Getnaðarkapphlaupið á milli mín og sveitarfélagsins María Ellen Steingrímsdóttir og Leó Snær Pétursson skrifa 10. maí 2022 08:02 Nú er að hefjast undirbúningstímabil vítamína og fæðubótaefna enda vertíð framundan. Um þessar mundir er grasið að grænka og á næsta leyti fara jafnaldrar okkar og fleiri á barneignaraldri að keppast um að ná sem flestum umferðum inní svefnherbergi til þess að reyna að hnoða saman fóstur. Það vill nefnilega svo til að ef getnaður á sér stað í júní og júlí mánuði að þá er von á börnum í mars og apríl. Og afhverju skiptir þetta máli kann margur að spyrja sig? Mars og apríl hafa nefnilega verið gósentíð þegar kemur að fæðingum hvítvoðunga og fólk jafnvel talið sig hafa dottið í lukkupottinn með stækkun fjölskyldunnar á þeim tíma árs, en það er einmitt sá tími sem gera má ráð fyrir eins stuttum tíma á milli loka fæðingarorlofs og raunhæfum möguleika þess að fá pláss á leikskóla – eða u.þ.b. 6 mánuðir. Tímabilið sem um ræðir nær um það bil yfir tvö varptímabil kvenna og annarra með leg ef stefnt er að fæðingu barns eða barna í mars eða apríl. Þetta hefur verið orðið á götunni á meðal ungs fólks á barneignaraldri í dag. Auðvitað er þetta ekkert svona einfalt. Börn gera oft ekki boð á undan sér. Fólk sem hefur skipulagt barneignir veit að þetta er ekkert endilega svona. Það er fásinna að halda að börn komi eftir pöntun, en með sprengingu í fæðingum á covid-tímum er útlitið enn svartara. Við þurfum úrræði og raunhæfar lausnir. Við í Viðreisn í Kópavogi skiljum vandamálið. Við viljum stöðva getnaðarkapphlaupið og boðum lausnir. Við áttum okkur þó á því að vandinn verður ekki leystur á einni nóttu. Við stöndum frammi fyrir þremur megin áskorunum. Í fyrsta lagi stöndum við frammi fyrir mönnunarvanda. Í öðru lagi er ljóst að árgangar 2021 og 2022 eru töluvert stærri en árgangar á undan. Í þriðja lagi hefur uppbygging leikskóla ekki haldist í hendur við þéttingu byggðar. Við í Viðreisn viljum efla til sérstakts átaks í þjónustu við 12 - 18 mánaða gömul börn, m.a. með því að fjölga markvisst ungbarnadeildum á leikskólum, stefna að opnun ungbarnaleikskóla og bjóða 12 mánaða börnum pláss. Þá teljum við brýnt að gerðar verði breytingar á starfsumhverfi leikskólakennara m.a. með samræmingu starfsumhverfis leik- og grunnskólakennara. Við þurfum nefnilega að standa vörð um mannauðinn okkar og fara í frekari rýni á því hvernig gera megi starfsumhverfi leikskólanna eftirsóknaverðara. Við erum opin fyrir því að opna á fjölbreyttari rekstrarform leikskóla. Við boðum heimgreiðslur til foreldra þeirra barna sem kjósa, eða þurfa, að vera heima með barnið sitt frá því að fæðingarorlofi líkur, eða þar til það kemst inn á leikskóla. Okkar langtímamarkmið er að gera leikskólann gjalfrjálsan, en okkar fyrsta markmið þar að lútandi er að gera leikskólavist gjaldfrjálsa hjá fimm ára börnum í sex tíma á dag. Höfundar eru María Ellen Steingrímsdóttir sem skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi og Leó Snær Pétursson sem skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Nú er að hefjast undirbúningstímabil vítamína og fæðubótaefna enda vertíð framundan. Um þessar mundir er grasið að grænka og á næsta leyti fara jafnaldrar okkar og fleiri á barneignaraldri að keppast um að ná sem flestum umferðum inní svefnherbergi til þess að reyna að hnoða saman fóstur. Það vill nefnilega svo til að ef getnaður á sér stað í júní og júlí mánuði að þá er von á börnum í mars og apríl. Og afhverju skiptir þetta máli kann margur að spyrja sig? Mars og apríl hafa nefnilega verið gósentíð þegar kemur að fæðingum hvítvoðunga og fólk jafnvel talið sig hafa dottið í lukkupottinn með stækkun fjölskyldunnar á þeim tíma árs, en það er einmitt sá tími sem gera má ráð fyrir eins stuttum tíma á milli loka fæðingarorlofs og raunhæfum möguleika þess að fá pláss á leikskóla – eða u.þ.b. 6 mánuðir. Tímabilið sem um ræðir nær um það bil yfir tvö varptímabil kvenna og annarra með leg ef stefnt er að fæðingu barns eða barna í mars eða apríl. Þetta hefur verið orðið á götunni á meðal ungs fólks á barneignaraldri í dag. Auðvitað er þetta ekkert svona einfalt. Börn gera oft ekki boð á undan sér. Fólk sem hefur skipulagt barneignir veit að þetta er ekkert endilega svona. Það er fásinna að halda að börn komi eftir pöntun, en með sprengingu í fæðingum á covid-tímum er útlitið enn svartara. Við þurfum úrræði og raunhæfar lausnir. Við í Viðreisn í Kópavogi skiljum vandamálið. Við viljum stöðva getnaðarkapphlaupið og boðum lausnir. Við áttum okkur þó á því að vandinn verður ekki leystur á einni nóttu. Við stöndum frammi fyrir þremur megin áskorunum. Í fyrsta lagi stöndum við frammi fyrir mönnunarvanda. Í öðru lagi er ljóst að árgangar 2021 og 2022 eru töluvert stærri en árgangar á undan. Í þriðja lagi hefur uppbygging leikskóla ekki haldist í hendur við þéttingu byggðar. Við í Viðreisn viljum efla til sérstakts átaks í þjónustu við 12 - 18 mánaða gömul börn, m.a. með því að fjölga markvisst ungbarnadeildum á leikskólum, stefna að opnun ungbarnaleikskóla og bjóða 12 mánaða börnum pláss. Þá teljum við brýnt að gerðar verði breytingar á starfsumhverfi leikskólakennara m.a. með samræmingu starfsumhverfis leik- og grunnskólakennara. Við þurfum nefnilega að standa vörð um mannauðinn okkar og fara í frekari rýni á því hvernig gera megi starfsumhverfi leikskólanna eftirsóknaverðara. Við erum opin fyrir því að opna á fjölbreyttari rekstrarform leikskóla. Við boðum heimgreiðslur til foreldra þeirra barna sem kjósa, eða þurfa, að vera heima með barnið sitt frá því að fæðingarorlofi líkur, eða þar til það kemst inn á leikskóla. Okkar langtímamarkmið er að gera leikskólann gjalfrjálsan, en okkar fyrsta markmið þar að lútandi er að gera leikskólavist gjaldfrjálsa hjá fimm ára börnum í sex tíma á dag. Höfundar eru María Ellen Steingrímsdóttir sem skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi og Leó Snær Pétursson sem skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun