Kynningin hefst klukkan 10:30 og verður hægt að fylgjast með henni í spilaranum hér fyrir neðan. Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, fer með fundarstjórn.
„Eitt af mikilvægustu verkefnum allra sveitarfélaga á landinu eru umönnun og kennsla barna. Engu að síður búa allt of margir foreldrar ungra barna við þær aðstæður að sveitarfélög tryggja ekki aðgang að leikskóla fyrr en mörgum mánuðum eftir að fæðingarorlofi lýkur,“ segir í tilkynningu frá BSRB.
„BSRB gerir þá kröfu að ríki og sveitarfélög grípi til aðgerða til að öllum börnum verði tryggð leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi sama hvar þau búa á landinu.“