Ómanneskjuleg bið fatlaðs fólks í boði meirihlutans Natalie G. Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2022 15:32 Löng bið eftir að komast í eigin húsnæði tekur á hvern þann sem í hlut á. En löng bið fyrir fatlaðan einstakling með sértækar þarfir getur verið átakanleg. Ekki bara fyrir einstaklinginn sjálfan heldur fjölskyldurnar líka. Nú er sú staða uppi að á annað hundrað einstaklingar bíða eftir húsnæði og hafa beðið í mörg ár. Um er að ræða fólk á öllum aldri og á meðan bið stendur, reiða þessi einstaklingar sig á fjölskyldur sínar og ættingja til aðstoðar. Þessi staða veldur miklu álagi á fjölskyldurnar og einstaklinginn og eru mörg dæmi um að álagið sé svo mikið að foreldrar séu komnir á tímabundna örorku. Þessi bið er algjörlega óboðleg og það þarf að grípa inn í strax! Flokkur Fólksins vill útrýma þessari ómanneskjulegri bið með því að forgansraða fjármunum borgarinnar rétt og setja fólkið í fyrsta sæti. Það er þyngra en tárum taki að vita til þess að á meðan fjarámunum er dælt í hin ýmsu gæluverkefni á vegum borgarinnar, virðst ekki væri hægt að setja brot af þeim peningum í þennan málaflokk til að bæta líf fólks sem þarf á þessari nauðsynlegu þjónustu að halda. Það eru grunnstoðir samfélagsins sem þarf að styrkja og því ættu hin ýmsu skreytinga- og tilraunaverkefni á vegum borgarinnar að geta beðið á meðan þær eru styrktar. Þetta er einfalt! Það þarf að breyta hugsunarhættinum varðandi okkar viðkvæmustu þjóðfélagsþegna og setja þá og þeirra þarfir í fyrsta sæti. Við erum jafn sterk og okkar veikasti hlekkur í keðjunni, því má ekki gleyma. Í þessum málum þarf að lyfta grettistaki og þar viljum við í Flokki fólksins vera í farabroddi. Reykjavíkurborg er með hæsta útsvarið af sveitarfélögunum og ættu allir borgarbúar að fá njóta afraksturs þess. Flokkur Fólksins vill innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja að réttindi þeirra séu virt. Það er komin tími til að eyða þessum biðlistum. Það verður ekki gert nema setja fólkið í fyrsta sæti. Flokkur Fólksins vill alvöru jöfnuð á meðal fólks og að láta verkin tala. Í velferðarsamfélgi á það ekki að þurfa vera fjarlægur draumur. Setjum okkar dýrmætasta auð, fólkið, í fyrsta sæti og svo má allt hitt! Höfundur er háskólanemi, stuðningsfulltrúi og skipar 4. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Flokkur fólksins Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Löng bið eftir að komast í eigin húsnæði tekur á hvern þann sem í hlut á. En löng bið fyrir fatlaðan einstakling með sértækar þarfir getur verið átakanleg. Ekki bara fyrir einstaklinginn sjálfan heldur fjölskyldurnar líka. Nú er sú staða uppi að á annað hundrað einstaklingar bíða eftir húsnæði og hafa beðið í mörg ár. Um er að ræða fólk á öllum aldri og á meðan bið stendur, reiða þessi einstaklingar sig á fjölskyldur sínar og ættingja til aðstoðar. Þessi staða veldur miklu álagi á fjölskyldurnar og einstaklinginn og eru mörg dæmi um að álagið sé svo mikið að foreldrar séu komnir á tímabundna örorku. Þessi bið er algjörlega óboðleg og það þarf að grípa inn í strax! Flokkur Fólksins vill útrýma þessari ómanneskjulegri bið með því að forgansraða fjármunum borgarinnar rétt og setja fólkið í fyrsta sæti. Það er þyngra en tárum taki að vita til þess að á meðan fjarámunum er dælt í hin ýmsu gæluverkefni á vegum borgarinnar, virðst ekki væri hægt að setja brot af þeim peningum í þennan málaflokk til að bæta líf fólks sem þarf á þessari nauðsynlegu þjónustu að halda. Það eru grunnstoðir samfélagsins sem þarf að styrkja og því ættu hin ýmsu skreytinga- og tilraunaverkefni á vegum borgarinnar að geta beðið á meðan þær eru styrktar. Þetta er einfalt! Það þarf að breyta hugsunarhættinum varðandi okkar viðkvæmustu þjóðfélagsþegna og setja þá og þeirra þarfir í fyrsta sæti. Við erum jafn sterk og okkar veikasti hlekkur í keðjunni, því má ekki gleyma. Í þessum málum þarf að lyfta grettistaki og þar viljum við í Flokki fólksins vera í farabroddi. Reykjavíkurborg er með hæsta útsvarið af sveitarfélögunum og ættu allir borgarbúar að fá njóta afraksturs þess. Flokkur Fólksins vill innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja að réttindi þeirra séu virt. Það er komin tími til að eyða þessum biðlistum. Það verður ekki gert nema setja fólkið í fyrsta sæti. Flokkur Fólksins vill alvöru jöfnuð á meðal fólks og að láta verkin tala. Í velferðarsamfélgi á það ekki að þurfa vera fjarlægur draumur. Setjum okkar dýrmætasta auð, fólkið, í fyrsta sæti og svo má allt hitt! Höfundur er háskólanemi, stuðningsfulltrúi og skipar 4. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun