Löngu tímabært Fjölmenningarráð í Kópavog Gunnar Sær Ragnarsson skrifar 10. maí 2022 11:16 Síðustu fjögur ár hefur undirritaður gegnt formennsku í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs. Þar hef ég ítrekað bent á skort á upplýsingagjöf bæjarins til íbúa sem eru af erlendu bergi brotnir og tala litla eða enga íslensku. Þessi hópur fer sífellt stækkandi, en þeim er ekki mætt af neinni alvöru þegar um er að ræða veitingu upplýsinga um þátttöku í íbúalýðræði og ákvarðanir bæjarins. Þar af leiðandi er það töluverð áskorun fyrir þessa einstaklinga að geta tekið virkan þátt í samfélaginu og látið rödd sína og áherslur heyrast. Möguleikar til þess eru takmarkaðir. Íbúarnir eiga sér ólíkan uppruna og menningararfur þeirra er mismunandi. Í þessum fjölbreytileika felst mannauður og hann verður ekki nýttur nema að hver og einn fái notið sín og geti þannig lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Nauðsynlegt er að tryggja það að allir íbúar sveitarfélagsins hafi jafnt aðgengi að upplýsingum og fái að hafa jafna aðkomu að ákvarðanatöku þess. Ensk upplýsingagjöf er lágmark Sem dæmi um ofangreint má nefna vefsíðu Kópavogsbæjar. Hægt er að smella á enska þýðingu hennar, þar sem vantar töluvert upp á, svo vægt sé til orða tekið. Ég hvet lesanda til að fara á síðu Kópavogs og skoða hana á enskri stillingu. Á mínum fyrsta fundi sem formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs bæjarins bókaði ég, í sameiningu við alla aðra nefndarmenn, að klára þurfi enska þýðingu á vefsíðunni. Það verkefni er enn ekki klárað. Hvernig má það vera? Þetta á ekki einungis við vefsíðu sveitarfélagsins. Öll upplýsingagjöf á vegum Kópavogs á að standa til boða á ensku í það minnsta. Hvort sem það sé frá skrifstofu bæjarins eða stofnanna á vegum hans. Vissulega getur þetta hljómað eins og tímafrekt verkefni, en ágóðinn af því mun skila sér margfalt til baka. Fjölmenningarráð Við í Framsókn í Kópavogi leggjum áherslu á það að bærinn komi nýju ráði, Fjölmenningarráði, á laggirnar. Ráðið væri sambærilegt Ungmennaráði og Öldungaráði bæjarins og skipað af einstaklingum sem þekkja vel til málefnaflokksins, þá sérstaklega einstaklingar af erlendu bergi brotnu. Fjölmenningarráð tæki afstöðu til stefnumótunar og ákvarðanatöku bæjarins. Ráðið gæti lagt inn fyrirspurnir og tekið afstöðu til einstakra mála sem koma til álita innan málaflokks þess. Ráðið væri ráðgefandi fyrir bæjarstjórn og myndi leggja til lausnir á þeim vandamálum sem eru til staðar innan sveitarfélagsins og varða einstaklinga sem eru af erlendum uppruna. Síðast en ekki síst, þá myndi ráðið vinna að líflegu fjölmenningarsamfélagi innan Kópavogs. Ráð af þessu tagi er ekkert nýtt af nálinni. Innan nágrannasveitarfélaga okkar, t.d. í Reykjavík og Hafnarfirði, má finna fjölmenningarráð. Boltinn hjá bæjarstjórn Ofangreindar tillögur, ásamt fleirum, hafa verið lagðar í púkkið við vinnu á nýrri stefnu bæjarins í málefnum fólks af erlendum uppruna. Núgildandi stefna er rúmlega 20 ára gömul og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Líklega verður það svo að stefnan hljóti afgreiðslu á næsta kjörtímabili, og ég bind miklar vonir við að nýkjörnir bæjarfulltrúar kjósi með henni og m.a. þeim áherslum sem hafa komið hér fram. Höfundur er formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Innflytjendamál Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu fjögur ár hefur undirritaður gegnt formennsku í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs. Þar hef ég ítrekað bent á skort á upplýsingagjöf bæjarins til íbúa sem eru af erlendu bergi brotnir og tala litla eða enga íslensku. Þessi hópur fer sífellt stækkandi, en þeim er ekki mætt af neinni alvöru þegar um er að ræða veitingu upplýsinga um þátttöku í íbúalýðræði og ákvarðanir bæjarins. Þar af leiðandi er það töluverð áskorun fyrir þessa einstaklinga að geta tekið virkan þátt í samfélaginu og látið rödd sína og áherslur heyrast. Möguleikar til þess eru takmarkaðir. Íbúarnir eiga sér ólíkan uppruna og menningararfur þeirra er mismunandi. Í þessum fjölbreytileika felst mannauður og hann verður ekki nýttur nema að hver og einn fái notið sín og geti þannig lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Nauðsynlegt er að tryggja það að allir íbúar sveitarfélagsins hafi jafnt aðgengi að upplýsingum og fái að hafa jafna aðkomu að ákvarðanatöku þess. Ensk upplýsingagjöf er lágmark Sem dæmi um ofangreint má nefna vefsíðu Kópavogsbæjar. Hægt er að smella á enska þýðingu hennar, þar sem vantar töluvert upp á, svo vægt sé til orða tekið. Ég hvet lesanda til að fara á síðu Kópavogs og skoða hana á enskri stillingu. Á mínum fyrsta fundi sem formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs bæjarins bókaði ég, í sameiningu við alla aðra nefndarmenn, að klára þurfi enska þýðingu á vefsíðunni. Það verkefni er enn ekki klárað. Hvernig má það vera? Þetta á ekki einungis við vefsíðu sveitarfélagsins. Öll upplýsingagjöf á vegum Kópavogs á að standa til boða á ensku í það minnsta. Hvort sem það sé frá skrifstofu bæjarins eða stofnanna á vegum hans. Vissulega getur þetta hljómað eins og tímafrekt verkefni, en ágóðinn af því mun skila sér margfalt til baka. Fjölmenningarráð Við í Framsókn í Kópavogi leggjum áherslu á það að bærinn komi nýju ráði, Fjölmenningarráði, á laggirnar. Ráðið væri sambærilegt Ungmennaráði og Öldungaráði bæjarins og skipað af einstaklingum sem þekkja vel til málefnaflokksins, þá sérstaklega einstaklingar af erlendu bergi brotnu. Fjölmenningarráð tæki afstöðu til stefnumótunar og ákvarðanatöku bæjarins. Ráðið gæti lagt inn fyrirspurnir og tekið afstöðu til einstakra mála sem koma til álita innan málaflokks þess. Ráðið væri ráðgefandi fyrir bæjarstjórn og myndi leggja til lausnir á þeim vandamálum sem eru til staðar innan sveitarfélagsins og varða einstaklinga sem eru af erlendum uppruna. Síðast en ekki síst, þá myndi ráðið vinna að líflegu fjölmenningarsamfélagi innan Kópavogs. Ráð af þessu tagi er ekkert nýtt af nálinni. Innan nágrannasveitarfélaga okkar, t.d. í Reykjavík og Hafnarfirði, má finna fjölmenningarráð. Boltinn hjá bæjarstjórn Ofangreindar tillögur, ásamt fleirum, hafa verið lagðar í púkkið við vinnu á nýrri stefnu bæjarins í málefnum fólks af erlendum uppruna. Núgildandi stefna er rúmlega 20 ára gömul og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Líklega verður það svo að stefnan hljóti afgreiðslu á næsta kjörtímabili, og ég bind miklar vonir við að nýkjörnir bæjarfulltrúar kjósi með henni og m.a. þeim áherslum sem hafa komið hér fram. Höfundur er formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun