Ísland er land kynþáttafordóma – eins og öll önnur lönd Snorri Sturluson skrifar 4. maí 2022 10:31 Í kjölfar málsins í kringum Gabríel Douane Boama hef ég rekið mig á eftirfarandi fullyrðingu: „Það er ekki rasismi á Íslandi, þið eruð að ímynda ykkur þetta.“ Ég hef heyrt þetta í fyrstu persónu frá fólki í nærumhverfi mínu og lesið það á vefmiðlum. Að baki þessari fulyrðingu býr ekki bara þekkingarleysi heldur líka afneitun og gaslýsing á veruleika hörundsdökks fólks í samfélagi okkar, sem er samt að mörgu leyti svo ágætt. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum heyrði ég oftar en einu sinni og oftar en tvisvar svart fólk lýsa því að það sé bara eitt verra en yfirlýstir rasistar en það er fólk sem veit ekki, eða viðurkennir ekki, að það hafi kynþáttafordóma, hegðar sér samt á fordómafullan hátt og neitar svo að viðurkenna það þegar því er bent á það. Fólk sem segir „það er ekki rasismi á Íslandi“ er oft fólk sem veit ekki að það býr yfir kynþáttafordómum, eða neitar að horfast í augu við það og felur sig því bakvið það að halda því fram að kynþáttafordómar þekkist ekki á Íslandi. Þau sem eru með augu og eyru opin vita betur enda þarf ekki annað en að opna kommentakerfin til að sjá að það er fullt af rasistum á Íslandi sem eru ekkert feimnir við að láta þær tilfinningar sínar í ljós. Þegar þolendur rasisma segjast verða fyrir fordómum og viðbrögð samfélagsins eru afneitun, er það gaslýsing á upplifun þolandans og meðvirkni með gerandanum. Samfélagið kýs frekar að afneita upplifun þolandans heldur en að viðurkenna að um kynþáttafordóma sé að ræða því ef við viðurkennum samfélagslegan rasisma erum við í leiðinni að viðurkenna eigin sekt. Sem hvítt fólk ölumst við upp við að vera að meðaltali ríkari, valdameiri, betur menntuð og með lengri lífslíkur en meðbræður okkar og systur sem eru dekkri á hörund. Þetta eru allt staðreyndir sem hægt er að sýna fram á á tölulegan hátt um allan heim. Við sem erum hvít erum alin upp við lúmska yfirburðarhyggju og erum flest haldin henni í einhverju mæli en gerum okkur fæst grein fyrir því. Í hvert skipti sem við gerum lítið úr eða afneitum upplifun hörundsdökks fólks af kynþáttafordómum gaslýsum við þau, brjótum traust þeirra og aukum bilið á milli okkar. Hlustum á og trúum upplifun minnihlutahópa. Það er fyrsta skrefið í átt til jafnara og fordómalausara samfélags. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar málsins í kringum Gabríel Douane Boama hef ég rekið mig á eftirfarandi fullyrðingu: „Það er ekki rasismi á Íslandi, þið eruð að ímynda ykkur þetta.“ Ég hef heyrt þetta í fyrstu persónu frá fólki í nærumhverfi mínu og lesið það á vefmiðlum. Að baki þessari fulyrðingu býr ekki bara þekkingarleysi heldur líka afneitun og gaslýsing á veruleika hörundsdökks fólks í samfélagi okkar, sem er samt að mörgu leyti svo ágætt. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum heyrði ég oftar en einu sinni og oftar en tvisvar svart fólk lýsa því að það sé bara eitt verra en yfirlýstir rasistar en það er fólk sem veit ekki, eða viðurkennir ekki, að það hafi kynþáttafordóma, hegðar sér samt á fordómafullan hátt og neitar svo að viðurkenna það þegar því er bent á það. Fólk sem segir „það er ekki rasismi á Íslandi“ er oft fólk sem veit ekki að það býr yfir kynþáttafordómum, eða neitar að horfast í augu við það og felur sig því bakvið það að halda því fram að kynþáttafordómar þekkist ekki á Íslandi. Þau sem eru með augu og eyru opin vita betur enda þarf ekki annað en að opna kommentakerfin til að sjá að það er fullt af rasistum á Íslandi sem eru ekkert feimnir við að láta þær tilfinningar sínar í ljós. Þegar þolendur rasisma segjast verða fyrir fordómum og viðbrögð samfélagsins eru afneitun, er það gaslýsing á upplifun þolandans og meðvirkni með gerandanum. Samfélagið kýs frekar að afneita upplifun þolandans heldur en að viðurkenna að um kynþáttafordóma sé að ræða því ef við viðurkennum samfélagslegan rasisma erum við í leiðinni að viðurkenna eigin sekt. Sem hvítt fólk ölumst við upp við að vera að meðaltali ríkari, valdameiri, betur menntuð og með lengri lífslíkur en meðbræður okkar og systur sem eru dekkri á hörund. Þetta eru allt staðreyndir sem hægt er að sýna fram á á tölulegan hátt um allan heim. Við sem erum hvít erum alin upp við lúmska yfirburðarhyggju og erum flest haldin henni í einhverju mæli en gerum okkur fæst grein fyrir því. Í hvert skipti sem við gerum lítið úr eða afneitum upplifun hörundsdökks fólks af kynþáttafordómum gaslýsum við þau, brjótum traust þeirra og aukum bilið á milli okkar. Hlustum á og trúum upplifun minnihlutahópa. Það er fyrsta skrefið í átt til jafnara og fordómalausara samfélags. Höfundur er heimspekingur.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun