Geðlyfjanotkun hjá börnum og íbúum hjúkrunarheimila Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 2. maí 2022 12:46 Í svari heilbrigðisráðherra um notkun geðlyfja hjá börnum á Íslandi kemur í ljós að hún hefur aukist til muna frá árinu 2012 í öllum aldursflokkum. Hlutfallið hefur hækkað úr 12% upp í tæplega 25% barna. Eitt af hverjum fjórum börnum á Íslandi á aldrinum 14 til 17 ára er nú á einu eða fleiri geðlyfjum. Tæplega 19% barna á aldrinum 10 til 13 ára á Íslandi eru á geðlyfjum. Það er áhyggjuefni að notkun geðlyfja, sem sum hver eru ávanabindandi, hafi aukist svo mikið meðal barna undanfarin ár. Lyfjanotkunin er mest hjá börnum á Vesturlandi og Suðurnesjum, um 17%. Á Suðurlandi nota 15% barna geðlyf. Geðlyfjanotkun fer ekki í neinum landshluta undir 12%. Skortur á úrræðum helsta ástæða aukningar Lyfjastofnun leiðir að því líkur í skýrslu frá 2017 að þessi lyfjanotkun sé afleiðing þess að ekki sé boðið upp á viðeigandi úrræði á Íslandi. Sálfræðiþjónusta er þar að auki ekki niðurgreidd þrátt fyrir að vitað sé að fyrsta meðferð og áhrifamesta úrræðið við kvíða eigi alltaf að vera gagnreynd samtalsmeðferð. Þetta er vanræksla af hálfu ríkisstjórnarinnar sem setur viðeigandi úrræði fyrir börn ekki í forgang. Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að 70% einstaklinga á hjúkrunarheimilum eru á einu eða fleiri geðlyfjum. Rannsóknaniðurstöður sýna fram á mikilvægi þess að sérstaklega sé vandað til ávísana geðlyfja til aldraðra einstaklinga og að þær byggi á nákvæmri geðskoðun. Það kemur þó fram í rannsóknarniðurstöðum í Læknablaðinu að árið 2018 fengu 18% íbúa á hjúkrunarheimilum ávísuð geðlyf án greiningar. Þrátt fyrir það segir í svari heilbrigðisráðherra “Ekki er gert ráð fyrir sérstakri endurskoðun á ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum eins og sakir standa.” Það er undarlegt að ráðherra vilji ekki endurskoða ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum. Réttast væri að endurskoða með reglulegu millibili lyfjagjöf. Sérstaklega í ljósi þess hversu margir eru á lyfjum án greininga. Eyðum biðlistum og tryggjum úrræði Lausnirnar virðast vera lyf, lyf og meiri lyf til þess að meðhöndla einkenni, frekar en úrræði til þess að meðhöndla orsök. Plástrar í stað heildrænnar nálgunar og langtímalausna. Huga þarf að þjónustu og því er mikilvægt að setja mun meiri kraft og fjármagn í að koma á fót og styðja við úrræði við geð- og atferlisvanda. Ég skora á ríkisstjórnina að bregðast hratt og örugglega við þessum niðurstöðum og setja úrræði fyrir viðkvæmustu hópa samfélagsins í forgang með það mikilvæga markmið að eyða biðlistum og tryggja þjónustu við hæfi. Höfundur er varaþingmaður Pírata og er á lista Pírata í Kópavogi til sveitastjórnarkosninga 14. maí nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Lyf Börn og uppeldi Píratar Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í svari heilbrigðisráðherra um notkun geðlyfja hjá börnum á Íslandi kemur í ljós að hún hefur aukist til muna frá árinu 2012 í öllum aldursflokkum. Hlutfallið hefur hækkað úr 12% upp í tæplega 25% barna. Eitt af hverjum fjórum börnum á Íslandi á aldrinum 14 til 17 ára er nú á einu eða fleiri geðlyfjum. Tæplega 19% barna á aldrinum 10 til 13 ára á Íslandi eru á geðlyfjum. Það er áhyggjuefni að notkun geðlyfja, sem sum hver eru ávanabindandi, hafi aukist svo mikið meðal barna undanfarin ár. Lyfjanotkunin er mest hjá börnum á Vesturlandi og Suðurnesjum, um 17%. Á Suðurlandi nota 15% barna geðlyf. Geðlyfjanotkun fer ekki í neinum landshluta undir 12%. Skortur á úrræðum helsta ástæða aukningar Lyfjastofnun leiðir að því líkur í skýrslu frá 2017 að þessi lyfjanotkun sé afleiðing þess að ekki sé boðið upp á viðeigandi úrræði á Íslandi. Sálfræðiþjónusta er þar að auki ekki niðurgreidd þrátt fyrir að vitað sé að fyrsta meðferð og áhrifamesta úrræðið við kvíða eigi alltaf að vera gagnreynd samtalsmeðferð. Þetta er vanræksla af hálfu ríkisstjórnarinnar sem setur viðeigandi úrræði fyrir börn ekki í forgang. Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að 70% einstaklinga á hjúkrunarheimilum eru á einu eða fleiri geðlyfjum. Rannsóknaniðurstöður sýna fram á mikilvægi þess að sérstaklega sé vandað til ávísana geðlyfja til aldraðra einstaklinga og að þær byggi á nákvæmri geðskoðun. Það kemur þó fram í rannsóknarniðurstöðum í Læknablaðinu að árið 2018 fengu 18% íbúa á hjúkrunarheimilum ávísuð geðlyf án greiningar. Þrátt fyrir það segir í svari heilbrigðisráðherra “Ekki er gert ráð fyrir sérstakri endurskoðun á ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum eins og sakir standa.” Það er undarlegt að ráðherra vilji ekki endurskoða ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum. Réttast væri að endurskoða með reglulegu millibili lyfjagjöf. Sérstaklega í ljósi þess hversu margir eru á lyfjum án greininga. Eyðum biðlistum og tryggjum úrræði Lausnirnar virðast vera lyf, lyf og meiri lyf til þess að meðhöndla einkenni, frekar en úrræði til þess að meðhöndla orsök. Plástrar í stað heildrænnar nálgunar og langtímalausna. Huga þarf að þjónustu og því er mikilvægt að setja mun meiri kraft og fjármagn í að koma á fót og styðja við úrræði við geð- og atferlisvanda. Ég skora á ríkisstjórnina að bregðast hratt og örugglega við þessum niðurstöðum og setja úrræði fyrir viðkvæmustu hópa samfélagsins í forgang með það mikilvæga markmið að eyða biðlistum og tryggja þjónustu við hæfi. Höfundur er varaþingmaður Pírata og er á lista Pírata í Kópavogi til sveitastjórnarkosninga 14. maí nk.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun