Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2022 12:52 Ríkisstjórnin hefur kynnt mótvægisaðgerðir vegna verðbólgunnar. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu þar sem fram kemur að aðgerðirnar séu ætlaðar til að draga úr áhrifum verðbólgu, sem mælist nú 7,2 prósent, á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins. Horft verður til sértækra aðgerða með hækkun bóta almannatrygginga, sérstökum barnabótaauka til þeirra sem eiga rétt á tekjutengdum barnabótum og hækkun húsnæðisbóta. Bætur almannatrygginga hækka um 3% frá 1. júní. Húsnæðisbætur hækka um 10% frá 1. júní. Greiddur verður sérstakur barnabótaauki til þeirra sem fá tekjutengdar barnabætur að fjárhæð 20.000 kr. með hverju barni. Frumvarp þess efnis verður lagt fram í mánuðinum. Kallað hefur verið eftir því að allir leggist á eitt til þess að koma megi verðbólgunni niður. Seðlabankinn reiknar með því að verðbólga geti farið yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, biðlaði til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún sagðist einnig vona að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. Í tilkynningu Stjórnarráðsins segir að þótt fjárhagsstaða heimila sé almennt sterk og kaupmáttur sé enn að aukast séu heimili í ólíkri stöðu til að takast á við vaxta- og verðlagshækkanir. Þess vegna sé sérstaklega horft til fyrrnefndra hópa í mótvægisaðgerðunum eftir ítarlega greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Húsnæðismál Tengdar fréttir Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02 Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01 Erum að vinna í haginn fyrir kjarasamninga, segir seðlabankastjóri „Við höfum tækin sem þarf til að ná niður verðbólgunni og við getum beitt þeim af fullum þunga. Ef við þurfum að gera það í andstöðu við aðila vinnumarkaðarins af því að þeir ætla sér að auka enn á verðbólguna með því að hækka launin meira en hagkerfið þolir þá þýðir það einungis að Seðlabankinn þarf að keyra hagkerfið niður í kreppu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 4. maí 2022 20:10 Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4. maí 2022 19:21 Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu þar sem fram kemur að aðgerðirnar séu ætlaðar til að draga úr áhrifum verðbólgu, sem mælist nú 7,2 prósent, á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins. Horft verður til sértækra aðgerða með hækkun bóta almannatrygginga, sérstökum barnabótaauka til þeirra sem eiga rétt á tekjutengdum barnabótum og hækkun húsnæðisbóta. Bætur almannatrygginga hækka um 3% frá 1. júní. Húsnæðisbætur hækka um 10% frá 1. júní. Greiddur verður sérstakur barnabótaauki til þeirra sem fá tekjutengdar barnabætur að fjárhæð 20.000 kr. með hverju barni. Frumvarp þess efnis verður lagt fram í mánuðinum. Kallað hefur verið eftir því að allir leggist á eitt til þess að koma megi verðbólgunni niður. Seðlabankinn reiknar með því að verðbólga geti farið yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, biðlaði til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún sagðist einnig vona að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. Í tilkynningu Stjórnarráðsins segir að þótt fjárhagsstaða heimila sé almennt sterk og kaupmáttur sé enn að aukast séu heimili í ólíkri stöðu til að takast á við vaxta- og verðlagshækkanir. Þess vegna sé sérstaklega horft til fyrrnefndra hópa í mótvægisaðgerðunum eftir ítarlega greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Húsnæðismál Tengdar fréttir Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02 Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01 Erum að vinna í haginn fyrir kjarasamninga, segir seðlabankastjóri „Við höfum tækin sem þarf til að ná niður verðbólgunni og við getum beitt þeim af fullum þunga. Ef við þurfum að gera það í andstöðu við aðila vinnumarkaðarins af því að þeir ætla sér að auka enn á verðbólguna með því að hækka launin meira en hagkerfið þolir þá þýðir það einungis að Seðlabankinn þarf að keyra hagkerfið niður í kreppu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 4. maí 2022 20:10 Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4. maí 2022 19:21 Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02
Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01
Erum að vinna í haginn fyrir kjarasamninga, segir seðlabankastjóri „Við höfum tækin sem þarf til að ná niður verðbólgunni og við getum beitt þeim af fullum þunga. Ef við þurfum að gera það í andstöðu við aðila vinnumarkaðarins af því að þeir ætla sér að auka enn á verðbólguna með því að hækka launin meira en hagkerfið þolir þá þýðir það einungis að Seðlabankinn þarf að keyra hagkerfið niður í kreppu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 4. maí 2022 20:10
Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4. maí 2022 19:21