Þétting byggðar hefur áhrif á íþrótta- og tómstundastarf Hákon Sverrisson skrifar 5. maí 2022 07:02 Undanfarin misseri höfum við séð ríka áherslu Kópavogsbæjar í þá átt að þétta byggð. Stórt hverfi er að rísa í kringum Smáralindina og fyrir ofan Bæjarlind er verið að byggja mörg háhýsi auk þess sem mikið hefur fjölgað á Kársnesi síðustu ár og sér ekki fyrir endann á því. Til að auka enn meira á þéttinguna þá eru fyrirhugaðar háhýsabygginar og stóraukinn íbúafjöldi á Hamraborgarsvæðinu og þar í kring í svokölluðum Traðareitum. Þétting kallar á aukna þjónustu og það að innviðir á þéttingasvæðum geti tekið við nýjum íbúum og sinnt þeirra þörfum. Og helstu áhyggjur mínar snúa einmitt að þessu. Þess sér til dæmis hvergi stað að búið sé að hugsa stöðu leikskóla, grunnskóla og tómstunda í næsta nágrenni við þessa þéttingarreiti? Hvergi. Í miðju Smárahverfinu er íþróttamiðstöð fjölgreina íþróttafélags sem er t.d. með fjölmennustu knattspyrnudeild landsins sem er núna þegar þetta er ritað 50-60% stærri en sú næst stærsta. Þó aðstaðan þar sé glæsileg og líti vel út þá blasir það við að hún nær ekki að anna þörfinni og á næstu árum mun börnum fjölga umtalsvert í nærliggjandi hverfum og mörg þeirra munu eflaust leita niður í Smárann. Á bara að sjá til og redda þessu einhvern veginn? Eða hvar eru framtíðaráætlanir um frekari uppbyggingu aðstöðunnar til að mæta þessari stórauknu þörf? Þarf mögulega að dreifa tómstundum meira um bæinn eða þurfa íþróttafélögin í bænum að fara að beita fjöldatakmörkunum til að tryggja gæði starfseminnar. Á Kársnesi er búið að þétta mjög mikið á undanförnum árum en þar hafa innviðirnir algjörlega setið á hakanum og íbúar þar fá engin svör hvenær bætt verði úr. Hvar eru t.d. leiksvæðin? Nú virðist eiga að halda áfram víðar um bæinn á svipuðum nótum eins og rætt var hér að framan og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun.Skynsamlegra væri að klára innviðauppbyggingu áður en farið er að hrúga fólki inn í þéttingarreitina? Vinir Kópavogs vilja hugsa þetta upp á nýtt og byrja á réttum enda. Innviðina fyrst og síðan hóflega þéttingu í sátt við íbúa. X-Y fyrir allan Kópavog. Höfundur er kennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri höfum við séð ríka áherslu Kópavogsbæjar í þá átt að þétta byggð. Stórt hverfi er að rísa í kringum Smáralindina og fyrir ofan Bæjarlind er verið að byggja mörg háhýsi auk þess sem mikið hefur fjölgað á Kársnesi síðustu ár og sér ekki fyrir endann á því. Til að auka enn meira á þéttinguna þá eru fyrirhugaðar háhýsabygginar og stóraukinn íbúafjöldi á Hamraborgarsvæðinu og þar í kring í svokölluðum Traðareitum. Þétting kallar á aukna þjónustu og það að innviðir á þéttingasvæðum geti tekið við nýjum íbúum og sinnt þeirra þörfum. Og helstu áhyggjur mínar snúa einmitt að þessu. Þess sér til dæmis hvergi stað að búið sé að hugsa stöðu leikskóla, grunnskóla og tómstunda í næsta nágrenni við þessa þéttingarreiti? Hvergi. Í miðju Smárahverfinu er íþróttamiðstöð fjölgreina íþróttafélags sem er t.d. með fjölmennustu knattspyrnudeild landsins sem er núna þegar þetta er ritað 50-60% stærri en sú næst stærsta. Þó aðstaðan þar sé glæsileg og líti vel út þá blasir það við að hún nær ekki að anna þörfinni og á næstu árum mun börnum fjölga umtalsvert í nærliggjandi hverfum og mörg þeirra munu eflaust leita niður í Smárann. Á bara að sjá til og redda þessu einhvern veginn? Eða hvar eru framtíðaráætlanir um frekari uppbyggingu aðstöðunnar til að mæta þessari stórauknu þörf? Þarf mögulega að dreifa tómstundum meira um bæinn eða þurfa íþróttafélögin í bænum að fara að beita fjöldatakmörkunum til að tryggja gæði starfseminnar. Á Kársnesi er búið að þétta mjög mikið á undanförnum árum en þar hafa innviðirnir algjörlega setið á hakanum og íbúar þar fá engin svör hvenær bætt verði úr. Hvar eru t.d. leiksvæðin? Nú virðist eiga að halda áfram víðar um bæinn á svipuðum nótum eins og rætt var hér að framan og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun.Skynsamlegra væri að klára innviðauppbyggingu áður en farið er að hrúga fólki inn í þéttingarreitina? Vinir Kópavogs vilja hugsa þetta upp á nýtt og byrja á réttum enda. Innviðina fyrst og síðan hóflega þéttingu í sátt við íbúa. X-Y fyrir allan Kópavog. Höfundur er kennari og þjálfari.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun