Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir yfirlýsingar um „þjóðarhöll“ Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2022 11:09 Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir viljayfirlýsingar um að nú eigi að reisa þjóðarhöll og ráða niðurlögum verðbólgu. Slíkan innistæðulausan fagurgala megi rekja til þess að nú eru að koma kosningar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur eitt og annað við framgöngu ráðamanna að athuga nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Sigmundur Davíð segir stjórnmálaflokkana þá sem eru við völd keppast við að gefa út yfirlýsingar um hvað eina um þessar mundir. En út frá hans bæjardyrum séð er um að ræða innistæðulausan fagurgala. Og ljóst að nokkur aðstöðumunur er milli flokka hvað þetta varðar að gefa út loforð um hitt og þetta sem gæti kallað fram gott veður hjá kjósendum. „Allt í einu birtist viljayfirlýsing um „þjóðarhöll”. Líklega vita flestir, í ljósi reynslunnar, að slík yfirlýsing hefur litla þýðingu. Enda ríkisstjórnin NÝBÚIN að samþykkja 5 ára fjármálaáætlun þar sem hvergi er minnst á þjóðarhöll,“ segir Sigmundur Davíð í stuttum pistli á Facebook-síðu sinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í vikunni. Sigmundur Davíð telur þar vera um að ræða orðin tóm. Hann bendir á að samdægurs hafi svo verið tilkynnt af hálfu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að takast á við verðbólguna – sem passi því það eru að koma kosningar: „Gallinn er bara sá að engin „aðgerðanna” dregur úr verðbólgu. -Þvert á móti. Það er eðlilegt að láta bætur fylgja verðlagsþróun en það dregur ekki úr verðbólgu.“ Sigmundur Davíð segi leiðina til að draga úr verðbólgu sé að lækka álögur svo sem gríðarhá gjöld á eldsneyti og önnur aðföng: „Í staðinn rukkar ríkið meira en nokkru sinni fyrr, leggur á ný refsigjöld og eykur þannig verðbólgu og hækkar lánin,“ segir Sigmundur Davíð. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Reykjavík Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Undirrita viljayfirlýsingu um nýja Þjóðarhöll í Laugardalnum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag. 6. maí 2022 08:16 Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Sigmundur Davíð segir stjórnmálaflokkana þá sem eru við völd keppast við að gefa út yfirlýsingar um hvað eina um þessar mundir. En út frá hans bæjardyrum séð er um að ræða innistæðulausan fagurgala. Og ljóst að nokkur aðstöðumunur er milli flokka hvað þetta varðar að gefa út loforð um hitt og þetta sem gæti kallað fram gott veður hjá kjósendum. „Allt í einu birtist viljayfirlýsing um „þjóðarhöll”. Líklega vita flestir, í ljósi reynslunnar, að slík yfirlýsing hefur litla þýðingu. Enda ríkisstjórnin NÝBÚIN að samþykkja 5 ára fjármálaáætlun þar sem hvergi er minnst á þjóðarhöll,“ segir Sigmundur Davíð í stuttum pistli á Facebook-síðu sinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í vikunni. Sigmundur Davíð telur þar vera um að ræða orðin tóm. Hann bendir á að samdægurs hafi svo verið tilkynnt af hálfu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að takast á við verðbólguna – sem passi því það eru að koma kosningar: „Gallinn er bara sá að engin „aðgerðanna” dregur úr verðbólgu. -Þvert á móti. Það er eðlilegt að láta bætur fylgja verðlagsþróun en það dregur ekki úr verðbólgu.“ Sigmundur Davíð segi leiðina til að draga úr verðbólgu sé að lækka álögur svo sem gríðarhá gjöld á eldsneyti og önnur aðföng: „Í staðinn rukkar ríkið meira en nokkru sinni fyrr, leggur á ný refsigjöld og eykur þannig verðbólgu og hækkar lánin,“ segir Sigmundur Davíð.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Reykjavík Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Undirrita viljayfirlýsingu um nýja Þjóðarhöll í Laugardalnum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag. 6. maí 2022 08:16 Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Undirrita viljayfirlýsingu um nýja Þjóðarhöll í Laugardalnum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag. 6. maí 2022 08:16
Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52