hvort þungar ásakanir í kjölfar ummæla á Búnaðarþingi tengist ummælunum sem slíkum eða komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem Framsóknarflokkurinn mælist á mikilli siglingu. 29. apríl 2022 12:07 Er sanngjarnt að þingmenn og ráðherrar slái sig til riddara á kostnað sveitarfélaga? Þann 11. júní 2021 samþykkti Alþingi lagasetningu á grunni fjögurra frumvarpa þáverandi félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna og að auki þingsályktun um Barnvænt Ísland. 28. mars 2022 12:00 Þjóðarhöllin rísi Laugardalurinn hefur um áratugaskeið verið vettvangur margra stærstu sigra í íslenskri íþróttasögu, hvort sem þeir hafa unnist í Laugardalshöllinni eða á -vellinum. Aðstaðan í Laugardalnum er hins vegar löngu úr sér gengin og landsleikir í handbolta eða körfubolta þurfa sérstakar undanþágur alþjóðasambanda, því Laugardalshöllin uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur. 22. september 2021 11:31 Mótmælir staðsetningu nýrrar brúar yfir Ölfusá Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. 31. janúar 2015 20:37 Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Vegna ummæla formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra frá því í gær er rétt að benda lesendum á það strax, að efni þessarar greinar er tengt kosningum í fortíð, nútíð og framtíð. Í ljósi framangreindra ummæla má ekki að mati formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra minnast á það nú að barnamálaráðherra hafi slegið sig pólitískt til riddara með vanfjármögnuðum farsældarlögum á kostnað sveitarfélaganna í landinu. Lagasetningu sem mun valda sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá væntanlega ekki heldur minnast á að Þjóðarhöllin sem að ráðherrar Framsóknarflokksins lofuðu að myndi koma til framkvæmda „núna“ fyrir síðustu alþingiskosningar er hvergi að sjá í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Heiðarleiki og raunsæ fyrirheit í pólitík Undirritaður rakst á þessa fyrirsögn á grein eins framboðs í Svf. Árborg í vikunni sem birt var á héraðsfréttamiðli. Í greininni útlistaði framboðið heiðarleikaprógrammið sitt. Má trúa því að sá framboðslisti hafi og muni í framhaldinu iðka prógrammið sem það setti upp? - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Í tilviki þess framboðs má væntanlega ekki minnast á það þegar að þáverandi forseti bæjarstjórnar, sem nú skipar 3. sæti listans, lýsti sig andsnúinn nýrri Selfossbrú yfir Ölfusá í upphafi árs 2015. Brúin var á þeim tíma, árið 2015, á samgönguáætlun og átti samkvæmt henni að verða tekin í notkun árið 2019 þ.e. fyrir þremur árum síðan. Í stað þess er nú útlit fyrr að ekki verði ný brú vígð fyrr en árið 2026 - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má væntanlega ekki heldur í framangreindu samhengi minnast á það að D-listi Sjálfstæðisflokksins í Svf. Árborg lofaði því árið 2006 að reist yrði nýtt fjölnota íþróttahús á íþróttasvæðinu við Engjaveg. Það mál endaði síðan á kosningaloforðaborði M-lista Miðflokksins í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar árið 2018 að keyra það verkefni áfram. Vígsluathöfn Selfosshallarinnar verður 9. maí næstkomandi - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá heldur ekki að mati formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra minnast á það, að hann sjálfur og meðhjálpari hans ráku rýting á dögunum í bak oddvita Framsóknarflokksins og forseta bæjarstjórnar hér í bæ, á meðan þeir þuldu við ódæðisverkið, að sögn kunnugra, að þeir væru „vinir hans“ - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá svo væntanlega alls ekki minnast á það, að í kjölfar rýtingsstungunnar að þá hafi nær samstundis Ungmennafélag Selfoss óskað eftir starfskröftum hins farsæla forseta bæjarstjórnar. Sá sem fyrir rýtingsstungunni varð, hefur nú tekið við því virðingarhlutverki að starfa sem formaður Ungmennafélags Selfoss, elstu og virtustu félagasamtökum á Selfossi. Því fagna allir sem unna ungmennafélaginu og því mikilvæga samfélagslega hlutverki sem að það gegnir - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Höfundur er byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg.
Spyr hvort hörð umræða tengist ummælum á Búnaðarþingi eða sveitarstjórnarkosningum Innviðaráðherra velti því upp á Alþingi í morgun hvort þungar ásakanir í kjölfar ummæla á Búnaðarþingi tengist ummælunum sem slíkum eða komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem Framsóknarflokkurinn mælist á mikilli siglingu. 29. apríl 2022 12:07
Er sanngjarnt að þingmenn og ráðherrar slái sig til riddara á kostnað sveitarfélaga? Þann 11. júní 2021 samþykkti Alþingi lagasetningu á grunni fjögurra frumvarpa þáverandi félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna og að auki þingsályktun um Barnvænt Ísland. 28. mars 2022 12:00
Þjóðarhöllin rísi Laugardalurinn hefur um áratugaskeið verið vettvangur margra stærstu sigra í íslenskri íþróttasögu, hvort sem þeir hafa unnist í Laugardalshöllinni eða á -vellinum. Aðstaðan í Laugardalnum er hins vegar löngu úr sér gengin og landsleikir í handbolta eða körfubolta þurfa sérstakar undanþágur alþjóðasambanda, því Laugardalshöllin uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur. 22. september 2021 11:31
Mótmælir staðsetningu nýrrar brúar yfir Ölfusá Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. 31. janúar 2015 20:37
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun