Kjósum Þorgerði – um formannskjör Félags grunnskólakennara Silja Kristjánsdóttir skrifar 30. apríl 2022 19:30 Kæru grunnskólakennarar, Á mánudaginn hefjast kosningar til formanns Félags grunnskólakennara sem standa fram á laugardag. Við getum valið um 3 aðila og það er mikilvægt að við nýtum kosningaréttinn okkar. Ég styð Þorgerði Laufeyju Diðriksdóttur til áframhaldandi starfa, enda þykir mér hún hafa staðið sig með stakri príði sem formaður félagsins okkar. Þorgerður er réttsýn og ákveðin baráttukona, húmoristi, tilfinningavera og síðast en ekki síst sérfræðingur í kjara- og réttindamálum kennara. Hún er óhrædd við að fara í öll mál og tala máli kennara hvar og hvenær sem er. Þorgerður hefur ekki staðið ein í brúnni síðustu ár, með henni hefur starfað öflug stjórn sem ég er svo heppin að hafa fengið að tilheyra síðasta ½ árið eftir rúm 3 ár í samninganefnd. Með stjórninni er skólamálanefnd, samninganefnd, svæðaformenn og svæðastjórnir um allt land að ótöldum tæplega 200 trúnaðarmönnum sem starfa á vettvangi fyrir félagið. Þó að Covid hafi að sjálfsögðu litað síðustu 2 ár og tækifærin til að hittast og tengjast í raunheimum, hefur þessi hópur verið vakinn og sofinn yfir réttindum kennara og samstarfið öflugt og gott undir stjórn Þorgerðar. Ég er afar stollt af verkum forystu Félags grunnskólakennara, af öflugri réttindagæslu, að fá aftur verðmæti inn í kjarasamning án þess að selja neitt í staðinn, eftirfylgni mála og fagmennsku. Ég er stollt af öflum svæðastjórnum sem hafa unnið vel með okkur, veitt aðhald og stuðning. Ég er stollt af vel upplýstum trúnaðarmönnum sem vita hvert á að leita ef eitthvað kemur uppá. Ég er líka stollt af starfsmönnum félagsins sem leitast við að þjónusta félagsmenn hratt og vel. Um leið og ég hvet ykkur til að kjósa Þorgerði til formanns FG, harma ég þá umræðu sem upp hefur komið í þessari kosningabaráttu. Kennarar vita öllum betur hversu hræðilegt einelti er og hversu mikilvægt er að vinna úr málum sem upp koma af alúð og virðingu við alla aðila. Öllum getur orðið á enda erum við mannleg. Það mál sem hefur verið í umræðunni er nú í farvegi innan KÍ undir stjórn formanns sambandsins Magnúsar Þórs Jónssonar, með það að markmiði að sættir náist og samskipti verði á þann hátt að sómi sé að. Það eru stór verkefni framundan hjá Félagi grunnskólakennara, að koma nýgerðum kjarasamningi í framkvæmd. Að finna lausn á styttingu vinnuvikunnar og virkja sveigjanleika í starfi kennara. Það þarf að tryggja að ákvæði um jöfnun lífeyrisréttinda verði efnd og sjá til þess að kennarar hafi rödd í þeirri vinnu sem snýr að launasetningu kvennastétta. Þá þarf að halda áfram þeirri mikilvægu vinnu að skýra framkvæmd kjarasamningsatriða sem ágreiningur hefur verið um og tryggja að réttindi glatist ekki vegna vanþekkingar. Þetta veit Þorgerður, hún hefur sýnt það og sannað að hún ræður við verkefnin og hefur á þeim þekkingu og skilning. Kjósum Þorgerði og tryggjum áframhaldandi uppbyggingu á félaginu okkar og farsæla forystu. Með virðingu og vinsemd, Silja Kristjánsdóttir, textílkennari í Sjálandsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Kæru grunnskólakennarar, Á mánudaginn hefjast kosningar til formanns Félags grunnskólakennara sem standa fram á laugardag. Við getum valið um 3 aðila og það er mikilvægt að við nýtum kosningaréttinn okkar. Ég styð Þorgerði Laufeyju Diðriksdóttur til áframhaldandi starfa, enda þykir mér hún hafa staðið sig með stakri príði sem formaður félagsins okkar. Þorgerður er réttsýn og ákveðin baráttukona, húmoristi, tilfinningavera og síðast en ekki síst sérfræðingur í kjara- og réttindamálum kennara. Hún er óhrædd við að fara í öll mál og tala máli kennara hvar og hvenær sem er. Þorgerður hefur ekki staðið ein í brúnni síðustu ár, með henni hefur starfað öflug stjórn sem ég er svo heppin að hafa fengið að tilheyra síðasta ½ árið eftir rúm 3 ár í samninganefnd. Með stjórninni er skólamálanefnd, samninganefnd, svæðaformenn og svæðastjórnir um allt land að ótöldum tæplega 200 trúnaðarmönnum sem starfa á vettvangi fyrir félagið. Þó að Covid hafi að sjálfsögðu litað síðustu 2 ár og tækifærin til að hittast og tengjast í raunheimum, hefur þessi hópur verið vakinn og sofinn yfir réttindum kennara og samstarfið öflugt og gott undir stjórn Þorgerðar. Ég er afar stollt af verkum forystu Félags grunnskólakennara, af öflugri réttindagæslu, að fá aftur verðmæti inn í kjarasamning án þess að selja neitt í staðinn, eftirfylgni mála og fagmennsku. Ég er stollt af öflum svæðastjórnum sem hafa unnið vel með okkur, veitt aðhald og stuðning. Ég er stollt af vel upplýstum trúnaðarmönnum sem vita hvert á að leita ef eitthvað kemur uppá. Ég er líka stollt af starfsmönnum félagsins sem leitast við að þjónusta félagsmenn hratt og vel. Um leið og ég hvet ykkur til að kjósa Þorgerði til formanns FG, harma ég þá umræðu sem upp hefur komið í þessari kosningabaráttu. Kennarar vita öllum betur hversu hræðilegt einelti er og hversu mikilvægt er að vinna úr málum sem upp koma af alúð og virðingu við alla aðila. Öllum getur orðið á enda erum við mannleg. Það mál sem hefur verið í umræðunni er nú í farvegi innan KÍ undir stjórn formanns sambandsins Magnúsar Þórs Jónssonar, með það að markmiði að sættir náist og samskipti verði á þann hátt að sómi sé að. Það eru stór verkefni framundan hjá Félagi grunnskólakennara, að koma nýgerðum kjarasamningi í framkvæmd. Að finna lausn á styttingu vinnuvikunnar og virkja sveigjanleika í starfi kennara. Það þarf að tryggja að ákvæði um jöfnun lífeyrisréttinda verði efnd og sjá til þess að kennarar hafi rödd í þeirri vinnu sem snýr að launasetningu kvennastétta. Þá þarf að halda áfram þeirri mikilvægu vinnu að skýra framkvæmd kjarasamningsatriða sem ágreiningur hefur verið um og tryggja að réttindi glatist ekki vegna vanþekkingar. Þetta veit Þorgerður, hún hefur sýnt það og sannað að hún ræður við verkefnin og hefur á þeim þekkingu og skilning. Kjósum Þorgerði og tryggjum áframhaldandi uppbyggingu á félaginu okkar og farsæla forystu. Með virðingu og vinsemd, Silja Kristjánsdóttir, textílkennari í Sjálandsskóla.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun