Blómlegt atvinnulíf í Garðabæ Tinna Rún Davíðsdóttir Hemstock skrifar 10. maí 2022 12:45 Garðabær er vaknaður til lífsins og er ekki lengur svefnbær. Verslun og þjónusta hefur vaxið hratt undanfarin ár þar sem eftirspurn eftir þjónustu í nærumhverfi hefur aukist til muna. Í Garðabæ er komið gott úrval veitingastaða, verslanir af ýmsum toga og áhugaverð þjónustufyrirtæki sem séð hafa tækifæri á að staðsetja sig í bæjarfélaginu. Sóknarfæri Atvinnulífið í Garðabæ er búið að slíta barnskónum og það er kominn tími til að hugsa stærra og grípa tækifærið, það eru sóknarfæri. Því tel ég skynsamlegt að sveitafélagið komi að stofnun Markaðstofu Garðabæjar sem hefur það að megin markmiði að efla og styðja við atvinnu og menningarlíf í bænum. Það er hlutverk stjórnvalda að skapa umgjörð og jarðveg svo að verslun og þjónusta blómstri í bæjarfélaginu. Markaðsstofa Garðabæjar myndi nýtast sem samstarfsvettvangur stjórnsýslunar og atvinnulífsins í bæjarfélaginu til að vinna að sameiginlegum hagsmunum. Hún kæmi að viðburðahaldi, viðburðadagatali, laða fyrirtæki til bæjarins, ímyndarmálum sem og að markaðssetningu á verslunarkjörnum bæjarins ásamt því að stuðla að nýsköpun og skapandi umhverfi fyrir listir og menningu. Markmiðið væri að skapa ímynd sem endurspeglar rétta mynd af bæjarfélaginu og draga fram það besta sem bærinn hefur upp á bjóða í menningu, listum, verslun og þjónustu. Nágrannasveitafélög okkar, Kópavogur og Hafnarfjörður, hafa bæði tekið skrefið og nú er komið að Garðabæ. 101 Garðabær Sjálf er ég fædd og uppalinn í Garðabæ, ég er atvinnurekandi á Garðatorgi og er ánægð með þróunina á torginu undanfarin ár. Hinsvegar getum við gert betur og tryggt Garðatorg enn frekar í sessi sem miðbæ Garðabæjar. Á Garðatorgi eru fjölbreyttar verslanir með sterka sérstöðu og með samrýmdu átaki og samstarfi getum við gert það enn betra. Til að mynda eru bílastæði torgsins yfirleitt þétt setin yfir daginn af öðrum en viðskiptavinum Garðatorgs. En það er annað mál. Öflug verslun og þjónusta ásamt skapandi listum í nærumhverfinu eykur lífsgæði bæjarbúa og styrkir samfélagið. Framsókn í Garðabæ leggur áherslu á stofnun Markaðstofu Garðabæjar til að styðja við verslun, þjónustu, listir og menningu í Garðabæ. Er ekki bara best… Höfundur er frambjóðandi Framsóknar og verslunareigandi á Garðatorgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Garðabær er vaknaður til lífsins og er ekki lengur svefnbær. Verslun og þjónusta hefur vaxið hratt undanfarin ár þar sem eftirspurn eftir þjónustu í nærumhverfi hefur aukist til muna. Í Garðabæ er komið gott úrval veitingastaða, verslanir af ýmsum toga og áhugaverð þjónustufyrirtæki sem séð hafa tækifæri á að staðsetja sig í bæjarfélaginu. Sóknarfæri Atvinnulífið í Garðabæ er búið að slíta barnskónum og það er kominn tími til að hugsa stærra og grípa tækifærið, það eru sóknarfæri. Því tel ég skynsamlegt að sveitafélagið komi að stofnun Markaðstofu Garðabæjar sem hefur það að megin markmiði að efla og styðja við atvinnu og menningarlíf í bænum. Það er hlutverk stjórnvalda að skapa umgjörð og jarðveg svo að verslun og þjónusta blómstri í bæjarfélaginu. Markaðsstofa Garðabæjar myndi nýtast sem samstarfsvettvangur stjórnsýslunar og atvinnulífsins í bæjarfélaginu til að vinna að sameiginlegum hagsmunum. Hún kæmi að viðburðahaldi, viðburðadagatali, laða fyrirtæki til bæjarins, ímyndarmálum sem og að markaðssetningu á verslunarkjörnum bæjarins ásamt því að stuðla að nýsköpun og skapandi umhverfi fyrir listir og menningu. Markmiðið væri að skapa ímynd sem endurspeglar rétta mynd af bæjarfélaginu og draga fram það besta sem bærinn hefur upp á bjóða í menningu, listum, verslun og þjónustu. Nágrannasveitafélög okkar, Kópavogur og Hafnarfjörður, hafa bæði tekið skrefið og nú er komið að Garðabæ. 101 Garðabær Sjálf er ég fædd og uppalinn í Garðabæ, ég er atvinnurekandi á Garðatorgi og er ánægð með þróunina á torginu undanfarin ár. Hinsvegar getum við gert betur og tryggt Garðatorg enn frekar í sessi sem miðbæ Garðabæjar. Á Garðatorgi eru fjölbreyttar verslanir með sterka sérstöðu og með samrýmdu átaki og samstarfi getum við gert það enn betra. Til að mynda eru bílastæði torgsins yfirleitt þétt setin yfir daginn af öðrum en viðskiptavinum Garðatorgs. En það er annað mál. Öflug verslun og þjónusta ásamt skapandi listum í nærumhverfinu eykur lífsgæði bæjarbúa og styrkir samfélagið. Framsókn í Garðabæ leggur áherslu á stofnun Markaðstofu Garðabæjar til að styðja við verslun, þjónustu, listir og menningu í Garðabæ. Er ekki bara best… Höfundur er frambjóðandi Framsóknar og verslunareigandi á Garðatorgi.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar