Bæjarstjórn Kópavogs vantar regluvörð Helga Jónsdóttir skrifar 9. maí 2022 08:01 Framboð Vina Kópavogs er til að halda bæjaryfirvöldum að lögum og reglum. Rótin er í skipulagsmálum. Bæjaryfirvöld, í samstarfi við fjárfesta, hafa farið yfir öll mörk í að þétta byggð. Þau hafa efnt til átaka við bæjarbúa, og hunsað lögmætar athugasemdir þeirra. Á þéttingarsvæðum, t.d. í miðbæ, Traðarreit og á Kársnesi sitja íbúarnir uppi með háan sérfræðikostnað af því að verjast yfirgangi bæjarins. Barátta þeirra hefur ekki borið árangur hjá bæjaryfirvöldum, jafnvel þótt undir aðfinnslur íbúa hafi verið tekið af Skipulagsstofnun, úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála hafi ógilt skipulagsvinnu bæjarins og mál séu til meðferðar hjá ráðuneyti skipulags- og sveitarstjórnarmála. Skipulagsslys, sem ómögulegt verður að vinda ofan af, blasa við á stöðum sem varða allan almenning. Vinir Kópavogs eru alls ekki andvígir þéttingu byggðar, enda sé farið að reglum og almannahagsmunir hafðir að leiðarljósi. Með því að virða lögbundinn rétt íbúa til samráðs gætu bæjaryfirvöld fundið sátt um leiðir til að nýta land með skynsamlegum hætti fyrir þjónustu, almannarými og íbúðabyggð. Á það reynir ekki vegna þess að „vinnslutillögur” fjárfesta sem ekkert tala við íbúa ráða því frá upphafi hvernig deiliskipulag verður á endanum. Íbúðareitir eru skipulagðir hver af öðrum af fjárfestum en þjónusta, innviðir og mannlíf skilið eftir á ábyrgð bæjarins, oftast þannig að pláss til þess að sinna þeim hlutum með sóma er upp urið. Gott skipulag þarf að geta fóstrað gott mannlíf og til þess þarf rými til að bjóða upp á birtu, kyrrð, skjól og samveru. Þegar byggt er of mikið og of þétt eru íbúar sviptir lífsgæðum sem skipulag á að tryggja þeim. Fjárfestagræðgi stjórnar skipulagi Í skipulagsmálum Kópavogs hefur græðgin tekið völdin á kostnað lýðheilsu, lífsgæða og almannahags. Þétting byggðar í Kópavogi verður stórtækari með hverju verkefni. Þegar ný byggð reis t.d. í Lundi og á Kópavogstúni voru íbúar í grenndinni eðlilega gagnrýnir. Þar loftar þó vel milli húsa og lóðir eru grænar og grónar. Á nýrri þéttingarsvæðum t.d. sunnan Smáralindar og á Kársnesi er byggð svo þétt og há að steinsteypan ein ræður. Á Traðarreit eystri eiga 180 íbúðir að koma í stað átta húsa. Þar er krafa um þrefalt einangrunargler í nýbyggingunum vegna umferðarhávaða. Hvers eiga þeir sem búa við Digranesveg og hafa bara venjulegt gler í gluggum sínum að gjalda? Virðingarleysi bæjaryfirvalda við þá sem búa í gömlum hverfum er ótrúlegt. Og samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi skal haldið áfram á þessari krefjandi braut: „Þó að eldri hverfi bæjarins teljist fullbyggð er í þessu aðalskipulagi áfram horft til þéttingar byggðar í þessum hverfum eins og stefnt hefur verið að á undanförnum árum.” Skylda yfirvalda til samráðs er skýr í skipulagslögum. Hugtakið „vinnslutillaga“ á sér enga stoð í lögum. Engu að síður réttlætir Kópavogsbær skipulagsvinnu fjárfesta - skipulagsvinnu sem bærinn á sjálfur að vinna, með vísan til þess. Vinir Kópavogs ætla að gæta hagsmuna íbúa gegn yfirgangi bæjaryfirvalda sem ganga erinda fjárfesta. Þess vegna þurfum við tvo menn kjörna í bæjarstjórn. Þannig verðum við í stöðu til að knýja bæjaryfirvöld til samráðs við íbúa. Séu yfirvöld reiðubúin til þess að fara á svig við lög og reglur í skipulagsmálum, því ekki á fleiri sviðum? Það er ekki samboðið virðingu Kópavogs að líða þeim sem fyrir bænum fara að brjóta reglur átölulaust. Vinir Kópavogs vilja reynast traustir regluverðir. Þess vegna er ástæða til að setja x við Y á kjördag. Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslita Vina Kópavogs, og er fyrrverandi borgarrritari og bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Skipulag Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Framboð Vina Kópavogs er til að halda bæjaryfirvöldum að lögum og reglum. Rótin er í skipulagsmálum. Bæjaryfirvöld, í samstarfi við fjárfesta, hafa farið yfir öll mörk í að þétta byggð. Þau hafa efnt til átaka við bæjarbúa, og hunsað lögmætar athugasemdir þeirra. Á þéttingarsvæðum, t.d. í miðbæ, Traðarreit og á Kársnesi sitja íbúarnir uppi með háan sérfræðikostnað af því að verjast yfirgangi bæjarins. Barátta þeirra hefur ekki borið árangur hjá bæjaryfirvöldum, jafnvel þótt undir aðfinnslur íbúa hafi verið tekið af Skipulagsstofnun, úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála hafi ógilt skipulagsvinnu bæjarins og mál séu til meðferðar hjá ráðuneyti skipulags- og sveitarstjórnarmála. Skipulagsslys, sem ómögulegt verður að vinda ofan af, blasa við á stöðum sem varða allan almenning. Vinir Kópavogs eru alls ekki andvígir þéttingu byggðar, enda sé farið að reglum og almannahagsmunir hafðir að leiðarljósi. Með því að virða lögbundinn rétt íbúa til samráðs gætu bæjaryfirvöld fundið sátt um leiðir til að nýta land með skynsamlegum hætti fyrir þjónustu, almannarými og íbúðabyggð. Á það reynir ekki vegna þess að „vinnslutillögur” fjárfesta sem ekkert tala við íbúa ráða því frá upphafi hvernig deiliskipulag verður á endanum. Íbúðareitir eru skipulagðir hver af öðrum af fjárfestum en þjónusta, innviðir og mannlíf skilið eftir á ábyrgð bæjarins, oftast þannig að pláss til þess að sinna þeim hlutum með sóma er upp urið. Gott skipulag þarf að geta fóstrað gott mannlíf og til þess þarf rými til að bjóða upp á birtu, kyrrð, skjól og samveru. Þegar byggt er of mikið og of þétt eru íbúar sviptir lífsgæðum sem skipulag á að tryggja þeim. Fjárfestagræðgi stjórnar skipulagi Í skipulagsmálum Kópavogs hefur græðgin tekið völdin á kostnað lýðheilsu, lífsgæða og almannahags. Þétting byggðar í Kópavogi verður stórtækari með hverju verkefni. Þegar ný byggð reis t.d. í Lundi og á Kópavogstúni voru íbúar í grenndinni eðlilega gagnrýnir. Þar loftar þó vel milli húsa og lóðir eru grænar og grónar. Á nýrri þéttingarsvæðum t.d. sunnan Smáralindar og á Kársnesi er byggð svo þétt og há að steinsteypan ein ræður. Á Traðarreit eystri eiga 180 íbúðir að koma í stað átta húsa. Þar er krafa um þrefalt einangrunargler í nýbyggingunum vegna umferðarhávaða. Hvers eiga þeir sem búa við Digranesveg og hafa bara venjulegt gler í gluggum sínum að gjalda? Virðingarleysi bæjaryfirvalda við þá sem búa í gömlum hverfum er ótrúlegt. Og samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi skal haldið áfram á þessari krefjandi braut: „Þó að eldri hverfi bæjarins teljist fullbyggð er í þessu aðalskipulagi áfram horft til þéttingar byggðar í þessum hverfum eins og stefnt hefur verið að á undanförnum árum.” Skylda yfirvalda til samráðs er skýr í skipulagslögum. Hugtakið „vinnslutillaga“ á sér enga stoð í lögum. Engu að síður réttlætir Kópavogsbær skipulagsvinnu fjárfesta - skipulagsvinnu sem bærinn á sjálfur að vinna, með vísan til þess. Vinir Kópavogs ætla að gæta hagsmuna íbúa gegn yfirgangi bæjaryfirvalda sem ganga erinda fjárfesta. Þess vegna þurfum við tvo menn kjörna í bæjarstjórn. Þannig verðum við í stöðu til að knýja bæjaryfirvöld til samráðs við íbúa. Séu yfirvöld reiðubúin til þess að fara á svig við lög og reglur í skipulagsmálum, því ekki á fleiri sviðum? Það er ekki samboðið virðingu Kópavogs að líða þeim sem fyrir bænum fara að brjóta reglur átölulaust. Vinir Kópavogs vilja reynast traustir regluverðir. Þess vegna er ástæða til að setja x við Y á kjördag. Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslita Vina Kópavogs, og er fyrrverandi borgarrritari og bæjarstjóri.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun