Baráttukveðjur Oddný G. Harðardóttir skrifar 1. maí 2022 11:02 Því miður eru engin merki um að stríðið í Úkraínu sé að taka enda. Fréttir um stríðsglæpi og þjáningar úkraínsku þjóðarinnar birtast okkur daglega. Úkraínumenn þurfa samhug og stuðning. Og stríðið hefur efnahagsleg áhrif um allan heim. Hér á landi fer hrávöruverð hækkandi, verð á matvöru fer hækkandi, verðbólga fer vaxandi og lífskjör versna. Vinna þarf að sátt við verkalýðshreyfingu um mótvægisaðgerðir stjórnvalda til að jafna leikinn og létta byrðar þeirra sem þurfa á því að halda. Skapa sátt í samfélaginu til að takast á við erfiðar aðstæður því fólkið sem fyrir hækkanabylgjuna þoldi ekki óvænt útgjöld er nú komið í enn verri stöðu. Stöðu sem mun bitna á börnum og viðkvæmum hópum ef ekki verður gripið inn í með aðgerðum sem við vitum að virka; með hærri og hnitmiðaðri vaxta- og húsaleigubótum og barnabótum líkt og löndin í kringum okkur sem stýrt er af jafnaðarmönnum hafa nú þegar gripið til. Engin pólitísk forysta Í covid faraldrinum gerðu stjórnvöld ráðstafanir sem leiddu til mikils gróða banka og tryggingarfyrirtækja. Bankar högnuðust enn meira m.a. vegna þess að stjórnvöld hlupu undir bagga með fyrirtækjum sem urðu að draga saman vegna sóttvarna og tryggingarfélög vegna þess að fólki var gert að vera heima og urðu fyrir vikið síður fyrir tjóni. Þessum mótvægisaðgerðum stjórnvalda var ekki ætlað að styrkja banka og tryggingarfélög sérstaklega og þess vega hefði átt að leggja á sérstakan skatt, hvalrekaskatt til að jafna leikinn og láta skattinn renna til heimila þeirra sem misstu vinnuna vegna nauðsynlegra sóttvarna og glíma enn við afleiðingarnar. Það þarf pólitíska forystu til að grípa til ráðstafana sem jafna leikinn. Skortur á samráði Ógnin sem stafar að loflagsbreytingum af mannavöldum og sjálfvirknivæðing sem færist stöðugt í aukana mun leiða til breytinga á vinnumarkaði. Ný störf koma fram, önnur breytast og enn önnur gætu horfið. Stjórnvöld verða að koma í veg fyrir atvinnuleysi vegna þessara breytinga og að það verkafólk sem hefur minnst handa á milli þurfi að bera aukinn kostnað. Engin sátt næst um hröð orkuskipti og aðrar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum nema að velferðarstjórnarmið séu höfð að leiðarljósi og tryggt að kostnaður falli ekki á herðar tekjulægri hópa eða íbúa í dreifðum byggðum umfram aðra. Ef árangur á að nást sem leiðir til sáttar og jafnaðar þarf samráð að eiga sér stað á milli stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. Leita þarf sátta um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að mæta áhrifum heimsfaraldurs og stríðs í Evrópu á íslenskt samfélag og vegna sjálfvirknivæðingar og grænna umskipta til framtíðar. Framlag ríkisstjórnar Íslands við þessar aðstæður birtist hins vegar í því að gefa útvöldum auðmönnum forgangsrétt og afslátt við kaup á eigum almennings, þar á meðal föður fjármálaráðherra og ýfa upp sárar minningar af bankahruninu. Ríkisstjórnin færir eignir og auðlindir þjóðarinnar á silfurfati til fámenns hóps auðmanna. Það er mál að linni. Baráttukveðjur til launafólks á baráttudegi verkalýðsins 1. maí! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Innrás Rússa í Úkraínu Samfylkingin Verkalýðsdagurinn Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Því miður eru engin merki um að stríðið í Úkraínu sé að taka enda. Fréttir um stríðsglæpi og þjáningar úkraínsku þjóðarinnar birtast okkur daglega. Úkraínumenn þurfa samhug og stuðning. Og stríðið hefur efnahagsleg áhrif um allan heim. Hér á landi fer hrávöruverð hækkandi, verð á matvöru fer hækkandi, verðbólga fer vaxandi og lífskjör versna. Vinna þarf að sátt við verkalýðshreyfingu um mótvægisaðgerðir stjórnvalda til að jafna leikinn og létta byrðar þeirra sem þurfa á því að halda. Skapa sátt í samfélaginu til að takast á við erfiðar aðstæður því fólkið sem fyrir hækkanabylgjuna þoldi ekki óvænt útgjöld er nú komið í enn verri stöðu. Stöðu sem mun bitna á börnum og viðkvæmum hópum ef ekki verður gripið inn í með aðgerðum sem við vitum að virka; með hærri og hnitmiðaðri vaxta- og húsaleigubótum og barnabótum líkt og löndin í kringum okkur sem stýrt er af jafnaðarmönnum hafa nú þegar gripið til. Engin pólitísk forysta Í covid faraldrinum gerðu stjórnvöld ráðstafanir sem leiddu til mikils gróða banka og tryggingarfyrirtækja. Bankar högnuðust enn meira m.a. vegna þess að stjórnvöld hlupu undir bagga með fyrirtækjum sem urðu að draga saman vegna sóttvarna og tryggingarfélög vegna þess að fólki var gert að vera heima og urðu fyrir vikið síður fyrir tjóni. Þessum mótvægisaðgerðum stjórnvalda var ekki ætlað að styrkja banka og tryggingarfélög sérstaklega og þess vega hefði átt að leggja á sérstakan skatt, hvalrekaskatt til að jafna leikinn og láta skattinn renna til heimila þeirra sem misstu vinnuna vegna nauðsynlegra sóttvarna og glíma enn við afleiðingarnar. Það þarf pólitíska forystu til að grípa til ráðstafana sem jafna leikinn. Skortur á samráði Ógnin sem stafar að loflagsbreytingum af mannavöldum og sjálfvirknivæðing sem færist stöðugt í aukana mun leiða til breytinga á vinnumarkaði. Ný störf koma fram, önnur breytast og enn önnur gætu horfið. Stjórnvöld verða að koma í veg fyrir atvinnuleysi vegna þessara breytinga og að það verkafólk sem hefur minnst handa á milli þurfi að bera aukinn kostnað. Engin sátt næst um hröð orkuskipti og aðrar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum nema að velferðarstjórnarmið séu höfð að leiðarljósi og tryggt að kostnaður falli ekki á herðar tekjulægri hópa eða íbúa í dreifðum byggðum umfram aðra. Ef árangur á að nást sem leiðir til sáttar og jafnaðar þarf samráð að eiga sér stað á milli stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. Leita þarf sátta um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að mæta áhrifum heimsfaraldurs og stríðs í Evrópu á íslenskt samfélag og vegna sjálfvirknivæðingar og grænna umskipta til framtíðar. Framlag ríkisstjórnar Íslands við þessar aðstæður birtist hins vegar í því að gefa útvöldum auðmönnum forgangsrétt og afslátt við kaup á eigum almennings, þar á meðal föður fjármálaráðherra og ýfa upp sárar minningar af bankahruninu. Ríkisstjórnin færir eignir og auðlindir þjóðarinnar á silfurfati til fámenns hóps auðmanna. Það er mál að linni. Baráttukveðjur til launafólks á baráttudegi verkalýðsins 1. maí! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun