Fjandsamlegur kosningatími Árni Pétur Árnason skrifar 6. maí 2022 09:16 Í gær, 5. maí, kláraði ég síðasta lokaprófið mitt á fyrsta ári í háskólanum. Samhliða próflestri og vinnu hef ég varið síðustu vikum í kosningabaráttu Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram næstkomandi 14. maí. Þessar vikur hafa verið strembnar, svo ekki sé meira sagt, enda kosningartíminn fjandsamlegur fólki í námi. Háskólanemar, menntskælingar og fleiri eru læst vikum saman inni á bókasöfnum landsins við próflestur og ritgerðarskrif á sama tíma og sveitarstjórnarkosningarnar nálgast óðfluga. Eftir því sem líður á kosningabaráttuna og nær dregur kosningum, átta ég mig sífellt betur á því hvers vegna ungmenni veigra sér við stjórnmálaþátttöku. Öll umgjörð kosninga er ekki hönnuð með okkur í huga heldur eldra fólk, og þá sérstaklega eldra fólk sem er barnlaust eða með uppkomin börn. Þess vegna taka reglur lýðræðisins ekki nauðsynlegt tillit til okkar, tillit sem ætti að vera sjálfsagt í lýðræðisríki. Þetta tillitsleysi orsakast af samráðsleysi, rétt eins og svo margt annað sem miður hefur farið síðust árin. Við viljum taka þátt en reglurnar halda okkur frá lýðræðinu. Þegar við ættum að vera að kynna okkur stefnur og frambjóðendur sitjum við föst við bækurnar. Fyrir vikið er erfitt fyrir þau fáu okkar sem eru í framboði að koma okkur á framfæri en ekki síður fyrir þau hin að átta sig á því fyrir hvað framboðin standa. Því er ekki undarlegt að ungt fólk, sem flest er í námi, skili sér síður á kjörstað. Hvernig ætli þetta væri ef kosningarnar tækju einnig mið af veruleika námsfólks? Til þess að svara þessari spurningu er nóg að líta til menntastofnananna sjálfra því þar er einnig kosið, og það á hverju ári. Kosningar í Stúdentaráð Háskóla Íslands, og nefndir, ráð og embætti framhaldsskóla fara jafnan fram snemma í apríl til þess einmitt að kjósendur, allt námsfólk, geti tekið þátt. Námsfólk situr þá beggja megin borðs, eru frambjóðendur og kjósendur, og því þurfa kosningarnar að taka mið af þeirra aðstæðum. Með þetta í huga má síðan spyrja sig af hverju almennar kosningar gera þetta ekki líka. Námsfólk hefur jú flest bæði kosningarétt og kjörgengi og því mætti ætla að markmiðið væri að efla þátttöku þeirra sem mest. Samt er kjördagur settur á versta tíma fyrir námsfólk, í miðjum lokaritgerðaskilum, stúdentsprófum og útskriftum. Munurinn liggur í því hver sömdu reglurnar. Annars vegar var það námsfólkið sjálft en hins vegar fólk sem hefur löngu lokið námi, ef það yfir höfuð fetaði menntaveginn. Núverandi gengur út frá því að frambjóðendur séu ekki í námi, heldur eigi námsfólk einungis að skjótast á kjörstað á kjördag. Ef við tökum hins vegar ekki öll þátt í lýðræðinu, er það ekki alvöru lýðræði. Ég vil því skora á viðeigandi stjórnvöld að taka lög um sveitarstjórnarkosningar til endurskoðunar í samráði við kjósendur, námsfólk og aðra. Höfundur er 20 ára sagnfræðinemi og skipar 6. sæti á lista Pírata í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Píratar Hagsmunir stúdenta Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í gær, 5. maí, kláraði ég síðasta lokaprófið mitt á fyrsta ári í háskólanum. Samhliða próflestri og vinnu hef ég varið síðustu vikum í kosningabaráttu Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram næstkomandi 14. maí. Þessar vikur hafa verið strembnar, svo ekki sé meira sagt, enda kosningartíminn fjandsamlegur fólki í námi. Háskólanemar, menntskælingar og fleiri eru læst vikum saman inni á bókasöfnum landsins við próflestur og ritgerðarskrif á sama tíma og sveitarstjórnarkosningarnar nálgast óðfluga. Eftir því sem líður á kosningabaráttuna og nær dregur kosningum, átta ég mig sífellt betur á því hvers vegna ungmenni veigra sér við stjórnmálaþátttöku. Öll umgjörð kosninga er ekki hönnuð með okkur í huga heldur eldra fólk, og þá sérstaklega eldra fólk sem er barnlaust eða með uppkomin börn. Þess vegna taka reglur lýðræðisins ekki nauðsynlegt tillit til okkar, tillit sem ætti að vera sjálfsagt í lýðræðisríki. Þetta tillitsleysi orsakast af samráðsleysi, rétt eins og svo margt annað sem miður hefur farið síðust árin. Við viljum taka þátt en reglurnar halda okkur frá lýðræðinu. Þegar við ættum að vera að kynna okkur stefnur og frambjóðendur sitjum við föst við bækurnar. Fyrir vikið er erfitt fyrir þau fáu okkar sem eru í framboði að koma okkur á framfæri en ekki síður fyrir þau hin að átta sig á því fyrir hvað framboðin standa. Því er ekki undarlegt að ungt fólk, sem flest er í námi, skili sér síður á kjörstað. Hvernig ætli þetta væri ef kosningarnar tækju einnig mið af veruleika námsfólks? Til þess að svara þessari spurningu er nóg að líta til menntastofnananna sjálfra því þar er einnig kosið, og það á hverju ári. Kosningar í Stúdentaráð Háskóla Íslands, og nefndir, ráð og embætti framhaldsskóla fara jafnan fram snemma í apríl til þess einmitt að kjósendur, allt námsfólk, geti tekið þátt. Námsfólk situr þá beggja megin borðs, eru frambjóðendur og kjósendur, og því þurfa kosningarnar að taka mið af þeirra aðstæðum. Með þetta í huga má síðan spyrja sig af hverju almennar kosningar gera þetta ekki líka. Námsfólk hefur jú flest bæði kosningarétt og kjörgengi og því mætti ætla að markmiðið væri að efla þátttöku þeirra sem mest. Samt er kjördagur settur á versta tíma fyrir námsfólk, í miðjum lokaritgerðaskilum, stúdentsprófum og útskriftum. Munurinn liggur í því hver sömdu reglurnar. Annars vegar var það námsfólkið sjálft en hins vegar fólk sem hefur löngu lokið námi, ef það yfir höfuð fetaði menntaveginn. Núverandi gengur út frá því að frambjóðendur séu ekki í námi, heldur eigi námsfólk einungis að skjótast á kjörstað á kjördag. Ef við tökum hins vegar ekki öll þátt í lýðræðinu, er það ekki alvöru lýðræði. Ég vil því skora á viðeigandi stjórnvöld að taka lög um sveitarstjórnarkosningar til endurskoðunar í samráði við kjósendur, námsfólk og aðra. Höfundur er 20 ára sagnfræðinemi og skipar 6. sæti á lista Pírata í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun