Borgarbyggð þarf öflugt fólk með skýra framtíðarsýn Logi Sigurðsson skrifar 6. maí 2022 19:45 Mikilvægi þriggja fasa rafmagns Borgarbyggð er dreifbýlt samfélag með þéttbýliskjarna á nokkrum stöðum og eru fyrirtæki í sveitarfélaginu mörg og mismunandi. Fyrir atvinnurekstur í sveitarfélaginu, svo sem landbúnað, ferðaþjónustu og hinn ýmsa iðnað er þriggja fasa rafmagn gríðarlega nauðsynlegt svo uppbygging geti átt sér stað. Þriggja fasa rafmagn er einn af grunnþáttum þess að veita meira afhendingaröryggi. Þrífösun rafmagns hefur verið í uppbyggingu úti á Mýrum undanfarin ár og er það vel fyrir atvinnurekstur á svæðinu en betur má ef duga skal! Ennþá er á þónokkrum stöðum í sveitarfélaginu aðeins í boði einfasa rafmagn. Þar er atvinnurekstur sem þyrfti á þriggja fasa rafmagni að halda og þurfa aðilar að taka á sig aukinn kostnað vegna þess. Það er hlutverk þeirra sem í sveitarstjórn komast að þrýsta á ríkisvaldið að þessi vinna verði kláruð alls staðar í sveitarfélaginu svo atvinnuuppbygging hér geti haldið áfram að vaxa og dafna. Uppbygging vega og fjarskiptasamband eru líka lykilstoðir þess að uppbygging geti átt sér stað og munum við í Samfylkingunni og Viðreisn í Borgarbyggð beita okkur fyrir því að þessir innviðir verði bættir á næsta kjörtímabili. Ný byggðalína Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum Holtvörðuheiðarlínu 1 frá tengivirkinu á Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Tilgangur þeirrar framkvæmdar er að tryggja öruggara afhendingaröryggi og er hluti af uppfærslu á núverandi byggðalínu. Áætlað er að þessar framkvæmdir hefjist í lok árs 2023. Í gangi er valkostargreining lagnaleiða þessarar línu og snertir það íbúa Borgarbyggðar með beinum hætti. Sá valkostur sem Landsnet telur vænlegastan gerir ráð fyrir að farið sé nokkurn veginn meðfram núverandi byggðalínu. Þá er gert ráð fyrir að eldri línan haldi sér og yrði það mikið lýti á sveitarfélaginu. Nýja byggðalínan er mun stærri en núverandi lína og allt öðruvísi uppbyggð, svo veruleg sjónmengun yrði af slíkri uppbyggingu. Ef af þessum áformum verður mun það hafa neikvæð áhrif á meðal annars ferðaþjónustu í sveitarfélaginu, svo ekki sé talað um óþægindin sem af þessu hljótast fyrir íbúa. Fallegt umhverfi er eitt af lykilþáttum í ferðaþjónustu héraðsins og möstur sem þessi eru ekki til þess fallin að bæta ásýnd þess. Annar valkostur við uppbyggingu væri að fara með nýja línu um hálendið norður yfir Kjöl að Blöndu. Sú leið væri styttri og myndi ekki hafa sjónræn áhrif fyrir íbúa í Borgarbyggð. Landsnet leggur þessa tillögu ekki fram sem valkost þar sem línan myndi þá liggja fjarri svæðisflutningskerfi á Vesturlandi. Línan væri líka inni á miðhálendi og myndi það ekki samræmast stefnu stjórnvalda þar sem segir að ekki skuli leggja nýjar raflínur á hálendinu. Er betra að hafa þessi stóru möstur í byggð? Ef farið verður í lagningu þessarar nýju byggðalínu um Borgarfjörð er það lágmarkskrafa að eldri línan verði hengd utan á möstur þeirrar nýju, sett í jörð eða fjarlægð! Stöðugt framboð lóða forsenda uppbyggingar Grunnforsenda þess að atvinnuuppbygging geti átt sér stað, með tilheyrandi fjölgun íbúa, er að íbúðarhúsnæði sé til staðar. Samfylkingin og Viðreisn í Borgarbyggð vilja að hugsað sé lengra fram í tímann. Að stöðugu framboði lóða sé viðhaldið svo ekki komi upp sú staða sem er núna, að nánast engar lóðir séu til úthlutunar í sveitarfélaginu. Spennandi verkefni eru á hugmyndastigi um byggð handan Borgarvogs en ljóst er að nokkur ár eru þar til hægt verður að hefjast handa við uppbyggingu þar. Fram að þeim tíma þarf að líta til þéttingarmöguleika í Borgarnesi, sem og skoða kaup á því landi í Bjargslandi sem ekki er nú þegar í eigu sveitarfélagsins. Hefjast þarf handa strax í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands að skoða hvar næstu byggingarmöguleikar eru fyrir hendi á Hvanneyri. Spennandi uppbyggingarverkefni eru líka í farvatninu lengra í uppsveitunum, svo sem við Reykholt sem þarf að fylgja vel eftir. Viðhöldum öflugri grunnþjónustu Grunnþjónusta er líka forsenda þess að fólk og fyrirtæki vilji flytjast í Borgarbyggð. Uppbygging hefur átt sér stað við Grunnskólann í Borgarnesi á liðnum árum sem og nýbygging leikskólans Hnoðrabóls. Byggingarnefnd fyrir viðbyggingu Grunnskóla Borgarfjarðar að Kleppjárnsreykjum hefur verið sett af stað og mun sú nefnd í samvinnu við verkefnastjóra láta hanna bygginguna og bjóða verkið út. Mikilvægt er að þessu verkefni verði hraðað eins og kostur er en jafnframt sé þetta unnið faglega. Við hönnun hússins er nauðsynlegt að horfa fram á veginn og gera strax ráð fyrir stækkunar möguleikum. Þegar sú uppbygging sem í farvatninu er í uppsveitunum verður að veruleika er útséð að það þarf að stækka grunnskólann á Kleppjárnsreykjum enn frekar. Einnig er ljóst að huga þarf að stækkun eða byggingu á nýjum leikskóla í Borgarnesi á næstu árum. Allir þessir þættir sem nefndir hafa verið hér að ofan tengjast hver öðrum og haldast í hendur. Til þess að íbúum og fyrirtækjum í Borgarbyggð fjölgi og við höldum í núverandi íbúa þarf að hugsa til allra þeirra þátta sem nefndir voru hér að ofan. Við í Samfylkingunni og Viðreisn erum tilbúin að hugsa stórt og móta þá framtíðarsýn sem þarf að vera til staðar svo að eðlilegur vöxtur geti átt sér stað. Setjum X við A á kjördag fyrir skýr markmið og áreiðanleika! Höfundur er búfræðingur og skipar 2. sæti á A-lista sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Mikilvægi þriggja fasa rafmagns Borgarbyggð er dreifbýlt samfélag með þéttbýliskjarna á nokkrum stöðum og eru fyrirtæki í sveitarfélaginu mörg og mismunandi. Fyrir atvinnurekstur í sveitarfélaginu, svo sem landbúnað, ferðaþjónustu og hinn ýmsa iðnað er þriggja fasa rafmagn gríðarlega nauðsynlegt svo uppbygging geti átt sér stað. Þriggja fasa rafmagn er einn af grunnþáttum þess að veita meira afhendingaröryggi. Þrífösun rafmagns hefur verið í uppbyggingu úti á Mýrum undanfarin ár og er það vel fyrir atvinnurekstur á svæðinu en betur má ef duga skal! Ennþá er á þónokkrum stöðum í sveitarfélaginu aðeins í boði einfasa rafmagn. Þar er atvinnurekstur sem þyrfti á þriggja fasa rafmagni að halda og þurfa aðilar að taka á sig aukinn kostnað vegna þess. Það er hlutverk þeirra sem í sveitarstjórn komast að þrýsta á ríkisvaldið að þessi vinna verði kláruð alls staðar í sveitarfélaginu svo atvinnuuppbygging hér geti haldið áfram að vaxa og dafna. Uppbygging vega og fjarskiptasamband eru líka lykilstoðir þess að uppbygging geti átt sér stað og munum við í Samfylkingunni og Viðreisn í Borgarbyggð beita okkur fyrir því að þessir innviðir verði bættir á næsta kjörtímabili. Ný byggðalína Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum Holtvörðuheiðarlínu 1 frá tengivirkinu á Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Tilgangur þeirrar framkvæmdar er að tryggja öruggara afhendingaröryggi og er hluti af uppfærslu á núverandi byggðalínu. Áætlað er að þessar framkvæmdir hefjist í lok árs 2023. Í gangi er valkostargreining lagnaleiða þessarar línu og snertir það íbúa Borgarbyggðar með beinum hætti. Sá valkostur sem Landsnet telur vænlegastan gerir ráð fyrir að farið sé nokkurn veginn meðfram núverandi byggðalínu. Þá er gert ráð fyrir að eldri línan haldi sér og yrði það mikið lýti á sveitarfélaginu. Nýja byggðalínan er mun stærri en núverandi lína og allt öðruvísi uppbyggð, svo veruleg sjónmengun yrði af slíkri uppbyggingu. Ef af þessum áformum verður mun það hafa neikvæð áhrif á meðal annars ferðaþjónustu í sveitarfélaginu, svo ekki sé talað um óþægindin sem af þessu hljótast fyrir íbúa. Fallegt umhverfi er eitt af lykilþáttum í ferðaþjónustu héraðsins og möstur sem þessi eru ekki til þess fallin að bæta ásýnd þess. Annar valkostur við uppbyggingu væri að fara með nýja línu um hálendið norður yfir Kjöl að Blöndu. Sú leið væri styttri og myndi ekki hafa sjónræn áhrif fyrir íbúa í Borgarbyggð. Landsnet leggur þessa tillögu ekki fram sem valkost þar sem línan myndi þá liggja fjarri svæðisflutningskerfi á Vesturlandi. Línan væri líka inni á miðhálendi og myndi það ekki samræmast stefnu stjórnvalda þar sem segir að ekki skuli leggja nýjar raflínur á hálendinu. Er betra að hafa þessi stóru möstur í byggð? Ef farið verður í lagningu þessarar nýju byggðalínu um Borgarfjörð er það lágmarkskrafa að eldri línan verði hengd utan á möstur þeirrar nýju, sett í jörð eða fjarlægð! Stöðugt framboð lóða forsenda uppbyggingar Grunnforsenda þess að atvinnuuppbygging geti átt sér stað, með tilheyrandi fjölgun íbúa, er að íbúðarhúsnæði sé til staðar. Samfylkingin og Viðreisn í Borgarbyggð vilja að hugsað sé lengra fram í tímann. Að stöðugu framboði lóða sé viðhaldið svo ekki komi upp sú staða sem er núna, að nánast engar lóðir séu til úthlutunar í sveitarfélaginu. Spennandi verkefni eru á hugmyndastigi um byggð handan Borgarvogs en ljóst er að nokkur ár eru þar til hægt verður að hefjast handa við uppbyggingu þar. Fram að þeim tíma þarf að líta til þéttingarmöguleika í Borgarnesi, sem og skoða kaup á því landi í Bjargslandi sem ekki er nú þegar í eigu sveitarfélagsins. Hefjast þarf handa strax í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands að skoða hvar næstu byggingarmöguleikar eru fyrir hendi á Hvanneyri. Spennandi uppbyggingarverkefni eru líka í farvatninu lengra í uppsveitunum, svo sem við Reykholt sem þarf að fylgja vel eftir. Viðhöldum öflugri grunnþjónustu Grunnþjónusta er líka forsenda þess að fólk og fyrirtæki vilji flytjast í Borgarbyggð. Uppbygging hefur átt sér stað við Grunnskólann í Borgarnesi á liðnum árum sem og nýbygging leikskólans Hnoðrabóls. Byggingarnefnd fyrir viðbyggingu Grunnskóla Borgarfjarðar að Kleppjárnsreykjum hefur verið sett af stað og mun sú nefnd í samvinnu við verkefnastjóra láta hanna bygginguna og bjóða verkið út. Mikilvægt er að þessu verkefni verði hraðað eins og kostur er en jafnframt sé þetta unnið faglega. Við hönnun hússins er nauðsynlegt að horfa fram á veginn og gera strax ráð fyrir stækkunar möguleikum. Þegar sú uppbygging sem í farvatninu er í uppsveitunum verður að veruleika er útséð að það þarf að stækka grunnskólann á Kleppjárnsreykjum enn frekar. Einnig er ljóst að huga þarf að stækkun eða byggingu á nýjum leikskóla í Borgarnesi á næstu árum. Allir þessir þættir sem nefndir hafa verið hér að ofan tengjast hver öðrum og haldast í hendur. Til þess að íbúum og fyrirtækjum í Borgarbyggð fjölgi og við höldum í núverandi íbúa þarf að hugsa til allra þeirra þátta sem nefndir voru hér að ofan. Við í Samfylkingunni og Viðreisn erum tilbúin að hugsa stórt og móta þá framtíðarsýn sem þarf að vera til staðar svo að eðlilegur vöxtur geti átt sér stað. Setjum X við A á kjördag fyrir skýr markmið og áreiðanleika! Höfundur er búfræðingur og skipar 2. sæti á A-lista sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun