Félag grunnskólakennara lagði sveitarfélögin í máli um veikindarétt félagsmanns Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2022 15:29 Félagsdómur úrskurðaði að umræddur kennari ætti rétt á forfallalaunum í veikindum sínum. Vísir/Vilhelm Félag grunnskólakennara hafði betur í máli gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga í máli sem snýst um veikindarétt og ætlar sér að ná fram leiðréttingum handa þeim kennurum sem brotið var á. Málavextir snúa að veikindarétti starfsmanna sem hafa verið starfandi í meira en átján ár. Í tilkynningu frá FG kemur fram að grunnskólakennarinn hafi átt að baki lengri starfsferil en átján ár og fellur því undir svokallaða 360 daga reglu. Þar kemur fram að starfsmaður haldi launum svo lengi sem veikindadagar, taldir í almanaksdögum, verði ekki fleiri á hverjum tólf mánuðum en 360 dagar. Í þessu tiltekna máli var kennarinn frá störfum vegna veikinda frá 5.september 2019 og þar til 16.október árið eftir þegar lá fyrir vottorð um að kennarinn væri fullvinnufær. Þremur vikum síðar veiktist kennarinn á nýjan leik og hefur verið fjarverandi síðan. Vinnuveitandinn túlkaði málið sem svo að kennarinn hefði fullnýtt veikindarétt sinn og lagði áherslu á að veikindaréttur félagsmannsins hafi ekki endurnýjast eða orðið virkur á ný þrátt fyrir að hann hafi snúið aftur til starfa eftir fyrra veikindatímabil segir í dómi Félagsdóms. Á þetta var ekki fallið í dómnum. Þar segir að leggja verði til grundvallar að félagsmaðurinn hafi ekki nýtt alla 360 veikindadaga sína þegar veikndin komu upp þann 6.nóvember. „Sé litið til síðustu tólf mánaða þar á undan hafi félagsmaðurinn verið frá vinnu í um 345 daga og voru veikindadagar hans því ekki tæmdir.“ Því var fallist á kröfu stefnanda og kennarinn á því rétt á forfallalaunum í veikndum sínum. „Fyrir okkur sem berjumst fyrir réttindum kennara er þessi niðurstaða Félagsdóms gríðarlega gleðileg og ánægjuleg. Samband íslenskra sveitarfélag ákvað einhliða að hætta að fara eftir umræddu ákvæði kjarasamningsins og áratuga framkvæmd en þetta ákvæði varðar mjög mikilvæg réttindi kennara,“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, í tilkynningu. „Nú tekur við barátta að ná fram leiðréttingum tilhanda þeim kennurum sem sveitarfélögin brutu á.“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir ennfremur. Félagsmál Skóla - og menntamál Stéttarfélög Vinnumarkaður Grunnskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Málavextir snúa að veikindarétti starfsmanna sem hafa verið starfandi í meira en átján ár. Í tilkynningu frá FG kemur fram að grunnskólakennarinn hafi átt að baki lengri starfsferil en átján ár og fellur því undir svokallaða 360 daga reglu. Þar kemur fram að starfsmaður haldi launum svo lengi sem veikindadagar, taldir í almanaksdögum, verði ekki fleiri á hverjum tólf mánuðum en 360 dagar. Í þessu tiltekna máli var kennarinn frá störfum vegna veikinda frá 5.september 2019 og þar til 16.október árið eftir þegar lá fyrir vottorð um að kennarinn væri fullvinnufær. Þremur vikum síðar veiktist kennarinn á nýjan leik og hefur verið fjarverandi síðan. Vinnuveitandinn túlkaði málið sem svo að kennarinn hefði fullnýtt veikindarétt sinn og lagði áherslu á að veikindaréttur félagsmannsins hafi ekki endurnýjast eða orðið virkur á ný þrátt fyrir að hann hafi snúið aftur til starfa eftir fyrra veikindatímabil segir í dómi Félagsdóms. Á þetta var ekki fallið í dómnum. Þar segir að leggja verði til grundvallar að félagsmaðurinn hafi ekki nýtt alla 360 veikindadaga sína þegar veikndin komu upp þann 6.nóvember. „Sé litið til síðustu tólf mánaða þar á undan hafi félagsmaðurinn verið frá vinnu í um 345 daga og voru veikindadagar hans því ekki tæmdir.“ Því var fallist á kröfu stefnanda og kennarinn á því rétt á forfallalaunum í veikndum sínum. „Fyrir okkur sem berjumst fyrir réttindum kennara er þessi niðurstaða Félagsdóms gríðarlega gleðileg og ánægjuleg. Samband íslenskra sveitarfélag ákvað einhliða að hætta að fara eftir umræddu ákvæði kjarasamningsins og áratuga framkvæmd en þetta ákvæði varðar mjög mikilvæg réttindi kennara,“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, í tilkynningu. „Nú tekur við barátta að ná fram leiðréttingum tilhanda þeim kennurum sem sveitarfélögin brutu á.“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir ennfremur.
Félagsmál Skóla - og menntamál Stéttarfélög Vinnumarkaður Grunnskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira