Framsókn til framtíðar í húsnæðismálum í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson skrifar 7. maí 2022 12:01 Fjarðabyggð er sístækkandi samfélag þar sem vaxandi þörf hefur orðið eftir íbúðarhúsnæði á síðustu misserum. Það er því af sem áður var þegar dræm sala var á íbúðarhúsnæði og verð voru lág. Mikil eftirspurn er nú eftir íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð og auk þess hefur fjöldi úthlutaðra byggingarlóða ekki verið meiri um nokkuð langa hríð. Í fyrirsjánlegri framtíð er ljóst að eftirspurn mun aukast og ljóst að eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem bíður nýrrar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar að loknum kosningum er að takast á við þetta verkefni og koma til móts við þessa þörf. Greiðum fyrir byggingu húsnæðis Framsókn í Fjarðabyggð mun á komandi kjörtímabili leggja höfuðáherslu á greiða fyrir byggingu húsnæðis í sveitarfélaginu eftir ýmsum leiðum. Mikil þörf er fyrir nýtt íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð til að hingað geti flutt nýjir íbúar. Þá er ekki síður þörf fyrir minna húsnæði fyrir þá íbúa sem vilja minnka við sig og selja stærri eignir ásamt því að efla leigumarkað í hverfum Fjarðabyggðar. Framsókn í Fjarðabyggð mun áfram leggja áherslu á að framhald verði á afslætti á gatnagerðargjöldum en síðustu ár hefur verið veittur 75% afsláttur af þeim til að liðka fyrir nýbyggingum í sveitarfélaginu. Þá þarf að tryggja áfram nægt framboð lóða í öllum hverfum. Skoða þarf alla möguleika í þeim efnum m.a. að þétta byggð í núverandi hverfum og byggja á lausum lóðum innan eldri byggðar. Þá þarf að meta þörf hverju sinni fyrir uppbyggingu nýrra hverfa og hefja undirbúning þess þar sem þess er þörf. Þá þarf einnig að kanna möguleika á því að útbúa lóðir, eftir þörfum, í minni hverfum Fjarðabyggðar þannig að þær verði tilbúnar til að byggja á þeim og liðka þannig fyrir uppbyggingu í þeim hverfum Fjarðabyggðar þar sem nýbyggingar hafa ekki risið um langt skeið. Við höfum látið verkin tala Framsókn hefur á þessu kjörtímabili unnið að þessum málum af krafti, og markverður árangur hefur náðst. Eitt af því sem unnið hefur verið að af upp á síðkastið er að koma á stað byggingum í samstarfi við opinbera aðila á leigumarkaði. Stigið var mikilvægt skref á liðnu hausti er Fjarðabyggð lagði íbúðir sínar inn í óhagnaðardrifna leigufélagið Bríet sem stjórnvöld höfðu stofnað. Með því eignaðist Fjarðabyggð hlut í Bríet og um leið renndi stoðum undir byggingu nýrra leiguíbúða í hverfum Fjarðabyggðar. Fyrstu verkefnin í þeim efnum litu svo ljós í vikunni sem er að líða er skrifað var undir samning milli Bríetar, Fjarðabyggðar, HMS og Búðinga ehf. um byggingu fjögurra leiguíbúða á Norðfirði sem rísa munu á sumri komanda, tveggja íbúða á Breiðdalsvík sem hafist verður handa við að byggja næsta haust og um leið keyptar tvær íbúðir á Fáskrúðsfirði sem tilbúnar verða í sumar. Er hér um mjög mikilvægt verkefni að ræða sem efla mun leigumarkað í Fjarðabyggð. Þá verður nú í maí hafist handa við undirbúning að viljayfirlýsingu um byggingu leiguíbúða á Eskifirði og Stöðvarfirði sem boðnar verða þá út á sumri komanda. Þá stóð Fjarðabyggð einnig að stofnun Brákar húsnæðissjálfseignarstofnunar í vetur með fleiri sveitarfélögum á landsbyggðinni. Brák húsnæðissjálfseignarstofnun mun byggja húsnæði fyrir tekjulægri hópa og er þegar hafin bygging fimm íbúða á vegum hennar á Reyðarfirði sem tilbúnar verða á komandi hausti og mikil þörf er fyrir. Þá Sótti Fjarðabyggð um stofnframlög til HMS, nú í vor, fyrir frekari slíka uppbyggingu á vegum Brákar á Eskifirði og Norðfirði og mun það liggja fyrir í júní næstkomandi hvort þau framlög fáist. Mun verða sótt um fleiri slík stofnframlög svo í framhaldi af því í fleiri hverfum sveitarfélagsins. Þannig verður brugðist við þörf fyrir slík úrræði sem víðast í sveitarfélaginu. Verk Framsóknar í Fjarðabyggð að undanförnu sína að okkur er treystandi til að halda vel á þessum málaflokki og sækja fram í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð mun halda því áfram á næstu árum, fáum við til þess stuðning, og tryggja að skortur á húsnæði hamli ekki því að Fjarðabyggð geti haldið áfram að vaxa og dafna. Því óskum við eftir stuðningi ykkar kæru sveitungar í sveitarstjórnarkosningunum þann 14.maí nk. Setjum X við B fyrir framsókn til framtíðar í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og situr í 1. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Björn Hákonarson Fjarðabyggð Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð er sístækkandi samfélag þar sem vaxandi þörf hefur orðið eftir íbúðarhúsnæði á síðustu misserum. Það er því af sem áður var þegar dræm sala var á íbúðarhúsnæði og verð voru lág. Mikil eftirspurn er nú eftir íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð og auk þess hefur fjöldi úthlutaðra byggingarlóða ekki verið meiri um nokkuð langa hríð. Í fyrirsjánlegri framtíð er ljóst að eftirspurn mun aukast og ljóst að eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem bíður nýrrar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar að loknum kosningum er að takast á við þetta verkefni og koma til móts við þessa þörf. Greiðum fyrir byggingu húsnæðis Framsókn í Fjarðabyggð mun á komandi kjörtímabili leggja höfuðáherslu á greiða fyrir byggingu húsnæðis í sveitarfélaginu eftir ýmsum leiðum. Mikil þörf er fyrir nýtt íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð til að hingað geti flutt nýjir íbúar. Þá er ekki síður þörf fyrir minna húsnæði fyrir þá íbúa sem vilja minnka við sig og selja stærri eignir ásamt því að efla leigumarkað í hverfum Fjarðabyggðar. Framsókn í Fjarðabyggð mun áfram leggja áherslu á að framhald verði á afslætti á gatnagerðargjöldum en síðustu ár hefur verið veittur 75% afsláttur af þeim til að liðka fyrir nýbyggingum í sveitarfélaginu. Þá þarf að tryggja áfram nægt framboð lóða í öllum hverfum. Skoða þarf alla möguleika í þeim efnum m.a. að þétta byggð í núverandi hverfum og byggja á lausum lóðum innan eldri byggðar. Þá þarf að meta þörf hverju sinni fyrir uppbyggingu nýrra hverfa og hefja undirbúning þess þar sem þess er þörf. Þá þarf einnig að kanna möguleika á því að útbúa lóðir, eftir þörfum, í minni hverfum Fjarðabyggðar þannig að þær verði tilbúnar til að byggja á þeim og liðka þannig fyrir uppbyggingu í þeim hverfum Fjarðabyggðar þar sem nýbyggingar hafa ekki risið um langt skeið. Við höfum látið verkin tala Framsókn hefur á þessu kjörtímabili unnið að þessum málum af krafti, og markverður árangur hefur náðst. Eitt af því sem unnið hefur verið að af upp á síðkastið er að koma á stað byggingum í samstarfi við opinbera aðila á leigumarkaði. Stigið var mikilvægt skref á liðnu hausti er Fjarðabyggð lagði íbúðir sínar inn í óhagnaðardrifna leigufélagið Bríet sem stjórnvöld höfðu stofnað. Með því eignaðist Fjarðabyggð hlut í Bríet og um leið renndi stoðum undir byggingu nýrra leiguíbúða í hverfum Fjarðabyggðar. Fyrstu verkefnin í þeim efnum litu svo ljós í vikunni sem er að líða er skrifað var undir samning milli Bríetar, Fjarðabyggðar, HMS og Búðinga ehf. um byggingu fjögurra leiguíbúða á Norðfirði sem rísa munu á sumri komanda, tveggja íbúða á Breiðdalsvík sem hafist verður handa við að byggja næsta haust og um leið keyptar tvær íbúðir á Fáskrúðsfirði sem tilbúnar verða í sumar. Er hér um mjög mikilvægt verkefni að ræða sem efla mun leigumarkað í Fjarðabyggð. Þá verður nú í maí hafist handa við undirbúning að viljayfirlýsingu um byggingu leiguíbúða á Eskifirði og Stöðvarfirði sem boðnar verða þá út á sumri komanda. Þá stóð Fjarðabyggð einnig að stofnun Brákar húsnæðissjálfseignarstofnunar í vetur með fleiri sveitarfélögum á landsbyggðinni. Brák húsnæðissjálfseignarstofnun mun byggja húsnæði fyrir tekjulægri hópa og er þegar hafin bygging fimm íbúða á vegum hennar á Reyðarfirði sem tilbúnar verða á komandi hausti og mikil þörf er fyrir. Þá Sótti Fjarðabyggð um stofnframlög til HMS, nú í vor, fyrir frekari slíka uppbyggingu á vegum Brákar á Eskifirði og Norðfirði og mun það liggja fyrir í júní næstkomandi hvort þau framlög fáist. Mun verða sótt um fleiri slík stofnframlög svo í framhaldi af því í fleiri hverfum sveitarfélagsins. Þannig verður brugðist við þörf fyrir slík úrræði sem víðast í sveitarfélaginu. Verk Framsóknar í Fjarðabyggð að undanförnu sína að okkur er treystandi til að halda vel á þessum málaflokki og sækja fram í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð mun halda því áfram á næstu árum, fáum við til þess stuðning, og tryggja að skortur á húsnæði hamli ekki því að Fjarðabyggð geti haldið áfram að vaxa og dafna. Því óskum við eftir stuðningi ykkar kæru sveitungar í sveitarstjórnarkosningunum þann 14.maí nk. Setjum X við B fyrir framsókn til framtíðar í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og situr í 1. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun