Forðumst skipulagsslysin Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 6. maí 2022 08:01 Þessa dagana hópast fólk saman og mótmælir valdníðslu, hroka og spillingu stjórnvalda. Og ekki að ósekju. Mörgum er heitt í hamsi og efalítið líka þeim sem alla jafna hafa sig ekki mikið í frammi; fylgjast með mótmælunum úr fjarlægð heima í stofu og tuða við sjálfa sig eða aðra ef svo ber undir. Hafa kannski ekki nennt að setja sig nægilega vel inn í málin til að geta lagt opinberlega orð í belg. Eins og ég til dæmis. Kópavogsbúi nánast alla mína ævi. Hvorki sérstaklega pólitísk né mikill forystusauður, það verður að viðurkennast. Núna gegnir þó öðru máli, enda sannfæringin slík að ég fæ ekki orða bundist. Sú sannfæring snýst um að hin óflokksbundnu samtök Vinir Kópavogs með æskuvinkonu mína, Helgu Jónsdóttur, í fararbroddi, sé eina framboðið í sveitarstjórnarkosningunum í Kópavogi árið 2022 sem ég treysti til að forða bænum frá því að færa fjárfestum stjórn skipulagsmála á silfurfati með augljósum og hörmulegum afleiðingum. Þétting byggðar án skipulagðar þjónustustarfsemi við íbúana, háhýsi sem bæði skyggja á sólu og valda vindstrengjum, skortur á útivistarsvæðum og fyrirhuguð íbúðabyggð sem verulega takmarkar aðgengi að náttúruperlum bæjarins svo fátt eitt sé talið er ekki beinlínis þekkileg tilhugsun. Orðin valdníðsla og spilling koma upp í hugann. Helga, oddviti á lista Vina Kópavogs, er lögfræðingur að mennt og á að baki glæstan starfsferil sem stjórnandi hér heima og erlendis. Efalítið þekkja fáir lög sem um stjórnun sveitarfélaga betur en Helga og ég treysti því að hún berjist með oddi og egg gegn því að þau verði brotin í okkar góða heimabæ. Framboð hennar og félaga hennar á lista Vina Kópavogs er ekki stökkpallur til frekari frama, heldur helgast af hugsjón og því hversu vænt þeim þykir um bæinn sinn og vilja vinna honum vel. Þau tala hvorki tæpitungu né rósamál eða beita þeim undanbrögðum og útúrsnúningum sem okkur kjósendum finnst oft afskaplega þreytandi og ótraustvekjandi í pólitískri orðræðu. Ég treysti Vinum Kópavogs til að koma í veg fyrir þau gríðarlegu skipulagsslys sem áform eru um í gamla miðbænum í Hamraborg, á strandlengjunni vestast á Kársnesi og búast má við hvar sem möguleikar finnast til að þétta byggð. Sjálf er ég vitaskuld Vinur Kópavogs og þakklát öllu því góða fólki sem gefur kost á sér til starfa fyrir bæjarbúa undir merkjum listans. Fái þau til þess afl trúi ég að þau muni láta verkin tala. Nú er tækifærið fyrir okkur öll að kjósa Y-listann, Vini Kópavogs. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana hópast fólk saman og mótmælir valdníðslu, hroka og spillingu stjórnvalda. Og ekki að ósekju. Mörgum er heitt í hamsi og efalítið líka þeim sem alla jafna hafa sig ekki mikið í frammi; fylgjast með mótmælunum úr fjarlægð heima í stofu og tuða við sjálfa sig eða aðra ef svo ber undir. Hafa kannski ekki nennt að setja sig nægilega vel inn í málin til að geta lagt opinberlega orð í belg. Eins og ég til dæmis. Kópavogsbúi nánast alla mína ævi. Hvorki sérstaklega pólitísk né mikill forystusauður, það verður að viðurkennast. Núna gegnir þó öðru máli, enda sannfæringin slík að ég fæ ekki orða bundist. Sú sannfæring snýst um að hin óflokksbundnu samtök Vinir Kópavogs með æskuvinkonu mína, Helgu Jónsdóttur, í fararbroddi, sé eina framboðið í sveitarstjórnarkosningunum í Kópavogi árið 2022 sem ég treysti til að forða bænum frá því að færa fjárfestum stjórn skipulagsmála á silfurfati með augljósum og hörmulegum afleiðingum. Þétting byggðar án skipulagðar þjónustustarfsemi við íbúana, háhýsi sem bæði skyggja á sólu og valda vindstrengjum, skortur á útivistarsvæðum og fyrirhuguð íbúðabyggð sem verulega takmarkar aðgengi að náttúruperlum bæjarins svo fátt eitt sé talið er ekki beinlínis þekkileg tilhugsun. Orðin valdníðsla og spilling koma upp í hugann. Helga, oddviti á lista Vina Kópavogs, er lögfræðingur að mennt og á að baki glæstan starfsferil sem stjórnandi hér heima og erlendis. Efalítið þekkja fáir lög sem um stjórnun sveitarfélaga betur en Helga og ég treysti því að hún berjist með oddi og egg gegn því að þau verði brotin í okkar góða heimabæ. Framboð hennar og félaga hennar á lista Vina Kópavogs er ekki stökkpallur til frekari frama, heldur helgast af hugsjón og því hversu vænt þeim þykir um bæinn sinn og vilja vinna honum vel. Þau tala hvorki tæpitungu né rósamál eða beita þeim undanbrögðum og útúrsnúningum sem okkur kjósendum finnst oft afskaplega þreytandi og ótraustvekjandi í pólitískri orðræðu. Ég treysti Vinum Kópavogs til að koma í veg fyrir þau gríðarlegu skipulagsslys sem áform eru um í gamla miðbænum í Hamraborg, á strandlengjunni vestast á Kársnesi og búast má við hvar sem möguleikar finnast til að þétta byggð. Sjálf er ég vitaskuld Vinur Kópavogs og þakklát öllu því góða fólki sem gefur kost á sér til starfa fyrir bæjarbúa undir merkjum listans. Fái þau til þess afl trúi ég að þau muni láta verkin tala. Nú er tækifærið fyrir okkur öll að kjósa Y-listann, Vini Kópavogs. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður.
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar