Neðri mörk Parísarsamkomulagsins í hættu á næstu fimm árum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 07:01 Þurr og sprungin jörð á Spáni. Gert er ráð fyrir óvenjulítilli úrkomu í suðvestanverðri Evrópu í ár. Vísir/EPA Helmingslíkur eru á því að hnattræn hlýnun nái 1,5°C að minnsta kosti eitt af næstu fimm árum. Líkurnar á því voru nærri því engar þegar skrifað var undir Parísarsamkomulagið sem miðar við að halda hlýnun innan 1,5°C ef þess er nokkur kostur. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) telur 50% líkur á því að meðalhiti jarðar eins áranna frá 2022 til 2026 verði 1,5°C hærri en meðaltalið fyrir iðnbyltinguna og fara líkurnar hækkandi. Í nýrri uppfærslu um stöðu loftslags jarðar segir stofnunin að 93% líkur séu á því eitt næstu fimm ára verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. Það eru sömu líkur og á því að meðalhiti áranna 2022 til 2026 verði hærra en síðustu fimm ára. Líkurnar á að farið verði umfram metnaðarfyllri mörk Parísarsamkomulagsins í náinni framtíð hafa vaxið hratt undanfarin ár. Þær voru nær engar við undirritun samkomulagsins árið 2015 en frá 2017 til 2021 voru líkurnar um 10% að það gerðist á næstu fimm árum. Leon Hermanson frá Bresku veðurstofunni sem gerði rannsóknina fyrir WMO segir að jafnvel þó að farið verði út fyrir mörk Parísarsamkomulagsins eitt ár þýði það ekki að markmið þess sé brostið. „En það sýnir að við nálgumst sífellt aðstæður þar sem farið verður umfram 1,5°C í lengri tíma,“ segir Hermanson í tilkynningu frá WMO. Búist við bleytu í norðanverðri Evrópu Í fyrra var meðalhiti jarðar 1,1 gráðu hærri en viðmiðunartímabili fyrir iðnbyltingu. Tveir svonefndir La niña atburðir í Kyrrahafinu, sem almennt hafa kælandi áhrif á meðalhita jarðar, eru sagðir hafa komið í veg fyrir að hitinn væri enn hærri árið 2021. Myndist El niño fyrirbrigðið gæti hitinn rokið upp og líkt og gerðist metárið 2016. Árið í ár er talið verða þurrara í suðvestanverðri Evrópu og suðvestanverðri Norður-Ameríku en votviðrasamara í norðanverðri Evrópu, Sahel-svæðinu í Afríku, Norðaustur-Brasilíu og Ástralíu en meðaltal áranna 1991 til 2020. Þá er búist við því að úrkomusamara verði frá maí til september næstu fimm árin í Sahel, Norður-Evrópu, Alasaka og norðanverðri Síberíu en þurrari í Amasonfrumskóginum. Að vetri til (nóvember til mars) er spáð aukinni úrkomu í hitabeltinu næstu fimm árin borið saman við síðustu þrjá áratugina en minnkandi í heittempruðu beltunum. Þetta er sagt í samræmi við þær breytingar á úrkomumynstri sem búist er við með hlýnandi loftslagi jarðar. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) telur 50% líkur á því að meðalhiti jarðar eins áranna frá 2022 til 2026 verði 1,5°C hærri en meðaltalið fyrir iðnbyltinguna og fara líkurnar hækkandi. Í nýrri uppfærslu um stöðu loftslags jarðar segir stofnunin að 93% líkur séu á því eitt næstu fimm ára verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. Það eru sömu líkur og á því að meðalhiti áranna 2022 til 2026 verði hærra en síðustu fimm ára. Líkurnar á að farið verði umfram metnaðarfyllri mörk Parísarsamkomulagsins í náinni framtíð hafa vaxið hratt undanfarin ár. Þær voru nær engar við undirritun samkomulagsins árið 2015 en frá 2017 til 2021 voru líkurnar um 10% að það gerðist á næstu fimm árum. Leon Hermanson frá Bresku veðurstofunni sem gerði rannsóknina fyrir WMO segir að jafnvel þó að farið verði út fyrir mörk Parísarsamkomulagsins eitt ár þýði það ekki að markmið þess sé brostið. „En það sýnir að við nálgumst sífellt aðstæður þar sem farið verður umfram 1,5°C í lengri tíma,“ segir Hermanson í tilkynningu frá WMO. Búist við bleytu í norðanverðri Evrópu Í fyrra var meðalhiti jarðar 1,1 gráðu hærri en viðmiðunartímabili fyrir iðnbyltingu. Tveir svonefndir La niña atburðir í Kyrrahafinu, sem almennt hafa kælandi áhrif á meðalhita jarðar, eru sagðir hafa komið í veg fyrir að hitinn væri enn hærri árið 2021. Myndist El niño fyrirbrigðið gæti hitinn rokið upp og líkt og gerðist metárið 2016. Árið í ár er talið verða þurrara í suðvestanverðri Evrópu og suðvestanverðri Norður-Ameríku en votviðrasamara í norðanverðri Evrópu, Sahel-svæðinu í Afríku, Norðaustur-Brasilíu og Ástralíu en meðaltal áranna 1991 til 2020. Þá er búist við því að úrkomusamara verði frá maí til september næstu fimm árin í Sahel, Norður-Evrópu, Alasaka og norðanverðri Síberíu en þurrari í Amasonfrumskóginum. Að vetri til (nóvember til mars) er spáð aukinni úrkomu í hitabeltinu næstu fimm árin borið saman við síðustu þrjá áratugina en minnkandi í heittempruðu beltunum. Þetta er sagt í samræmi við þær breytingar á úrkomumynstri sem búist er við með hlýnandi loftslagi jarðar.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira