Besti vinur mannsins eða vinalegur óvinur? Ásta Sigríður Guðjónsdóttir og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa 5. maí 2022 12:01 Fyrstu hundarnir á Íslandi komu hingað með landnámsmönnum í kringum árið 870. Síðan þá hefur stofninn þróast og stækkað, tegundum fjölgað og getum við verið stolt af okkar eigin tegund, Íslenska fjárhundinum, sem nýtur töluverðar sérstöðu þar sem afbrigðið var lengi vel einangrað frá öðrum afbrigðum. Þrátt fyrir að hundurinn hafi fylgt okkur íslendingum allt frá því land byggðist upplifa hundaeigendur sig oft óvelkomna í samfélaginu með sínum besta vini. Fá svæði eru fyrir hunda til að ganga lausir, hundasvæði þar sem eigendur geta hist með hundana sína eru örfá, hundar eru ekki velkomnir nema á örfáa opinbera staði og alls ekki í fjölbýlishús nema með samþykki 2/3 íbúa. Að ónefndu ofnæmi fyrir hundum sem virðist hrjá allt of marga íslendinga og trónum við væntanlega á toppnum þar miðað við höfðatölu. Það er því ekki að undra að hundaeigendur upplifi sig sem annars flokks, á jaðrinum, í hæfilegri fjarlægð frá „hundalausum“ einstaklingum. Þjónustum eigendur og besta vin þeirra betur Í Reykjavík eru skráðir um 2.000 hundar en talið er að 9.000 hundar séu í borginni samkvæmt skýrslu stýrihóps um þjónustu við gæludýr. Garðabær hefur ekki farið í þá vinnu að greina þjónustu við gæludýr en ætla má að svipað hlutfall sé skráð hér í Garðabæ. Árið 2020 voru skráðir um 550 hundar í Garðabæ og miða við hlutfall í Reykjavík getum við áætlað að það hafi verið um 2.500 hundar í bænum árið 2020. Garðabær er því að fara á mis við á milli 14 og 28 milljónir á ári í skráningargjöld. Það þarf að skoða í hverju vandinn leynist þegar kemur að skráningu en það þarf klárlega að bæta þjónustuna til þess að auka skráningu. Það er sár vöntun á svæðum fyrir hunda og raddir hundaeigenda í Garðabæ um úrbætur ekki fengið hljómgrunn. Hundar þurfa að geta hlaupið frjálsir og leikið við aðra hunda.Það þarf að útbúa leiksvæði fyrir hunda til að fá frelsi, til að fá tækifæri til að umgangast aðra hunda og fyrir hundaeigendur til að koma saman. Svæði þar sem einnig væri hægt að bjóða upp á námskeið í uppeldi og þjálfun. Þetta er ekkert nýtt á nálinni þar sem slík svæði þekkjast vel í í öðrum löndum og nýtast vel. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum koma til móts við hundaeigendur og skapa umhverfi í Garðabæ þar sem besti vinur mannsins er velkominn en ekki vinalegur óvinur. Rakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.Ásta Sigríður Guðjónsdóttir, verkefnastjóri stafrænna miðla og skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Hundar Gæludýr Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Rakel Steinberg Sölvadóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Fyrstu hundarnir á Íslandi komu hingað með landnámsmönnum í kringum árið 870. Síðan þá hefur stofninn þróast og stækkað, tegundum fjölgað og getum við verið stolt af okkar eigin tegund, Íslenska fjárhundinum, sem nýtur töluverðar sérstöðu þar sem afbrigðið var lengi vel einangrað frá öðrum afbrigðum. Þrátt fyrir að hundurinn hafi fylgt okkur íslendingum allt frá því land byggðist upplifa hundaeigendur sig oft óvelkomna í samfélaginu með sínum besta vini. Fá svæði eru fyrir hunda til að ganga lausir, hundasvæði þar sem eigendur geta hist með hundana sína eru örfá, hundar eru ekki velkomnir nema á örfáa opinbera staði og alls ekki í fjölbýlishús nema með samþykki 2/3 íbúa. Að ónefndu ofnæmi fyrir hundum sem virðist hrjá allt of marga íslendinga og trónum við væntanlega á toppnum þar miðað við höfðatölu. Það er því ekki að undra að hundaeigendur upplifi sig sem annars flokks, á jaðrinum, í hæfilegri fjarlægð frá „hundalausum“ einstaklingum. Þjónustum eigendur og besta vin þeirra betur Í Reykjavík eru skráðir um 2.000 hundar en talið er að 9.000 hundar séu í borginni samkvæmt skýrslu stýrihóps um þjónustu við gæludýr. Garðabær hefur ekki farið í þá vinnu að greina þjónustu við gæludýr en ætla má að svipað hlutfall sé skráð hér í Garðabæ. Árið 2020 voru skráðir um 550 hundar í Garðabæ og miða við hlutfall í Reykjavík getum við áætlað að það hafi verið um 2.500 hundar í bænum árið 2020. Garðabær er því að fara á mis við á milli 14 og 28 milljónir á ári í skráningargjöld. Það þarf að skoða í hverju vandinn leynist þegar kemur að skráningu en það þarf klárlega að bæta þjónustuna til þess að auka skráningu. Það er sár vöntun á svæðum fyrir hunda og raddir hundaeigenda í Garðabæ um úrbætur ekki fengið hljómgrunn. Hundar þurfa að geta hlaupið frjálsir og leikið við aðra hunda.Það þarf að útbúa leiksvæði fyrir hunda til að fá frelsi, til að fá tækifæri til að umgangast aðra hunda og fyrir hundaeigendur til að koma saman. Svæði þar sem einnig væri hægt að bjóða upp á námskeið í uppeldi og þjálfun. Þetta er ekkert nýtt á nálinni þar sem slík svæði þekkjast vel í í öðrum löndum og nýtast vel. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum koma til móts við hundaeigendur og skapa umhverfi í Garðabæ þar sem besti vinur mannsins er velkominn en ekki vinalegur óvinur. Rakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.Ásta Sigríður Guðjónsdóttir, verkefnastjóri stafrænna miðla og skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun