Kærir Landlækni fyrir lygar og telur þær valda útilokun frá störfum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. maí 2022 19:01 Ingunn Björnsdóttir dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla segir Landslæknisembættið hafa borið ósannindi á sig í bréfi til velferðarráðuneytis nú heilbrigðisráðuneytis. Hún berst fyrir að fá það leiðrétt en málið hafi m.a. valdið því að hún hafi verið útilokuð frá störfum. Vísir Lyfjafræðingur sem starfaði tímabundið hjá Landlækni hefur kært embættið til heilbrigðisráðuneytisins fyrir að ljúga til um störf sín. Lyfjafræðingurinn sem benti á alvarlegar villur í lyfjagagnagrunni Landlæknis var sagður hafa rofið þagnarskyldu embættisins. Það var árið 2016 sem Ingunn Björnsdóttir dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla hélt fyrirlestur í velferðarráðuneytinu nú heilbrigðisráðuneyti eftir að hún og nemandi hennar höfðu komist að alvarlegum villum í lyfjagagnagrunni Landlæknis árið 2011. „Breyta sem að þau voru að nota til að fylgjast með lyfjanotkun sjúklinga til að fylgjast með lyfjaávísinum lækna var rangt skráð fyrir 30% af norrænu vörunúmerunum. Þetta var um þriðjungur af skráðum lyfjapakkningum hér á landi,“ segir Ingunn. Nú sé búið að laga þetta en Ingunn benti í fyrirlestrinum á þrjú andlát sem höfðu verið til umfjöllunar í fjölmiðlum þar sem möguleg tengsl voru milli lyfjaávísana og andláta. Líklega hefði verið hægt að sjá of miklar lyfjaávísanir fyrir hefði gagnagrunnurinn verið í lagi. Daginn eftir sendi svo stjórnandi hjá Landlæknisembættinu bréf til velferðarráðuneytisins nú heilbrigðisráðuneytisins þar sem kemur fram að Ingunn hafi á kynningunni rætt um einstaklinga sem voru til skoðunar hjá embættinu vegna lyfjaávísana þegar hún var þar starfsmaður. Þá kom fram að það væri fullkomlega óeðlilegt að starfsmaður fjallaði bæði um þessi mál en væri einnig að ræða við aðstandendur þeirra. Þá kom fram að það væri vandséð hvaða erindi þessi mál ættu í umræðu um gæði lyfjagagnagrunns. Fréttastofa hefur afrit af bréfinu undir höndum. Ingunn segir þetta ósatt hún hafi ekki verið starfsmaður embættisins á þeim tíma sem málin voru til umfjöllunar hjá Landlækni. „Þetta er ósatt. Þetta voru óheppileg viðbrögð við því að átta sig á því að þarna höfðu átt sér stað mistök í lyfjagagnagrunninum sem hlutu að skrifast á embættið,“ segir hún. Hún hefur síðan 2017, án árangurs reynt að fá þetta leiðrétt hjá Landlækni. „Ég vil fyrst og fremst fá fram að menn taki þessi gæðamál alvarlega og bregðist ekki við því þegar þeir átta sig á að mistök hafi átt sér stað, með því að skjóta sendiboðann,“ segir hún. Ingunn kærði svo Landslæknisembættið til heilbrigðisráðuneytisins fyrir lygar í síðustu viku og óskaði eftir því að þetta yrði leiðrétt. Telur málið hafa valdið útilokun Hún telur jafnframt að málið hafi orðið til þess að hún hafi verið útilokuð frá störfum í heilbrigðisráðuneytinu til dæmis á grundvelli lélegrar tungumálakunnáttu í norrænum málum og ensku sem hún segir fjarstæðukennt. Hún hafi kennt á dönsku og kenni á norsku og hafi skrifað ógrynni efnis þá á meðal fræðiritgerðir á ensku. Þá hafi í umsögnum um hana verið vísað í málið sem hún berst nú fyrir að fá leiðrétt. „Ég hefði sjálf ekki ráðið manneskju sem hefði gert það sem sagt var að ég hefði gert,“ segir Ingunn að lokum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunni Landlæknis Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. 2. maí 2017 18:45 Eigum ennþá met í notkun ADHD-lyfja og neyslan vex Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. 5. nóvember 2016 21:08 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Það var árið 2016 sem Ingunn Björnsdóttir dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla hélt fyrirlestur í velferðarráðuneytinu nú heilbrigðisráðuneyti eftir að hún og nemandi hennar höfðu komist að alvarlegum villum í lyfjagagnagrunni Landlæknis árið 2011. „Breyta sem að þau voru að nota til að fylgjast með lyfjanotkun sjúklinga til að fylgjast með lyfjaávísinum lækna var rangt skráð fyrir 30% af norrænu vörunúmerunum. Þetta var um þriðjungur af skráðum lyfjapakkningum hér á landi,“ segir Ingunn. Nú sé búið að laga þetta en Ingunn benti í fyrirlestrinum á þrjú andlát sem höfðu verið til umfjöllunar í fjölmiðlum þar sem möguleg tengsl voru milli lyfjaávísana og andláta. Líklega hefði verið hægt að sjá of miklar lyfjaávísanir fyrir hefði gagnagrunnurinn verið í lagi. Daginn eftir sendi svo stjórnandi hjá Landlæknisembættinu bréf til velferðarráðuneytisins nú heilbrigðisráðuneytisins þar sem kemur fram að Ingunn hafi á kynningunni rætt um einstaklinga sem voru til skoðunar hjá embættinu vegna lyfjaávísana þegar hún var þar starfsmaður. Þá kom fram að það væri fullkomlega óeðlilegt að starfsmaður fjallaði bæði um þessi mál en væri einnig að ræða við aðstandendur þeirra. Þá kom fram að það væri vandséð hvaða erindi þessi mál ættu í umræðu um gæði lyfjagagnagrunns. Fréttastofa hefur afrit af bréfinu undir höndum. Ingunn segir þetta ósatt hún hafi ekki verið starfsmaður embættisins á þeim tíma sem málin voru til umfjöllunar hjá Landlækni. „Þetta er ósatt. Þetta voru óheppileg viðbrögð við því að átta sig á því að þarna höfðu átt sér stað mistök í lyfjagagnagrunninum sem hlutu að skrifast á embættið,“ segir hún. Hún hefur síðan 2017, án árangurs reynt að fá þetta leiðrétt hjá Landlækni. „Ég vil fyrst og fremst fá fram að menn taki þessi gæðamál alvarlega og bregðist ekki við því þegar þeir átta sig á að mistök hafi átt sér stað, með því að skjóta sendiboðann,“ segir hún. Ingunn kærði svo Landslæknisembættið til heilbrigðisráðuneytisins fyrir lygar í síðustu viku og óskaði eftir því að þetta yrði leiðrétt. Telur málið hafa valdið útilokun Hún telur jafnframt að málið hafi orðið til þess að hún hafi verið útilokuð frá störfum í heilbrigðisráðuneytinu til dæmis á grundvelli lélegrar tungumálakunnáttu í norrænum málum og ensku sem hún segir fjarstæðukennt. Hún hafi kennt á dönsku og kenni á norsku og hafi skrifað ógrynni efnis þá á meðal fræðiritgerðir á ensku. Þá hafi í umsögnum um hana verið vísað í málið sem hún berst nú fyrir að fá leiðrétt. „Ég hefði sjálf ekki ráðið manneskju sem hefði gert það sem sagt var að ég hefði gert,“ segir Ingunn að lokum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunni Landlæknis Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. 2. maí 2017 18:45 Eigum ennþá met í notkun ADHD-lyfja og neyslan vex Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. 5. nóvember 2016 21:08 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunni Landlæknis Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. 2. maí 2017 18:45
Eigum ennþá met í notkun ADHD-lyfja og neyslan vex Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. 5. nóvember 2016 21:08