Umboðsmaður Alþingis ætlar ekki að skoða söluna á Íslandsbanka Eiður Þór Árnason skrifar 3. maí 2022 10:56 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hyggst ekki skoða sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka að svo stöddu en embættinu hafa borist þrjár kvartanir vegna bankasölunnar. Umboðsmaður telur ekki skilyrði til þess að fjalla efnislega um þær kvartanir eða taka málefni tengd sölunni upp að eigin frumkvæði að svo stöddu. Að sögn embættisins helgast sú afstaða meðal annars af því að Ríkisendurskoðun hafi fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að gera úttekt á útboðinu á hlutum ríkisins. Þá hafi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafið rannsókn á tilgreindum þáttum sölunnar. „Ennfremur hefur komið fram í fjölmiðlum að Alþingi kunni sjálft að hlutast til um rannsókn málsins með skipun sérstakrar rannsóknarnefndar þegar úttekt Ríkisendurskoðunar liggur fyrir,“ segir á vef Umboðsmanns Alþingis. Varði ekki hagsmuni viðkomandi Kvartanirnar þrjár beinast að fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Bankasýslu ríkisins en sömuleiðis sneri ein þeirra að störfum Alþingis. Í einni þeirra gerði aðili athugasemdir við hafa ekki fengið tækifæri til að taka þátt í útboðinu á hlutum í Íslandsbanka sem fram fór í mars síðastliðnum. Í annarri kvörtun var gerð athugasemd við framsals ákvörðunarvalds fjármála- og efnahagsráðherra til Bankasýslu ríkisins um hvort samþykkja ætti tilboð í eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka en sá kvartandi var ekki á meðal þátttakenda í útboðinu. Í öllum þremur tilvikum er það mat Umboðsmanns Alþingis að kvartanirnar varði ekki beinlínis hagsmuni viðkomandi eða réttindi umfram aðra. Því séu ekki forsendur til að taka kvartanirnar til nánari athugunar hjá embættinu. Salan á Íslandsbanka Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Að sögn embættisins helgast sú afstaða meðal annars af því að Ríkisendurskoðun hafi fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að gera úttekt á útboðinu á hlutum ríkisins. Þá hafi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafið rannsókn á tilgreindum þáttum sölunnar. „Ennfremur hefur komið fram í fjölmiðlum að Alþingi kunni sjálft að hlutast til um rannsókn málsins með skipun sérstakrar rannsóknarnefndar þegar úttekt Ríkisendurskoðunar liggur fyrir,“ segir á vef Umboðsmanns Alþingis. Varði ekki hagsmuni viðkomandi Kvartanirnar þrjár beinast að fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Bankasýslu ríkisins en sömuleiðis sneri ein þeirra að störfum Alþingis. Í einni þeirra gerði aðili athugasemdir við hafa ekki fengið tækifæri til að taka þátt í útboðinu á hlutum í Íslandsbanka sem fram fór í mars síðastliðnum. Í annarri kvörtun var gerð athugasemd við framsals ákvörðunarvalds fjármála- og efnahagsráðherra til Bankasýslu ríkisins um hvort samþykkja ætti tilboð í eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka en sá kvartandi var ekki á meðal þátttakenda í útboðinu. Í öllum þremur tilvikum er það mat Umboðsmanns Alþingis að kvartanirnar varði ekki beinlínis hagsmuni viðkomandi eða réttindi umfram aðra. Því séu ekki forsendur til að taka kvartanirnar til nánari athugunar hjá embættinu.
Salan á Íslandsbanka Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00