Borgarbyggð — samkeppnishæft sveitafélag Anna Helga Sigfúsdóttir skrifar 9. maí 2022 18:00 Það er hverju sveitafélagi nauðsynlegt að stækka og vaxa eigi það að halda velli og því mikilvægt að sveitastjórn Borgarbyggðar hugi vel að þeim málum. Til þess að fólk og fjölskyldur vilji flytja á nýjan stað þarf ýmislegt að ganga upp. Oftast horfir fólk fyrst til skólamála og gæða þeirra því börnin okkar eru jú framtíðin. Börnin okkar munu taka við okkar störfum og skapa ný, samfélaginu til heilla og því er mikilvægt að hlúa vel að málefnum barna. Borgarbyggð er eitt fárra sveitafélaga á landinu sem státar af öllum skólastigum, leikskóla, grunnskóla, menntaskóla og háskóla. Hér er lögð áhersla á menntun barna, unglinga og fullorðinna með sterkum og framsæknum skólum. En við getum ekki látið þar við sitja. Við verðum að halda áfram í þróun skólastarfs og vera framsækin og vel upplýst. Við í Samfylkingunni/Viðreisn leggjum mikla áherslu á fræðslu- og tómstundamál og er það stefna okkar gera að leikskóla gjaldfrjálsa í raunhæfum skrefum, með það fyrir augum að jafna aðstöðumun barna og fjölskyldna. Við viljum auka áherslu á upplýsingatækni, upplýsingalæsi, ábyrga netnotkun og stafræna borgaravitund í grunnskólunum. Einnig þarf að efla stoðþjónustu í leik- og grunnskólum og auka tæknivæðingu grunnskólanna. Stöðugt er verið að tala um að verið sé að undirbúa nemendur undir störf framtíðarinnar sem við vitum ekki hver verða, því ætti ein tölva/tæki á nemanda í unglingadeild að vera eðlileg krafa. En skólamálin eru ekki það eina sem fjölskyldur horfa til þegar hugað er að flutningi í nýtt sveitarfélag. Atvinnu- og húsnæðismál þurfa að vera í góðum gír og þar þarf Borgarbyggð spýta í lófana. Hér þurfa að vera störf fyrir íbúa, nýja jafnt sem þá sem fyrir eru. Fjölbreytt atvinnutækifæri svo allir finni áhuga sínum, menntun og metnaði góðan farveg. Við þurfum að efla atvinnusköpun í sveitarfélaginu, laða til okkar fyrirtæki, stór og smá og vera þá tilbúin með húsnæði og/eða lóðir til byggingar atvinnuhúsnæðis. Einnig þarf að hlúa vel að þeirri atvinnusköpun sem fyrir er í héraðinu og má í því sambandi taka sem dæmi landbúnað, garðyrkju og ferðaþjónustu og mikilvægt er að standa vörð um hagsmuni þeirra. Svo þarf húsnæði og lóðir til húsbygginga að vera til staðar og því viljum við að lokið verði við gerð deiliskipulags fyrir öll svæði í Borgarnesi á næstu fjórum árum. Að auki þarf að skoða möguleika á uppbyggingu annarra þéttbýliskjarna í sveitarfélaginu. Samfylkingin/Viðreisn ætlar einnig að styðja við frumkvöðlastarf og nýsköpun og móta framtíðarsýn varðandi íbúafjölgun, fjölgun atvinnutækifæra, þjónustu við ferðamenn og ánægju íbúa. Heilsa og vellíðan íbúa og aukin lífsgæði skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli þegar við veljum okkur sveitafélag til að búa í. Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag og við í Samfylkingunni/Viðreisn horfum til þess að auka sjálfstæði og vitundarvakningu íbúa í lýðheilsumálum, útvíkka frístundastyrkinn svo börn og fjölskyldur geti notað hann í hvaða tómstundir sem er, hvar sem er á landinu og styðja vel við ungmennastarf. Bygging nýs íþróttahúss í Borgarnesi í samvinnu við íþróttahreyfinguna og íbúa er einnig stór þáttur í heilsueflingu og aukinni vellíðanar íbúa. Að því sögðu ætlum við í Samfylkingunni/Viðreisn að þrýsta á ríkið að taka málefni heilsugæslunnar til gagngerrar endurskoðunar. Hér þarf að fjölga fastráðunum læknum og skapa heilbrigðisstarfsfólki ákjósanlegan vinnustað til lengri tíma. Mikilvægt er að haft sé samráð við þjónustuþega um mótun stefnu í þeirra málum og efla samstarf Borgarbyggðar og HVE með velferð íbúa að leiðarljósi. Stolt hvers sveitarfélags tengist oftar en ekki menningu. Menning hefur bæði félagslegan og efnahagslegan ávinning og skapandi greinar verða sífellt meira áberandi í atvinnulífinu og við það bætist að eftirspurn eftir hvers konar list er stöðugt að aukast. Mikilvægt er að styðja vel við þá menningarstarfsemi sem fyrir er hvar sem er í héraðinu og auka sýnileika hennar, sem og að gefa nýju listafólki tækifæri á að sýna og sinna list sinni hér. Samfylkingin/Viðreisn vill að starfsemi Safnahússins sé efld og bókasafnið sé gert að vinsælum íverustað barna og fullorðinna. Að stutt sé við samvinnu milli þeirra aðila og félagasamtaka sem starfa í listum og menningu í sveitafélaginu og kanna möguleikann á stofnun varðveisluseturs fyrir safnmuni í samstarfi nágranna-sveitafélög. Þetta og margt fleira ætlum við í Samfylkingunni/Viðreisn að vinna að fáum við kjörgengi þann 14. maí næstkomandi. Við ætlum að vinna að hag Borgarbyggðar í öllum skilningi þess orðs, við ætlum að vinna fyrst og fremst fyrir Borgarbyggð. Settu x við A! Höfundur er leikskólakennari og skipar 4. sæti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Borgarbyggð Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Það er hverju sveitafélagi nauðsynlegt að stækka og vaxa eigi það að halda velli og því mikilvægt að sveitastjórn Borgarbyggðar hugi vel að þeim málum. Til þess að fólk og fjölskyldur vilji flytja á nýjan stað þarf ýmislegt að ganga upp. Oftast horfir fólk fyrst til skólamála og gæða þeirra því börnin okkar eru jú framtíðin. Börnin okkar munu taka við okkar störfum og skapa ný, samfélaginu til heilla og því er mikilvægt að hlúa vel að málefnum barna. Borgarbyggð er eitt fárra sveitafélaga á landinu sem státar af öllum skólastigum, leikskóla, grunnskóla, menntaskóla og háskóla. Hér er lögð áhersla á menntun barna, unglinga og fullorðinna með sterkum og framsæknum skólum. En við getum ekki látið þar við sitja. Við verðum að halda áfram í þróun skólastarfs og vera framsækin og vel upplýst. Við í Samfylkingunni/Viðreisn leggjum mikla áherslu á fræðslu- og tómstundamál og er það stefna okkar gera að leikskóla gjaldfrjálsa í raunhæfum skrefum, með það fyrir augum að jafna aðstöðumun barna og fjölskyldna. Við viljum auka áherslu á upplýsingatækni, upplýsingalæsi, ábyrga netnotkun og stafræna borgaravitund í grunnskólunum. Einnig þarf að efla stoðþjónustu í leik- og grunnskólum og auka tæknivæðingu grunnskólanna. Stöðugt er verið að tala um að verið sé að undirbúa nemendur undir störf framtíðarinnar sem við vitum ekki hver verða, því ætti ein tölva/tæki á nemanda í unglingadeild að vera eðlileg krafa. En skólamálin eru ekki það eina sem fjölskyldur horfa til þegar hugað er að flutningi í nýtt sveitarfélag. Atvinnu- og húsnæðismál þurfa að vera í góðum gír og þar þarf Borgarbyggð spýta í lófana. Hér þurfa að vera störf fyrir íbúa, nýja jafnt sem þá sem fyrir eru. Fjölbreytt atvinnutækifæri svo allir finni áhuga sínum, menntun og metnaði góðan farveg. Við þurfum að efla atvinnusköpun í sveitarfélaginu, laða til okkar fyrirtæki, stór og smá og vera þá tilbúin með húsnæði og/eða lóðir til byggingar atvinnuhúsnæðis. Einnig þarf að hlúa vel að þeirri atvinnusköpun sem fyrir er í héraðinu og má í því sambandi taka sem dæmi landbúnað, garðyrkju og ferðaþjónustu og mikilvægt er að standa vörð um hagsmuni þeirra. Svo þarf húsnæði og lóðir til húsbygginga að vera til staðar og því viljum við að lokið verði við gerð deiliskipulags fyrir öll svæði í Borgarnesi á næstu fjórum árum. Að auki þarf að skoða möguleika á uppbyggingu annarra þéttbýliskjarna í sveitarfélaginu. Samfylkingin/Viðreisn ætlar einnig að styðja við frumkvöðlastarf og nýsköpun og móta framtíðarsýn varðandi íbúafjölgun, fjölgun atvinnutækifæra, þjónustu við ferðamenn og ánægju íbúa. Heilsa og vellíðan íbúa og aukin lífsgæði skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli þegar við veljum okkur sveitafélag til að búa í. Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag og við í Samfylkingunni/Viðreisn horfum til þess að auka sjálfstæði og vitundarvakningu íbúa í lýðheilsumálum, útvíkka frístundastyrkinn svo börn og fjölskyldur geti notað hann í hvaða tómstundir sem er, hvar sem er á landinu og styðja vel við ungmennastarf. Bygging nýs íþróttahúss í Borgarnesi í samvinnu við íþróttahreyfinguna og íbúa er einnig stór þáttur í heilsueflingu og aukinni vellíðanar íbúa. Að því sögðu ætlum við í Samfylkingunni/Viðreisn að þrýsta á ríkið að taka málefni heilsugæslunnar til gagngerrar endurskoðunar. Hér þarf að fjölga fastráðunum læknum og skapa heilbrigðisstarfsfólki ákjósanlegan vinnustað til lengri tíma. Mikilvægt er að haft sé samráð við þjónustuþega um mótun stefnu í þeirra málum og efla samstarf Borgarbyggðar og HVE með velferð íbúa að leiðarljósi. Stolt hvers sveitarfélags tengist oftar en ekki menningu. Menning hefur bæði félagslegan og efnahagslegan ávinning og skapandi greinar verða sífellt meira áberandi í atvinnulífinu og við það bætist að eftirspurn eftir hvers konar list er stöðugt að aukast. Mikilvægt er að styðja vel við þá menningarstarfsemi sem fyrir er hvar sem er í héraðinu og auka sýnileika hennar, sem og að gefa nýju listafólki tækifæri á að sýna og sinna list sinni hér. Samfylkingin/Viðreisn vill að starfsemi Safnahússins sé efld og bókasafnið sé gert að vinsælum íverustað barna og fullorðinna. Að stutt sé við samvinnu milli þeirra aðila og félagasamtaka sem starfa í listum og menningu í sveitafélaginu og kanna möguleikann á stofnun varðveisluseturs fyrir safnmuni í samstarfi nágranna-sveitafélög. Þetta og margt fleira ætlum við í Samfylkingunni/Viðreisn að vinna að fáum við kjörgengi þann 14. maí næstkomandi. Við ætlum að vinna að hag Borgarbyggðar í öllum skilningi þess orðs, við ætlum að vinna fyrst og fremst fyrir Borgarbyggð. Settu x við A! Höfundur er leikskólakennari og skipar 4. sæti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun