Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. maí 2022 13:24 Sigmaður á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/vilhelm Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. Fólksbíll hafnaði utan vegar vestan Efra Bakkakots á tólfta tímanum í morgun. Ökumaðurinn er alvarlega slasaður samkvæmt upplýsingum Lögreglunnar á Suðurlandi. Þjóðvegur 1 er lokaður sem stendur á meðan rannsóknarlögreglumenn sinna vinnu á vettvangi. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún var ekki tiltæk. Ástæðan er sú að flugstjórinn sem á að vera á vakt er veikur og ekki tókst að kalla út annan flugstjóra af frívakt. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynist sífellt erfiðara að kalla flugstjóra af frívakt en þeir eru langþreyttir á því að ekki sé gengið frá kjarasamningum við þá. „Okkur þykir miður að þyrlusveit stofnunarinnar hafi ekki getað annast útkallið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Allt hafi verið reynt til að kalla út flugstjóra á frívakt en án árangurs. Fimm manna vakt er á þyrlunni, fjórir á svæðinu en þyrlan fer ekkert án flugstjóra. „Við þessar aðstæður hefur okkur langoftast tekist að kalla fólk út á frívakt vegna einstaks velvilja starfsfólks,“ segir Ásgeir. Sex flugstjórar eru starfandi hjá Landhelgisgæslunni. Ásgeir segir að tveir þeirra séu búsettir fyrir norðan, einn sé veikur og því sé ekki upp á mikið að hlaupa. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið með lausa kjarasamninga í tvö og hálft ár. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna tjáði fréttastofu á dögunum að það kæmi honum á óvart að enn hefði ekki skapast neyðarástand vegna stöðunnar. „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Sífellt erfiðara væri að manna bráðnauðsynlegar vaktir á þyrlum Gæslunnar. Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Þjóðvegur 1 lokaður eftir bílslys undir Eyjafjöllum Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús. 10. maí 2022 12:52 Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. 9. maí 2022 20:13 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira
Fólksbíll hafnaði utan vegar vestan Efra Bakkakots á tólfta tímanum í morgun. Ökumaðurinn er alvarlega slasaður samkvæmt upplýsingum Lögreglunnar á Suðurlandi. Þjóðvegur 1 er lokaður sem stendur á meðan rannsóknarlögreglumenn sinna vinnu á vettvangi. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún var ekki tiltæk. Ástæðan er sú að flugstjórinn sem á að vera á vakt er veikur og ekki tókst að kalla út annan flugstjóra af frívakt. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynist sífellt erfiðara að kalla flugstjóra af frívakt en þeir eru langþreyttir á því að ekki sé gengið frá kjarasamningum við þá. „Okkur þykir miður að þyrlusveit stofnunarinnar hafi ekki getað annast útkallið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Allt hafi verið reynt til að kalla út flugstjóra á frívakt en án árangurs. Fimm manna vakt er á þyrlunni, fjórir á svæðinu en þyrlan fer ekkert án flugstjóra. „Við þessar aðstæður hefur okkur langoftast tekist að kalla fólk út á frívakt vegna einstaks velvilja starfsfólks,“ segir Ásgeir. Sex flugstjórar eru starfandi hjá Landhelgisgæslunni. Ásgeir segir að tveir þeirra séu búsettir fyrir norðan, einn sé veikur og því sé ekki upp á mikið að hlaupa. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið með lausa kjarasamninga í tvö og hálft ár. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna tjáði fréttastofu á dögunum að það kæmi honum á óvart að enn hefði ekki skapast neyðarástand vegna stöðunnar. „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Sífellt erfiðara væri að manna bráðnauðsynlegar vaktir á þyrlum Gæslunnar.
Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Þjóðvegur 1 lokaður eftir bílslys undir Eyjafjöllum Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús. 10. maí 2022 12:52 Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. 9. maí 2022 20:13 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira
Þjóðvegur 1 lokaður eftir bílslys undir Eyjafjöllum Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús. 10. maí 2022 12:52
Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. 9. maí 2022 20:13