Nýting auðlinda í erfiðu árferði Kolbrún Birna Bjarnadóttir, Jónas Hlynur Hallgrímsson og Magnús Sigurðsson skrifa 4. maí 2022 11:16 Landsvirkjun þurfti að grípa til takmarkana í afhendingu á rafmagni í desember sl., vegnalélegs vatnafars. Til að byrja með var tilkynnt um skerðingu á afhendingu raforku til fiskmjölsverksmiðja og í janúar var tilkynnt um skerðingu til stórnotenda og fjarvarmaveitna. Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar var með erfiðasta móti í vetur. Langvarandi þurrkar áÞjórsársvæðinu gerðu það að verkum að Þórisvatn fylltist ekkisíðasta haust, en það er mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði okkar. Á skömmum tíma hefur staðan batnað svo um munar. Hinn 10. mars sl. var reiknað með að skerðingar stæðu út aprílmánuð, en úrkoma og hlýnandi veður síðari hluta mars kollvarpaði þeim illspám. Sú breytta staða leiddi til þess að hægt var að tilkynna að ekki kæmi til endurkaupa á raforku, sem er síðasta og dýrasta úrræði okkar til að verjast lágri stöðu miðlunarforðans. Í byrjun apríl féll Landsvirkjun frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitnaog um miðjan apríl voru allar skerðingar afnumdar. Snjór og hlýindi Vatnsstaðan í miðlunarlónum Landsvirkjunar fer hratt batnandi. Nægur snjór er núna á hálendinu og hlýindi og rigning á landinu í lok mars og aftur um páskana hefur skilað hluta snævarins inn í miðlunarlónin. Þetta geristtiltölulega snemma vors. Horfur um fyllingu miðlunarlóna eru góðar, en jökulbráðnun seinni hluta sumars ákvarðar hvort þau nái að fyllast alveg í haust. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Mikill meirihluti orkuvinnslu Landsvirkjunar er úr vatnsafli, eða 92%. Framboð raforku er því ætíð háð stöðu í vatnsbússkapnum á hverjum tíma. Raforkusamningar Landsvirkjunar eru byggðir upp með sveigjanleika, bæði fyrir Landsvirkjun og viðskiptavinina, en sveigjanlegir samningar er hönnunarforsenda í einangruðu raforkukerfisem reiðir sig á rennsli fallvatna. Landsvirkjun heldur opinn fund á morgun, fimmtudag, kl. 9 á Hótel Nordica. Þar verður fjallað um erfiða vatnsárið sem nú er að baki og hvernig raforkukerfið og sveigjanlegir samningar bregðast við slíkum aðstæðum. Sérfræðingar Landsvirkjunar verða jafnframt til taks eftir fundinn, til að veita frekari upplýsingar. Beint streymi verður á Facebook síðu Landsvirkjunar. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar, Kolbrún Birna og Jónas Hlynur sérfræðingar í Viðskiptagreiningu og þróun markaða og Magnús sérfræðingur í Vinnsluáætlunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Jónas Hlynur Hallgrímsson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun þurfti að grípa til takmarkana í afhendingu á rafmagni í desember sl., vegnalélegs vatnafars. Til að byrja með var tilkynnt um skerðingu á afhendingu raforku til fiskmjölsverksmiðja og í janúar var tilkynnt um skerðingu til stórnotenda og fjarvarmaveitna. Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar var með erfiðasta móti í vetur. Langvarandi þurrkar áÞjórsársvæðinu gerðu það að verkum að Þórisvatn fylltist ekkisíðasta haust, en það er mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði okkar. Á skömmum tíma hefur staðan batnað svo um munar. Hinn 10. mars sl. var reiknað með að skerðingar stæðu út aprílmánuð, en úrkoma og hlýnandi veður síðari hluta mars kollvarpaði þeim illspám. Sú breytta staða leiddi til þess að hægt var að tilkynna að ekki kæmi til endurkaupa á raforku, sem er síðasta og dýrasta úrræði okkar til að verjast lágri stöðu miðlunarforðans. Í byrjun apríl féll Landsvirkjun frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitnaog um miðjan apríl voru allar skerðingar afnumdar. Snjór og hlýindi Vatnsstaðan í miðlunarlónum Landsvirkjunar fer hratt batnandi. Nægur snjór er núna á hálendinu og hlýindi og rigning á landinu í lok mars og aftur um páskana hefur skilað hluta snævarins inn í miðlunarlónin. Þetta geristtiltölulega snemma vors. Horfur um fyllingu miðlunarlóna eru góðar, en jökulbráðnun seinni hluta sumars ákvarðar hvort þau nái að fyllast alveg í haust. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Mikill meirihluti orkuvinnslu Landsvirkjunar er úr vatnsafli, eða 92%. Framboð raforku er því ætíð háð stöðu í vatnsbússkapnum á hverjum tíma. Raforkusamningar Landsvirkjunar eru byggðir upp með sveigjanleika, bæði fyrir Landsvirkjun og viðskiptavinina, en sveigjanlegir samningar er hönnunarforsenda í einangruðu raforkukerfisem reiðir sig á rennsli fallvatna. Landsvirkjun heldur opinn fund á morgun, fimmtudag, kl. 9 á Hótel Nordica. Þar verður fjallað um erfiða vatnsárið sem nú er að baki og hvernig raforkukerfið og sveigjanlegir samningar bregðast við slíkum aðstæðum. Sérfræðingar Landsvirkjunar verða jafnframt til taks eftir fundinn, til að veita frekari upplýsingar. Beint streymi verður á Facebook síðu Landsvirkjunar. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar, Kolbrún Birna og Jónas Hlynur sérfræðingar í Viðskiptagreiningu og þróun markaða og Magnús sérfræðingur í Vinnsluáætlunum.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar